Ég er eiginlega hættur að láta það fara í taugarnar á mér þegar fólk segir t-alva, yfirleitt er þetta greindarskert fólk sem hefur enga rökhugsun og þegar þau eru komin út í horn í rökræðunum er ævinlega sagt: "Það má segja bææææði" (lesist með eric cartman rödd þegar hann segir, but mooooom) eða "bæði er rétt" eða "ég er að skrifa mastersritgerð í íslensku, ég veit um hvað ég er að tala" ... eins og fósturmóðir mín.
Ég læt meira fara í taugarna á mér, eins og einhver í þessum þræði, þegar fólk segir: "víst þú getur þetta..."
(mikið lifandi skelfingar ósköp er ég ánægður með þennan kall, thumbs up)
Eða þegar einhver fallbeygir augljós orð vitlaust eins og þráður, þágufallið af orðinu þráður er þræði, ekki þráði... þráði er sagnorðið þrá í fyrstu persónu og þátíð.
Nariur skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Tiesto skrifaði:Það bara passar enganveginn , tld. "Ég ætla að kaupa mér talvaleik"?
Shit hvað ég þoli ekki svona dæmi. Ég segi tölva, en jeeez.
Fólk sem segir 't-alva' fallbeygir það t-alva, tölvu, tölvu, tölvu ekki t-alva, t-alvu, t-alvu, t-alvu. Það er bara nefnifallið sem breytist.
talvuleikur - nf.
Hahahaha góður, fall samsettra orða ræðst alltaf af falli seinna orðsins burtséð frá því í hvaða falli fyrra orðið er í. Ég er sammála froskinum..
... frosknum? má augljóslega segja bæði
t.d. útvarpssaga - nf
útvarps - ef
saga - nf