Símhringingar fyrirtækja
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1068
- Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
- Reputation: 12
- Staða: Ótengdur
Símhringingar fyrirtækja
Eru fleiri en ég orðnir langþreyttir á símhringingum frá símafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum? Ég er ekki frá því að Tal og Síminn séu að leggja mig í einelti. Síminn hringir svona cirka á 3. mánaða fresti í mig til að reyna að fá mig til að skipta um símafyrirtæki. Tal hringdu fyrir 3 vikum síðan (töluðu reyndar þá við konuna mína en hún sagði nei takk). Hringdu svo aftur í mig í gær. Í hvert skipti segi ég þeim að ég vilji ekki fá svona símtöl (kurteisislega) en það virðist ekki skipta þá neinu máli. Er bara hlustað á mann ef maður er reiður og dónalegur?
Tryggingamiðlun Íslands og eitthvað sparnaðarfyrirtæki eru einnig dugleg að hringja í mig. Ég skráði mig í símaskránna með rauðan kross fyrir framan bæði heima-og farsímann en það virðist ekki breyta neinu. Ég spurði um daginn einhverja stelpu sem hringdi í mig af hverju hún væri að hringja, ég væri skráður í símaskránna að ég vildi ekki svona símtöl. Þá fékk ég það svar til baka að þau notuðu ekki símaskránna við að fletta upp númerinu heldur þjóðskrá.
Varð bara að koma þessu frá mér, þetta er orðið ansi pirrandi. Svo er ekkert hægt að ignora þessi símtöl, þeir hringja þá bara aftur og aftur þar til maður svarar loksins.
Tryggingamiðlun Íslands og eitthvað sparnaðarfyrirtæki eru einnig dugleg að hringja í mig. Ég skráði mig í símaskránna með rauðan kross fyrir framan bæði heima-og farsímann en það virðist ekki breyta neinu. Ég spurði um daginn einhverja stelpu sem hringdi í mig af hverju hún væri að hringja, ég væri skráður í símaskránna að ég vildi ekki svona símtöl. Þá fékk ég það svar til baka að þau notuðu ekki símaskránna við að fletta upp númerinu heldur þjóðskrá.
Varð bara að koma þessu frá mér, þetta er orðið ansi pirrandi. Svo er ekkert hægt að ignora þessi símtöl, þeir hringja þá bara aftur og aftur þar til maður svarar loksins.
Re: Símhringingar fyrirtækja
Ég held að fyrirtækjum beri að athuga hvort þeir sem hringt er í séu bannmerktir, hér er frétt um þetta frá póst og fjarskiptastofnun, ég legg til að fólk taki sig til og tilkynni fyrirtæki til PFS sem virðir ekki bannmerkin; http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=112&module_id=220&element_id=253
Mér finnst alveg óþolandi að þessi fyrirtæki séu ekki að taka mark á bannmerkingunum og einhvernveginn grunar mig að sumir séu bara að líta framhjá bannmerkjunum, þessi saga um að það sé notuð þjóðskrá held ég að sé nú bara uppspuni. Um að gera að leggja bara á minnið hvaða fyrirtæki sé um að ræða, hvaða vöru sé verið að selja og tilkynna kvikindin svo til PFS.
Mér finnst alveg óþolandi að þessi fyrirtæki séu ekki að taka mark á bannmerkingunum og einhvernveginn grunar mig að sumir séu bara að líta framhjá bannmerkjunum, þessi saga um að það sé notuð þjóðskrá held ég að sé nú bara uppspuni. Um að gera að leggja bara á minnið hvaða fyrirtæki sé um að ræða, hvaða vöru sé verið að selja og tilkynna kvikindin svo til PFS.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Ég er alveg jafn þreyttur á þessu, enda er ég farinn að svara bara strax "Ef ég hef áhuga á að koma í viðskipti við ykkur, þá hef ég samband, takk *click*".
Mér finnst þetta persónulega argasti dónaskapur og ætti að vera bannað með öllu. Sími er partur af einkalífi, ekki opinber auglýsingavettvangur.
