Varðandi að togarar hafi komið og hreinsað upp fiskimiðin hjá Spáni og Portúgal þá er það allt annar handleggur, nágrannaþjóðir Spánar og Portúgal voru með mikla veiðireynslu innan lögsögu Spánverja og Portúgala og fengu því veiðiréttindi þar, þar er líka í flestum tilfellum um að ræða sameiginlega stofna.
Önnur evrópuríki eru hinsvegar ekki með veiðireynslu innan íslenskrar lögsögu og eiga því ekki eftir að fá kvóta innan íslenskrar lögsögu, í þokkabót er ekki heldur um sömu stofna að ræða nema í fáum tilfellum (og ekki þeim verðmætustu), í slíkum tilfellum munu erlendir togarar væntanlega geta veitt þær tegundir innan íslenskrar lögsögu, sem breytir ekki miklu máli þar sem að það er hvort sem er bara sá kvóti sem þeir voru áður með fyrir viðkomandi tegund, eina sem breytist er að þeir geta sótt kvótann inn í okkar lögsögu, og það sama mun eiga við um okkur, þ.e.a.s. við getum sótt okkar kvóta á þessum tegundum inn í lögsögu annarra ríkja.
Svo er það náttúrulega rétt að það er ekkert hægt að fullyrða um hvernig sjávarútvegsmálin verða fyrr en að aðildarsamningurinn liggur fyrir. Mér finnst ekki ólíklegt að við fáum nokkuð góðan aðildarsamning hvað sjávarútvegsmálin varðar þar sem að sjávarútvegur er svo mikilvægur atvinnuvegur á Íslandi og það er eitthvað sem er yfirleitt tekið tillit til í aðildarviðræðum (t.d. Malta fékk vissa undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB).
Evrópusambandið breytist mjög hratt, og eftir 20 ár þá mun þá vanta fisk og þá munu þeir taka af okkur fiskinn. Og eftir 30 ár þá mun þá vanta orku og þá munu þeir taka af okkur orkuna. Ekki spurning!"
Björn Bjarnason tók í svipaðan streng:
þú talar um ESB eins og það sé einhver einn aðili, hver er það sem á að taka svona ákvörðun eftir 20 ár? hvernig heldurðu að ESB virki? Að einhver Darth Vader sitji við eitthvað borð og taki ákvörðum um hvað eigi að gera? Allar breytingar þarf að taka fyrir í þinginu, ráðherraráðinu og/eða leiðtogaráðinu þar sem að ísland mundi hafa aðkomu að málum og hafa neitunarvald í öllum þeim málum sem mundu hafa í för með sér breytingu á aðildarsamningi íslands, þar af leiðandi mundu íslendingar náttúrulega aldrei samþykkja breytingar sem kæmu sér illa fyrir ísland og vörðuðu málefni sem væru í aðildarsamningnum okkar.
Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því að aðildarsamningur verður hluti að grunnsáttmála ESB. Það er því ekki hægt að gera neinar breytingar á sambandinu sem mundu breyta aðildarsamningi nokkurs ríkis. Allar svona fullyrðingar um að eftir 20 ár breytist hitt og þetta og ESB komi og taki allan fiskinn okkar og allar auðlindirnar okkar eru því alger fjarstæða og ekkert nema tilhæfulaus hræðsluáróður.