BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf Hargo » Fös 27. Ágú 2010 16:15

Ég er með Toshiba Satellite Pro fartölvu sem er með BIOS password. Það er búið að reyna vitlaust password svo oft að núna leyfir hún manni ekki að starta upp í windowsið lengur.

Það er nýtt Windows 7 á vélinni og það vantaði Mass Storage Controller driverinn (var áður Windows Vista á vélinni). Það voru fáir driverar til á heimasíðu Toshiba fyrir Windows 7 þannig að gaurinn ákvað að updeita BIOS-inn. Nema hvað hann notaði BIOS uppfærslu fyrir Vista og hún stoppaði í miðjum klíðnum og sagði að þetta væri ekki leyfilegt stýrikerfi. Hann reyndi að flassa hann í gegnum Windows.

Allvega, núna er ekki hægt að komast inn í BIOSinn út af því hann biður alltaf um password. Er búinn að googla algeng Phoenix BIOS standard password en ekkert gengur. Er ekki eina leiðin að resetta CMOS með því að opna fartölvuna og taka CMOS batteryið úr? Það virðist samt hafa verið tekið afrit af fyrri BIOS en það er til lítils ef ég kemst ekki inn í tölvuna.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf AntiTrust » Fös 27. Ágú 2010 16:23

Afar, afar, afar sjaldgæft að BIOS flash (taka CMOS batt úr) refreshi BIOS PW.

Það sem þú þarft líklega að gera er að gúgla þér til um hvaða tvö puntka á móðurborðinu þú þarft að leiða saman til að núlla passwordið. Slíkt er oft hægt að finna á public tech síðum á netinu, en stundum þarf að hafa samband við umboðsaðila og fá þá til að fletta þessu upp á lokuðum tech support svæðum.




topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf topas » Fös 27. Ágú 2010 16:43

Það getur vel dugað að taka cmos batteryið úr vélinni í klukkutíma. Ég gerði þetta sjálfur um daginn með ca 4 ára asus vél og það virkaði.

Annars eru líka til forrit sem resetta passwordin. En þá þarftu líklega að koma xp upp á vélina og keyra svo slíkt forrit.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf Hargo » Fös 27. Ágú 2010 16:47

Kemst ekkert upp í vélina þannig að ég held að eina leiðin sé að opna hana.

Er þetta einhver svona aðgerð sem þú ert að tala um AntiTrust?
http://toshibatips.blogspot.com/2008/12/how-to-reset-toshiba-portege-m600-cmos.html


Ætla fyrst að prófa að taka CMOS batteryið úr í dágóðan tíma og sjá hvað gerist.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf AntiTrust » Fös 27. Ágú 2010 16:49

topas skrifaði:Það getur vel dugað að taka cmos batteryið úr vélinni í klukkutíma. Ég gerði þetta sjálfur um daginn með ca 4 ára asus vél og það virkaði.

Annars eru líka til forrit sem resetta passwordin. En þá þarftu líklega að koma xp upp á vélina og keyra svo slíkt forrit.


Getur dugað já, en ekki algengt. Hvað varðar Toshiba og Fujitsu vélar þarf oftast að leiða saman tvo póla á móðurborðinu til að núlla út.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf beatmaster » Fös 27. Ágú 2010 16:59

Varstu búinn að prufa eitthvað af eftirfarandi lykilorðum (case sensetive) ?

BIOS, CMOS, phoenix, eða PHOENIX


Kanski gagnast þetta þér eitthvað


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf Hargo » Fös 27. Ágú 2010 17:58

Já er búinn að prófa þessi helstu password. Fann einmitt einhvern svona lista yfir þetta helsta og einnig eftir tölvuframleiðendum líka.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf Hargo » Fös 27. Ágú 2010 19:56

Sýnist ekkert vera hægt að taka CMOS batterýið úr. Þetta er nú meira vesenið. Veit eiginlega ekki hvað ég geri núna...



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf Hargo » Lau 28. Ágú 2010 12:26

Hendi inn lausninni ef einhver skyldi lenda í sama vandamáli og ég seinna meir.

Þetta er sem sagt komið í lag. Það var hægt að resetta CMOS með því að leiða á milli tveggja póla sem voru undir RAM-inu (Pad J1).

Það var Tölvuþjónusta Nördsins (notandi: Nördinn) sem sendi mér einkaskilaboð hér á Vaktinni og hjálpaði mér í gegnum þetta með leiðbeiningum hvar þessi Pad J1 væri staðsettur. Framúrskarandi þjónusta og ég get varla þakkað þeim nægilega mikið fyrir að nenna að aðstoða mig í gegnum þetta núna um helgina.

Hinsvegar tók ég alla vélina í sundur fyrir ekki neitt þar sem þetta var nú bara þarna beint undir vinnsluminninu :lol:
Oh jæja, alltaf er maður að læra eitthvað nýtt....




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: BIOS vesen í Toshiba Satellite Pro fartölvu

Pósturaf AntiTrust » Lau 28. Ágú 2010 14:55

Hate to say I told you so ;)

Gott að þetta leystist.