ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Mán 05. Júl 2010 23:23

Nú er svo komið að mig vantar reynslusögur/ráð frá þeim sem hafa vit á. Nú er ég að fara að endurskipuleggja (aftur og nýbúinn) server umhverfið hérna heima.

Planið er sumsé að færa allt yfir í Virtual Umhverfi. Nú er ég búinn að vera að fikta með þessa helstu hypervisora sem eru í boði :

XenServer 5
ESXi 4.0 / vSphere
MS 2008 Hyper-V Standalone


Ég veit vel að það er einfaldlega hægt að fara einföldu leiðina og setja upp W2K8 R2 og setja upp Hyper-V sem role, en þá er ég hinsvegar að eyða helvítis helling performance í overhead á OS-i sem gerir lítið annað en að vera layer.

Það sem ég hef komist að so far um hvert og eitt :

XenServer 5 - Fínn, einfaldur, þæginlegt console-ið, góður VM véla manager (XenCenter) og á að vera eitt af þeim bestu þegar kemur að því að keyra nokkrar vélar undir álagi. Pínu flókið, en hvað er það svosem ekki í fyrstu.

Hyper-V - Ókeypis, auðveldur í uppsetningu, einfalt setting console, auðvelt að googla sér til cmd´s. Hinsvegar er VIÐBJÓÐSLEGA lítið support að mér finnst fyrir standalone útgáfuna, og meira en lítið mál bara að koma Server Managernum í samband við serverinn, endalaust af scriptum, permissions, firewall exeptions of flr. sem þarf að gera bara til að ná sambandi, nokkuð sem ég er oft ennþá í ströggli með.

ESXi/vSphere - Öflugur, rosalega þæginlegt install viðmót, einfaldasta platformið sem ég hef komist í kynni við so far (af non-GUI útgáfum). Ekkert aukalegt sem þarf að sækja, ferð beint inn á http:\\serverip og sækir öll tól sem sem þarf, engin permissions, engar exceptions, ekkert vesen. Þæginlegur VM vélamanager. Ókostirnir eru helvíti stórir, en það er MJÖG limited hardware support og þyrfti ég basicly að kaupa mikið nýtt ef ekki allt fyrir server vél til að hafa þetta fully supported og ekkert skítamix.

Ég er með tvær grófar hugmyndir að setupi. Aðalhlutverk networksins hérna heima er media streaming/media file storage, og image backup af öllum 8 vélunum hérna heima. Kemur hugsanlega til með að breytast með tilkomu domain servers og Win Deployment/Zero touch installation ef í það verður farið. Hinsvegar koma til með að verða keyrðar af og til margar virtual vélar á sama tíma, tengt námi og vinnu.

Setup 1

Ein physical host server vél, C2D CPU, 8GB DDR2, GigaByte P35 MB, 10/100/1000, 8x1.5TB storage í hardware RAID5 + 2x500GB system diskar í RAID1 á sér RAID ctrlr, hardware.

Keyrir á virtualplatformi m. hypervisor og þar ofan á verða :
WinServer2008 R2 sem AD, DNS, DHCP, Windows Deployment services og flr.
Linuxdistro (SmoothWall t.d.) sem sér um eldveggsmál, jafnvel að þjóna sem router.
WHS2008 (Vail), sér um image backup, storage pool, auðvelda remote mál, streaming media, network monitoring. Ekki víst þó að af því verði, ef ég fer í linuxbox sem storage, sjá neðar.
W7 client vél fyrir testing og R&D
Linux Client vél fyrir fikt, testing.

Setup 2

Ein physical host server vél, C2D CPU, 8GB DDR2, GigaByte P35 MB, 10/100/1000, 2x500GB system diskar í RAID1 á hardware ctrlr.

Önnur physical vél, hardware unknown, yrði keypt ef þyrfti, myndi skoða það nánar ef þetta væri raunhæft.
Myndi keyra e-rskonar OS hentugt fyrir storage, FreeNAS eða e-ð annað sem myndi styðja NFS, er mikið að skoða það. Væri gott ef fólk myndi benda mér t.d á galla og kosti við NFS, þar sem ég hef aldrei persónulega notfært mér það.

Ef ég fer í sér storagebox/file server kem ég líklega til með að kaupa mér Norco 4020

Nú vantar mig ráðfæringar frá þeim sem þekkja betur til þar sem ég ætla að gera þetta vel, útpælt, og hef nægan tíma til að hugsa þetta betur út og plana þar sem ég kem ekki til með að framkvæma neitt þar til WHS 2008 kemur út, ef ég ákveð að hafa hann með, hugsanlega læt ég W2K8 duga. Hvaða hardware ætti ég að skoða frekar, hvaða hardware væri öflugt fyrir storage server, NFS uppsetningu. Styður NFS RAID easily, eru kostir eða gallar við það, mikið overhead? Er nóg að hafa bara eitt stórt RAID5 volume? Hvaða hypervisor hefur verið að reynast mönnum best? Allar uppástungur vel þegnar, en sem minnst af bulli.



Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf Jimmy » Mán 05. Júl 2010 23:27

Mynd


~

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf einarhr » Mán 05. Júl 2010 23:39

Jimmy skrifaði:Mynd

thumbs up "Like"

Antitrust,sorry að ég var off topic, er samt að fíla þetta hjá þér. Vonandi gengur þetta allt upp hjá þér.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf andribolla » Þri 06. Júl 2010 00:36

Ertu pælingin semsagt að hætta að nota WHS og fara að nota FreeNas eða eithvað svipan Os ?

Mér hefur heirst á þér hingað til að WHS væri með því betra sem M.S. hafa gefið frá sér ;)




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Þri 06. Júl 2010 00:42

andribolla skrifaði:Ertu pælingin semsagt að hætta að nota WHS og fara að nota FreeNas eða eithvað svipan Os ?

Mér hefur heirst á þér hingað til að WHS væri með því betra sem M.S. hafa gefið frá sér ;)


Tjah, sko.

WHS 2003 er of ófullkominn í þetta setup sem ég ætla mér í, m.a. vegna lélegs stuðnings við stór RAID array, og mikið vesen að hafa hann á domain-i, þótt það sé hægt með skítamixi. Aðallega þó er hann of óöruggur, þar sem það er ekki hægt að láta hann taka afrit af sjálfum sér, þeas stýrikerfispartitoninu.

Þessu hefur hinsvegar flestu verið reddað í WHS vail, m.v. beturnar sem ég hef verið að prufa. Á hinsvegar ennþá eftir að sjá hversu mikið magn af diskum og total storage plássi WHS höndlar, þar sem ég verð kominn hátt í 20Tb eða hærra innan 12mán m.v. hraðann sem ég er að stækka við mig. Einnig á eftir að koma í ljós hversu þýður WHS verður inn á domain.

En svo er spurning hvort maður hefur nokkuð með WHS að gera, ef maður er með full blown 2008 server R2 uppsettan í öllu sínu veldi. Hvort það sé ekki hentugra að hafa einfaldlega eitt stórt huge storage pool samansett úr RAID5.

Málið með WHS er að þetta stýrikerfi hittir á rosalega spes hóp. Þetta er fyrir þá sem kunna aðeins á tölvur, en samt aðeins of limited fyrir þá sem kunna mikið og vilja hafa þetta "keppnis". Er þó ekki búinn að negla neitt niður, WHS er frábært fyrir það sem það átti að gera, og ég er mjög spenntur fyrir RTM útgáfunni af WHS Vail, hvenær sem hún kemur út. Flest allt sem var sárkvartað yfir er búið að betrumbæta, en hvort það er nóg fyrir það sem ég ætla að gera á eftir að koma í ljós.



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf andribolla » Þri 06. Júl 2010 01:17

Djövull fynst þér gaman að skrifa ;)
Ég var um daginn að skoða eithver vidio um FreeNas

http://www.youtube.com/watch?v=5S8ixAR4Opo - FreeNAS, IN DEPTH
http://www.youtube.com/watch?v=dCFvEYNwbXw - FreeNAS vs Drobo
http://www.youtube.com/watch?v=nypnusWsF7A - Build a Free NAS That Recovers Lost Data

Mér fanst það nokkuð sniðugt en hef ekki komist í það enþá að prófa þetta sjálfur, og að setja upp OS á Usb eða Floppy, veit ekki alveg hvaða öryggi það færir manni framm yfir að setja það upp á Hdd.
sjálfur er eg mjög hrifin af WHS, er búin að lesa mig til um að það sé bara ekki hægt að afrita styrikerfið þannig að maður geti náð gögnunum sem eru á öllum diskunum sem eru tengd við það.
og að því leiti er FreeNas sniðugra því það er hægt að ná gögnunum af diskunum þó styrikerfið hrinji því það er í hefðbundnu formati, man ekki hvað það heitir NFS ?

- Off Topic -
Sjálfur er eg með tölvu með frekar mörgum diskum. veit þú sagðir að það væri heimskulegt og allt það en.. eg ætla nu samt að prófa að setja upp WHS á hana ;)
er samt aðalega að nota það fyrir útaf Storage Pool+Dublication og svo Backupp
var að gera tilraun með að setja upp Utorrent á aðra vél sem er með WHS en það er ekki alveg að gera sig.
vast þú ekki búin að útbúa þetta svona hjá þér ?
http://wiki.wegotserved.com/index.php?t ... ome_Server - UTorrent on Windows Home Server



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7556
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf rapport » Þri 06. Júl 2010 01:24

Í hvað eruð þið að nota þetta allt?

