gardar skrifaði:rapport skrifaði:gardar skrifaði:rapport skrifaði:Ég og Gúrú eru ekki alltaf sammála en þetta atriði er greinilega jafn heilagt hjá okkur báðum.
Mér þykir það þrælmagnað að þú styðjir ritskoðun á internetinu en sért andvígur svona skerðingu á málfrelsi
Ég styð ekki ritskoðun af neinu tagi...
Mér sárnar að þú haldir að ég geri það, hvaðan fékkstu þá flugu í höfuðið?
Veistu hvað ritskoðun er?
Ég veit allt um það, dreg þessar ályktanir mínar út frá svörum þínum sem ég las í þræði hér á vaktinni. Þræði sem fjallar um ólögmædda lokun internet þjónustuaðilla á ákveðna vefi.
Ég ítrekaði oft á þeim þræði að ég styð lokanir á síðum sem vista ólöglegt efni sem brítur gegn grunnréttindum einstaklinga.
Það er ekki ritskoðun heldur réttlæti.
Stjórnarskráin segir m.a. :
"Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríksisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."
Er þá stjórnarskráin að hvetja til ritskoðunar eða getur verið að þú túlkir skilgreininguna á ritskoðun of vítt?
Að koma í veg fyrir dreifingu á efni sem í eðli sínu er ólöglegt er ekki ritskoðun.
Að koma í veg fyrir dreifingu á efni sem í eðli sínu er löglegt er ritskoðun. Sbr. að koma í veg fyrir dreifingu á tónlist og bíómyndum.
Sbr. kókómjólk og kókaín.
Kókaín er ólöglegt hvar sem er á Íslandi og því getur lögreglan stöðvað dreifingu á kókaíni hvar sem er, efnið er í eðli sínu ólöglegt.
Kókómjólk er í eðli sínu lögleg og því má dreifa henni á Íslandi og ef slík dreifing yrði stöðvuð vegna einhverrar hentisemi þá væri það mjög undrlegt og jafnaðist á við ritskoðun.