Mér finnst þetta persónulega argasti dónaskapur og ætti að vera bannað með öllu. Sími er partur af einkalífi, ekki opinber auglýsingavettvangur.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Spyrja um nafn viðkomandi aðila, og segja svo að þú ætlir að hafa samband við neytendastofu (þ.e.a.s. ef þú ert með krossinn). Sleppa dónaskap, hann er algjört last resort.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16489
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Ömurlegast finnst mér samt þega Síminn sjálfur sendir viðskiptavinum sínum sms um hitt og þetta í tíma og ótíma þrátt fyrir rautt X, ég hringdi nokkrum sinnum í 8004000 og síðast var mér sagt að þetta væri bara svona þeir sendu á alla og því væri ekkert hægt að breyta.
Svo fékk konan hringingu frá Hagstofunni held ég að það hafi verið, fyrir svona 8 mánuðum og ég lenti í þvílíkum rökræðum við mannin að það hálfa væri hellingur, hann fullyrti að þeir þyrftu ekki að fara eftir þessu rauðu merkjum, hefðu undanþágu til þess af því að þeir væru Hagstofan.
Ég ætlaði alltaf að kanna málið en gleymdi því svo...
Held það sé best að vera bara með óskráð númer.
Svo fékk konan hringingu frá Hagstofunni held ég að það hafi verið, fyrir svona 8 mánuðum og ég lenti í þvílíkum rökræðum við mannin að það hálfa væri hellingur, hann fullyrti að þeir þyrftu ekki að fara eftir þessu rauðu merkjum, hefðu undanþágu til þess af því að þeir væru Hagstofan.
Ég ætlaði alltaf að kanna málið en gleymdi því svo...
Held það sé best að vera bara með óskráð númer.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 311
- Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: ptr->curr_loc
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Ég skoðaði þetta einhverntíman þegar ég var alveg að verða brjálaður á þessu. Það þarf að kaupa aðgang að gagnagrunni ja.is, þ.e.a.s. til að geta notað forrit til að fletta fólki upp og ath hvort það sé merkt með rauðum krossi t.d. eða fá uppfært símanúmer....segir sig sjálft að fæstir gera þetta.
Einnig hef ég lesið að þessi fyrirtæki kaupi einmitt lista af Hagstofunni - sem er eiginlega alveg út í hött - og þau eru ekki að fara borga fyrir aðgang að símaskrá til að samkeyra listana.
Yfirleitt gríp ég bara frammí og segi nei takk. Það er ekki dónaskapur enda dónaskapurinn að hringja í mig kl 19:10 á kvöldin þegar venjulegt fólk er að borða kvöldmat.
Einnig hef ég lesið að þessi fyrirtæki kaupi einmitt lista af Hagstofunni - sem er eiginlega alveg út í hött - og þau eru ekki að fara borga fyrir aðgang að símaskrá til að samkeyra listana.
Yfirleitt gríp ég bara frammí og segi nei takk. Það er ekki dónaskapur enda dónaskapurinn að hringja í mig kl 19:10 á kvöldin þegar venjulegt fólk er að borða kvöldmat.
pseudo-user on a pseudo-terminal
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Fínt að keyra black-list á símanum sem skellir automatic á viss númer....
Er með númer hjá nokkrum fyrirtækum á svörtum lista hjá mér, auk þess að blocka hringingar frá private numbers...
Er með númer hjá nokkrum fyrirtækum á svörtum lista hjá mér, auk þess að blocka hringingar frá private numbers...
Re: Símhringingar fyrirtækja
Ég get toppað allar þessar sögur strákar mínir!
Þegar ég var uþb.17 ára var hringt í mig frá X banka, ég var ss. hjá Y banka. X banki vildi kynna fyrir mér rosalega hagstætt kort, með góðum og fjölbreyttum fríðindum, en þar sem ég var að hita upp fyrir fótboltaleik sagði ég bara jájá, skal skoða það en þyrfti að heyra í þeim seinna. Nema þeir séu með gervihnött sem leitaði mig niður, að þá hef ég tekið það fram að ég var staðsettur í Fram heimilinu, en vitir menn, hringja þeir ekki 30 min seinna í mig og spyrja hvort ég geti aðeins stökkið út.
