Ég var að fá 3G nettengil frá Vodafone til að nota úti á landi. Ég komst í fyrstu ekkert inn á neitt 3G netkerfi og tengdist því með Edge / GPRS og notaði 10MB í umferð þannig. Mér tókst þó loksins að tengjast 3G neti núna.
Ég er bara að pæla, kostar ekki Edge/GPRS óhemju mikið miðað við 3G? Hafið þið einhverja hugmynd um hvað hvert MB kostar á því?
3G, Edge og GPRS verðmunur
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: 3G, Edge og GPRS verðmunur
Mér finnst glatað að þurfa að borga fyrir innlent http/80 download á 3G. Borga fyrir að lesa fréttirnar... steinöld much wtf?
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Re: 3G, Edge og GPRS verðmunur
Ef fólk er tilbúið til að borga fyrir það að þá verður þetta rukkað upp í topp.
Það er ekki lögbundinn neins að geta lesið fréttir án tilkostnaðar.
En svo ég svari upprunalega póstinum sem byrjaði þennan þráð að þá er þetta rukkað pr MB, Vodafone síðan er niðri þannig að ég get ekki sagt þér hversu mikið nákvæmlega þú borgar fyrir þetta en eflaust eru það einhverjir tíkallar bara.
er engin notkun innifalin hjá þér ? Ég borga 890 kr fyrir 500mb hjá Símanum, það hefur alltaf dugað mér og ég aldrei farið yfir.
Það er ekki lögbundinn neins að geta lesið fréttir án tilkostnaðar.
En svo ég svari upprunalega póstinum sem byrjaði þennan þráð að þá er þetta rukkað pr MB, Vodafone síðan er niðri þannig að ég get ekki sagt þér hversu mikið nákvæmlega þú borgar fyrir þetta en eflaust eru það einhverjir tíkallar bara.
er engin notkun innifalin hjá þér ? Ég borga 890 kr fyrir 500mb hjá Símanum, það hefur alltaf dugað mér og ég aldrei farið yfir.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3123
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 3G, Edge og GPRS verðmunur
Mér finnst líka glatað að þurfa að borga fyrir allt gagnamagn á 3G netinu og nota-bene líka upload!
Get svosem skilið þetta, ef allt gagnamagn væri innifalið í föstu mánaðarverði, þó það væri ekki nema bara innanlandstraffík, þá er ég viss um að notkunin á þessu myndi aukast svo mikið að kerfið myndi ekki þola það.
Á einhverjum tímapunkti mun þetta þó vonandi breytast og a.m.k innlend traffík, bæði DL og UL verða ókeypis. Þá eykst notagildið á þessu alveg svakalega.
Get svosem skilið þetta, ef allt gagnamagn væri innifalið í föstu mánaðarverði, þó það væri ekki nema bara innanlandstraffík, þá er ég viss um að notkunin á þessu myndi aukast svo mikið að kerfið myndi ekki þola það.
Á einhverjum tímapunkti mun þetta þó vonandi breytast og a.m.k innlend traffík, bæði DL og UL verða ókeypis. Þá eykst notagildið á þessu alveg svakalega.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: 3G, Edge og GPRS verðmunur
wicket skrifaði:Ef fólk er tilbúið til að borga fyrir það að þá verður þetta rukkað upp í topp.
Það er ekki lögbundinn neins að geta lesið fréttir án tilkostnaðar.
En svo ég svari upprunalega póstinum sem byrjaði þennan þráð að þá er þetta rukkað pr MB, Vodafone síðan er niðri þannig að ég get ekki sagt þér hversu mikið nákvæmlega þú borgar fyrir þetta en eflaust eru það einhverjir tíkallar bara.
er engin notkun innifalin hjá þér ? Ég borga 890 kr fyrir 500mb hjá Símanum, það hefur alltaf dugað mér og ég aldrei farið yfir.
Ég veit ekki betur en að það sé fjölmiðill á vegum ríkisins sem sér um að koma fréttum til almennings og tilkostnaðurinn á bakvið hann er með þessum blessuðu útvarpsgjöldum sem við borgum árlega.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Re: 3G, Edge og GPRS verðmunur
intenz skrifaði:wicket skrifaði:Ef fólk er tilbúið til að borga fyrir það að þá verður þetta rukkað upp í topp.
Það er ekki lögbundinn neins að geta lesið fréttir án tilkostnaðar.
En svo ég svari upprunalega póstinum sem byrjaði þennan þráð að þá er þetta rukkað pr MB, Vodafone síðan er niðri þannig að ég get ekki sagt þér hversu mikið nákvæmlega þú borgar fyrir þetta en eflaust eru það einhverjir tíkallar bara.
er engin notkun innifalin hjá þér ? Ég borga 890 kr fyrir 500mb hjá Símanum, það hefur alltaf dugað mér og ég aldrei farið yfir.
Ég veit ekki betur en að það sé fjölmiðill á vegum ríkisins sem sér um að koma fréttum til almennings og tilkostnaðurinn á bakvið hann er með þessum blessuðu útvarpsgjöldum sem við borgum árlega.
Í sjöhundraðasta sinn þá er bandvídd yfir loft afskaplega takmörkuð auðlind og ef að hún væri alveg ókeypis þá væri hún búin 8 mínútum síðar.
Vinsamlegast bentu okkur á lagagreinarnar sem veita þér rétt til að lesa fréttir yfir 3G ókeypis.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 3G, Edge og GPRS verðmunur
Ég er hjá Nova og hef 150mb á mánuði í notkun án þess að borga neitt. Hef aldrei þurft að nota meira en það enda síminn með WiFi og reyni að tengjast svoleiðis þar sem það er til staðar. Þá minnkar 3G notkun til muna.
Have spacesuit. Will travel.
Re: 3G, Edge og GPRS verðmunur
Til að svara upphaflega innlegginu, þá er enginn verðmunur. Mb niðurhalað gegnum EDGE, HSDPA eða gamla hæga GPRS kostar það sama.
Re: 3G, Edge og GPRS verðmunur
intenz skrifaði:Ég veit ekki betur en að það sé fjölmiðill á vegum ríkisins sem sér um að koma fréttum til almennings og tilkostnaðurinn á bakvið hann er með þessum blessuðu útvarpsgjöldum sem við borgum árlega.
Útvarpsgjöldin sem við greiðum eru nefskattur og fara í rekstur á Ríkisútvarpinu/Sjónvarpi og tengjast á engan hátt þeim dreifikerfum sem í landinu eru og eru í eigu einkaaðila.
Það er ekki lögbundinn réttur neins að geta horft á fréttir þó að þú borgir nefskatt. Ef Fangelsismálastofnun setur fanga í einangrun er hún ekkert stöðvuð kl 19:00 svo að viðkomandi geti horft á fréttir sem hluti af hans mannréttindum og vegna þess að viðkomandi borgar nefskatt sem fer til Ríkisútvarpsins.
Ég ætla ekki að fara að rökræða þetta við þig, það liggur svo augljóst fyrir hvernig þetta virkar.