Ég hleyp út og vitir menn, er þar ekki svartur Benz, með kolsvartar filmur og stórum álfelgum. Ég er beðinn um að kíkja inn í bílinn og.. geri að og þar er maður og kona í svörtum jakkafötum. Þau spyrja mig hvernig ég hafi það, ég hálf ringlaður og segist vera bara ágætlegafínn. Næsta spurning er hvort þau eigi ekki bara að ganga frá þessu, ég auðvita hélt að þau ætluðu að ganga frá mér svo ég lagðist í fósturstellinguna, saug á þumlinum og grét (allt sem er undirstrikað er ekki alveg satt).
Næsta spurning var ekkert skárri, en þá spurðu þau mig hvort ég væri með debit og kredit kortið mitt, ég svara játandi og þau spyrja hvort þau megi sjá kortin. Ég sýni þeim kortin og þau sýna mér skæri og spyrja hvort þau eigi ekki bara að klippa kortin og flytja mig yfir í banka X á staðnum.
Það er ekki fyrr en fyrst þá þegar ég átta mig á því að þetta eru starfsmenn banka X, og voru sendir til að já.. bókstaflega fá mig yfir í sinn banka.
Þetta var svo öfgakennt að ég íhugaði að fara í mál í góðan tíma.
Annars er ég búinn að taka símanr. mitt úr símaskránni en fæ samt sem áður every now and then hringingu frá tal, ofl. þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið þá um að hætta að hafa samband.
Þegar ég var uþb.17 ára var hringt í mig frá X banka, ég var ss. hjá Y banka. X banki vildi kynna fyrir mér rosalega hagstætt kort, með góðum og fjölbreyttum fríðindum, en þar sem ég var að hita upp fyrir fótboltaleik sagði ég bara jájá, skal skoða það en þyrfti að heyra í þeim seinna. Nema þeir séu með gervihnött sem leitaði mig niður, að þá hef ég tekið það fram að ég var staðsettur í Fram heimilinu, en vitir menn, hringja þeir ekki 30 min seinna í mig og spyrja hvort ég geti aðeins stökkið út.
Ég hleyp út og vitir menn, er þar ekki svartur Benz, með kolsvartar filmur og stórum álfelgum. Ég er beðinn um að kíkja inn í bílinn og.. geri að og þar er maður og kona í svörtum jakkafötum. Þau spyrja mig hvernig ég hafi það, ég hálf ringlaður og segist vera bara ágætlegafínn. Næsta spurning er hvort þau eigi ekki bara að ganga frá þessu, ég auðvita hélt að þau ætluðu að ganga frá mér svo ég lagðist í fósturstellinguna, saug á þumlinum og grét (allt sem er undirstrikað er ekki alveg satt).
Næsta spurning var ekkert skárri, en þá spurðu þau mig hvort ég væri með debit og kredit kortið mitt, ég svara játandi og þau spyrja hvort þau megi sjá kortin. Ég sýni þeim kortin og þau sýna mér skæri og spyrja hvort þau eigi ekki bara að klippa kortin og flytja mig yfir í banka X á staðnum.
Það er ekki fyrr en fyrst þá þegar ég átta mig á því að þetta eru starfsmenn banka X, og voru sendir til að já.. bókstaflega fá mig yfir í sinn banka.
Þetta var svo öfgakennt að ég íhugaði að fara í mál í góðan tíma.
Annars er ég búinn að taka símanr. mitt úr símaskránni en fæ samt sem áður every now and then hringingu frá tal, ofl. þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið þá um að hætta að hafa samband.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16489
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Það toppar engin söguna þína daanielin, láttu nú einhvern taka mynd af þér grátandi í fósturstellingunni með þumalinn ofan í koki og póstaðu hingað inn.
Annars vil ég þakka siminn fyrir að lesa spjallið og að senda mér pm. í kjölfarið og taka númerin mín af þessum sms lista.
Takk takk
Annars vil ég þakka siminn fyrir að lesa spjallið og að senda mér pm. í kjölfarið og taka númerin mín af þessum sms lista.
Takk takk
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1022
- Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
- Reputation: 1
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
ég mæli bara með að vera yngri en 18. ára þá má ekki bjóða manni svona samninga. ég er alveg látinn vera
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
fridrih skrifaði:Ég held að fyrirtækjum beri að athuga hvort þeir sem hringt er í séu bannmerktir, hér er frétt um þetta frá póst og fjarskiptastofnun, ég legg til að fólk taki sig til og tilkynni fyrirtæki til PFS sem virðir ekki bannmerkin; http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=112&module_id=220&element_id=253
Mér finnst alveg óþolandi að þessi fyrirtæki séu ekki að taka mark á bannmerkingunum og einhvernveginn grunar mig að sumir séu bara að líta framhjá bannmerkjunum, þessi saga um að það sé notuð þjóðskrá held ég að sé nú bara uppspuni. Um að gera að leggja bara á minnið hvaða fyrirtæki sé um að ræða, hvaða vöru sé verið að selja og tilkynna kvikindin svo til PFS.
LOL ég var að vinna við úthringingar hjá capacent og þar er tekið úrtak af þjóðinni gegnum þjóðskrá sem er ekkert tengt einhverjum bannmerkjum í símaskrám, skil ekki þetta væl þar sem það er svipað mikið vesen að breyta þessu í þjóðskrá eins og setja einhvern rauðann kross í símaskránna
þó eru eflaust mörg fyrirtæki sem nota eitthvað annað úrtak og hunsa þessar bannmerkingar, en það er algengur miskilningur að fyrirtæki á borð við capacent gallup geri slíkt
takk fyrir
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Re: Símhringingar fyrirtækja
"Heyrðu ég bara er að setjann'inn getur þú hringt seinna í kvöld ?"
Nörd
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 311
- Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: ptr->curr_loc
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Ég trúi heldur capacent ekki til þess að ignora bannmerkingar. Enda þurfa þeir ekki að fara eftir bannmerkingunni í símaskránni þar sem hún bannar bara að hringt sé í fólk til að selja þeim eitthvað. Ég tékkaði á þessu áður en ég lét bannmerkja mig þar sem að ég vildi ekki loka fyrir capacent og aðra sem framkvæma skoðanakannanir þar sem ég tel skoðanakannanir almennt vera mikilvægar fyrir samfélagið.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1068
- Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
- Reputation: 12
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Er maður ekki að borga eitthvað pínu aukalega til að vera bannmerktur í símaskránni? Eiginlega kjánalegt að bjóða upp á þetta ef enginn fer svo eftir þessu.
En já ég held að besta hugmyndin sé að vera ekkert með símanúmerið skráð í símaskránna. En fletta þeir því þá ekki bara upp hjá Hagstofunni eða eitthvað álíka fyrst þeir nota ekki símaskránna?
Annars er sagan hjá danieelin svakaleg, það var svo mikið kjaftæði í gangi kringum þessa banka. Alveg hreint ótrúleg starfsemi og alveg örugglega ólögleg, sérstaklega í ljósi þess að þú varst bara 17 ára.
Fyrir einhverjum árum lenti ég einmitt í þessum fjandans KB starfsmönnum í Kringlunni sem áreittu alla. Skrifaði undir einhvern fjanda í heimsku minni til að losna við þá, einhver lífeyrissparnaður. Svo í kjölfarið hringdu þeir og hringdu, alltaf að spyrja hvar ég væri að vinna o.fl. Var bara í framhaldsskólanámi á þessum tíma minnir mig. Svo var brjálað vesen að segja þessu upp. Prentaði út eitthvað plagg, skrifaði undir og fékk tvo votta að auki, faxaði til höfuðstöðvanna. Það var hinsvegar ekki nóg, þeir virtust ekki kannast við að hafa fengið það og sögðu mér að gera þetta aftur. Gerði þetta tvisvar aftur en aldrei virtust þeir kannast við þetta (það voru þeir sem sögðu mér að faxa þetta til sín). En að lokum hættu þeir svo að hringja, veit ekkert hvort mér hafi tekist að skrá mig úr þessu eða ekki. En ég borgaði allavega aldrei í sjóðinn. Þetta tók einhver 2-3 ár og í hvert skipti sem þeir hringdu á þessu tímabili fór dágóður tími í þras um að ég væri búinn að skrá mig úr þessu. Síðan þá hef ég lært mína lexíu....
En já ég held að besta hugmyndin sé að vera ekkert með símanúmerið skráð í símaskránna. En fletta þeir því þá ekki bara upp hjá Hagstofunni eða eitthvað álíka fyrst þeir nota ekki símaskránna?
Annars er sagan hjá danieelin svakaleg, það var svo mikið kjaftæði í gangi kringum þessa banka. Alveg hreint ótrúleg starfsemi og alveg örugglega ólögleg, sérstaklega í ljósi þess að þú varst bara 17 ára.
Fyrir einhverjum árum lenti ég einmitt í þessum fjandans KB starfsmönnum í Kringlunni sem áreittu alla. Skrifaði undir einhvern fjanda í heimsku minni til að losna við þá, einhver lífeyrissparnaður. Svo í kjölfarið hringdu þeir og hringdu, alltaf að spyrja hvar ég væri að vinna o.fl. Var bara í framhaldsskólanámi á þessum tíma minnir mig. Svo var brjálað vesen að segja þessu upp. Prentaði út eitthvað plagg, skrifaði undir og fékk tvo votta að auki, faxaði til höfuðstöðvanna. Það var hinsvegar ekki nóg, þeir virtust ekki kannast við að hafa fengið það og sögðu mér að gera þetta aftur. Gerði þetta tvisvar aftur en aldrei virtust þeir kannast við þetta (það voru þeir sem sögðu mér að faxa þetta til sín). En að lokum hættu þeir svo að hringja, veit ekkert hvort mér hafi tekist að skrá mig úr þessu eða ekki. En ég borgaði allavega aldrei í sjóðinn. Þetta tók einhver 2-3 ár og í hvert skipti sem þeir hringdu á þessu tímabili fór dágóður tími í þras um að ég væri búinn að skrá mig úr þessu. Síðan þá hef ég lært mína lexíu....
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1947
- Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
- Reputation: 15
- Staðsetning: C:\Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Allveg óþolandi þegar notað er símann sen auglýsingar. Pantaði einu sinni pítsu hjá dominos og nota gsm-númerið mitt. Svo 2 vikum seinna á aðfangadag klukkan 6 fæ ég sms frá dominos með skilaboðunum: " Gleðileg jól og farsælt komandi ár -Dominos". Fannst þetta ekkert nema dónaskapur.
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Tiesto skrifaði:Allveg óþolandi þegar notað er símann sen auglýsingar. Pantaði einu sinni pítsu hjá dominos og nota gsm-númerið mitt. Svo 2 vikum seinna á aðfangadag klukkan 6 fæ ég sms frá dominos með skilaboðunum: " Gleðileg jól og farsælt komandi ár -Dominos". Fannst þetta ekkert nema dónaskapur.
Allveg óþolandi !!
Búinn að fá 4 sms í dag þar sem fyrirtæki eru að óska mér til hamingju með afmælið
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
fridrih skrifaði:Til hamingju með afmælið
Haha takk
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1068
- Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
- Reputation: 12
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Já hvernig afskráir maður sig af svona sms-listum? Á maður bara að hringja í símafyrirtækið, eru þeir með yfirlit um þetta?
Ef maður slysast til að taka þátt í svona sms leikjum hjá fyrirtækjum þá er oft smátt letur sem stendur: "Með þátttöku samþykkir þú að vera settur á sms-póstlista."
Ef maður slysast til að taka þátt í svona sms leikjum hjá fyrirtækjum þá er oft smátt letur sem stendur: "Með þátttöku samþykkir þú að vera settur á sms-póstlista."
Re: Símhringingar fyrirtækja
Hargo skrifaði:Er maður ekki að borga eitthvað pínu aukalega til að vera bannmerktur í símaskránni? Eiginlega kjánalegt að bjóða upp á þetta ef enginn fer svo eftir þessu.
En já ég held að besta hugmyndin sé að vera ekkert með símanúmerið skráð í símaskránna. En fletta þeir því þá ekki bara upp hjá Hagstofunni eða eitthvað álíka fyrst þeir nota ekki símaskránna?
Annars er sagan hjá danieelin svakaleg, það var svo mikið kjaftæði í gangi kringum þessa banka. Alveg hreint ótrúleg starfsemi og alveg örugglega ólögleg, sérstaklega í ljósi þess að þú varst bara 17 ára.
Fyrir einhverjum árum lenti ég einmitt í þessum fjandans KB starfsmönnum í Kringlunni sem áreittu alla. Skrifaði undir einhvern fjanda í heimsku minni til að losna við þá, einhver lífeyrissparnaður. Svo í kjölfarið hringdu þeir og hringdu, alltaf að spyrja hvar ég væri að vinna o.fl. Var bara í framhaldsskólanámi á þessum tíma minnir mig. Svo var brjálað vesen að segja þessu upp. Prentaði út eitthvað plagg, skrifaði undir og fékk tvo votta að auki, faxaði til höfuðstöðvanna. Það var hinsvegar ekki nóg, þeir virtust ekki kannast við að hafa fengið það og sögðu mér að gera þetta aftur. Gerði þetta tvisvar aftur en aldrei virtust þeir kannast við þetta (það voru þeir sem sögðu mér að faxa þetta til sín). En að lokum hættu þeir svo að hringja, veit ekkert hvort mér hafi tekist að skrá mig úr þessu eða ekki. En ég borgaði allavega aldrei í sjóðinn. Þetta tók einhver 2-3 ár og í hvert skipti sem þeir hringdu á þessu tímabili fór dágóður tími í þras um að ég væri búinn að skrá mig úr þessu. Síðan þá hef ég lært mína lexíu....
Mér hefur aldrei verið nauðgað í bókstaflegri merkingu... en mér leið eins og mér hafi verið nauðgað þegar ég skrifaði undir eitthvað plagg hjá einhverjum tönuðum sveittum bankastarfsmanni frá KB í Smáralind.. Mér varð allavega óglatt eftir það og hugsaði shitt hvað var ég að skrifa undir..
i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Ég hringdi nú einu sinni nánast frítt úr gemsa í heilt ár. Var hjá Símanum en Vodafone bað mig um að koma yfir til sín og gáfu mér inneign í 6 mánuði. Eftir 6 mánuði hringdi svo Síminn í mig og gaf mér inneign í 6 mánuði fyrir að koma yfir til sín.
Frekar sweet yall bitches.
Frekar sweet yall bitches.
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
- Reputation: 12
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Hæ
Skrá sig á bannlista hjá Þjóðskrá hérna: http://www3.fmr.is/pages/1021
Flest fyrirtæki nota þjóðskránna til að taka úrtak, en ekki símaskránna.
Takið samt eftir smáaletrinu: Rannsóknir sem falla undir svokallaðar vísindarannsóknir eru undanskildar: Hagstofan felur undir þetta.
kv
Skrá sig á bannlista hjá Þjóðskrá hérna: http://www3.fmr.is/pages/1021
Flest fyrirtæki nota þjóðskránna til að taka úrtak, en ekki símaskránna.
Takið samt eftir smáaletrinu: Rannsóknir sem falla undir svokallaðar vísindarannsóknir eru undanskildar: Hagstofan felur undir þetta.
kv
-
- Gúrú
- Póstar: 570
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 36
- Staða: Ótengdur
Re: Símhringingar fyrirtækja
Ég er með leyninúmer og hef alltaf verið skráður þannig allveg frá því að ég fékk mér gemsa fyrir fjöldamörgum árum síðan. Fæ nánast aldrei símtöl hvorki frá Hagstofu, Símafyrirtækjum eða öðrum. Síðasta símtal sem ég fékk var frá símanum þar sem ég hef viðskifti þar sem mér var boðið að fá frían router og sjónvarpslykil (já það er langt síðan) en ég afþakkaði í hvelli því ég á minn eigin router og horfi ekki á íslenskt sjónvarp (er með SKY )
Sé ekki ástæðu til að hafa símanúmerið í símaskrá því að allir þeir sem þurfa að hringja í mig hafa númerið hjá mér og aðrir sem þurfa að ná í mig verða þá bara að finna það út með öðrum leiðum.
Sé ekki ástæðu til að hafa símanúmerið í símaskrá því að allir þeir sem þurfa að hringja í mig hafa númerið hjá mér og aðrir sem þurfa að ná í mig verða þá bara að finna það út með öðrum leiðum.