Þetta er líklega spurningin sem flestir spyrja sig sem lesa þennan þráð....

p.s. ef þetta er eitthvað djúsí stöff sem á að fara deila, þá kalla ég dibbs ... fyrir að hafa spurt... [-o<




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Þri 06. Júl 2010 02:15

@andribolla :
Jú, það er akkúrat einn stærsti gallinn við WHS 2003 (V1). Hinsvegar er ekki alveg rétt að þú getir ekki náð gögnunum, ég hef 2svar misst system disk og í þeim tilfellum gat ég kóperað allt efni af diskunum, hinsvegar er þetta frekar dreift og á þvers og kruss, ekki skemmtilegasta gagnabjörgun sem maður fer í, og ef þetta myndi gerast núna veit ég ekki alveg hvað ég ætti að gera þar sem ég er með um 6Tb af efni eins og er, og á ekki önnur 6Tb til að taka við efninu. Það er hinsvegar stefnan í næsta setupi, þessu virtual umhverfi sem ég ætla að setja upp, að tvöfalda diskafjöldann og þar með tæplega plássið, ég mun líklega setja 8x.1.5Tb diskana í RAID5 og verð því með 10.5Tb af total storage og 1.5Tb sem fer í fault tolerance/parity data.

Þetta er hinsvegar búið að laga í WHS 2008 Vail (V2). Þar verður hægt að aðskilja system diskinn frá storage poolinu OG taka afrit af stýrikerfinu svo unnt sé að enduruppsetja það án þess að það hafi áhrif á storage poolið. Annars var ég ekki búinn að fara þessa leið sem þú linkar á með torrentið, ég er með torrent client-a setta upp á nokkrum tölvum, allir hala þeir bara beint niður í Finished möppu í storage poolinu á servernum. Hinsvegar er ég bara með uTorrent sett upp á servernum sjálfum, stjórna þessu bara í gegnum Remote desktop, finnst það þæginlegast, er alltaf með það opið hvort sem er enda enginn skjár tengdur við serverinn.

@rapport :
Við? Engin við, bara ég ;) Jú, kærastan notar þetta að vissu leyti að sjálfsögðu, nýtur góðs af backupinu sem er í gangi á heimilinu og kvartar ekki beint undan XBMC/HTPC setupinu fram í stofu, tengd við serverinn og HD varpa. Svo er ég búinn að setja upp addon á WHSinu sem gerir henni (og mér ofc) kleift að horfá hvað sem ég vill af servernum með streaming, hvar sem er.

En í hvað þetta verður notað hélt ég að kæmi ágætlega fram í upprunalega póstinum, en .. :

Win Server 2008 R2 = Ég vill hafa domain/dns/dhcp hérna heima, ásamt deployment services og fleiri fítusum sem server 2008 býður upp á. Er það overkill? Algjörlega. En afhverju ekki að gera þetta ef maður hefur áhugann, kunnáttuna og vélbúnaðinn til. Svo lærir maður alltaf e-ð nýtt og nýtt með því að hafa þetta uppsett heima hjá sér, alltaf e-ð að fikta.

WHS 2003/2008 = jú, sömu ástæðu og ég nota WHS núna. Finnst storage poolið þæginlegt, backup fítusarnir voðalega þæginlegir og flr.

Linux distro = firewall/apache/p2p hub host, bara fáeinar hugdettur sem ég hef í huga nú þegar

FreeNAS eða annað sbr. = Gæti látið FreeNAS eða annað sniðugt distro f. file storage sjá algjörlega um main file storage poolið, lítið, stabílt og tekur lítið resources. Gæti keyrt það virtual þess vegna ofan á hypervisor, og haldið array-um aðskildum þaðan og milli annarra virtual véla. Líklegt þykir mér þó að ég muni setja saman Norco 4020 kassa sem linuxbox ef út í það færi, myndi vilja halda file storage alveg sér, allavega m.v. eins og staðan er núna.

Ýmsar client vélar, XP, W7, Linux clientar, betur og flr. sem ég nota bæði mér til gamans og til að auka þekkingu, kemur allt niður í gróða sem betri starfsmaður, hvar sem ég er. Tek af og til M$ gráður og þá er voðalega fínt að geta hent upp algjörlega clean SOHO networki upp heima hjá sér, 1-2server og nokkrum útstöðvum, allt virtual, ekkert mál.

Möguleikarnir eru svo ótrúlega miklir og flexible með svona uppsetningu. Maður nýtir vélbúnað (og þar af pláss, kælingu, rafmagn og flr) mikið betur. Ég get auðveldlega átt til .vhd skrár með orginal vélaruppsetningum alltaf reddí tú gó ef e-ð kemur uppá, þess vegna búinn að slipstream-a alla nýjustu drivera inní. Ég get hent upp og niður vélum án þess að hafa mikil áhrif á aðrar þjónustur sem eru í gangi á home networkinu, þótt jú að vísu þú setjir ekki domain controller niður sí svona.

Er þetta overkill fyrir tvær manneskjur í 100fm2 húsi? Ekki spurning. Er þetta þess virði, lærdómurinn og reynslan sem þessu fylgir, gamanið af fiktinu og þægindin sem þessu fylgir þegar þetta er allt komið á sinn stað?

Í mínum augum, ekki spurning.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7556
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf rapport » Þri 06. Júl 2010 02:25

Ég vona þín vegna að þú vinnir í stórtölvuumhverfi ... þar sem þetta fikt fer þá að skila sér í eitthvað stærra og meira...

Ég yrði klikkí kúlunni að hafa prófað þetta allt en ekki setja þetta almennilega upp.



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf andribolla » Þri 06. Júl 2010 12:33

Eithvað hlíturu að hafa verið að gera sem þú áttir ekki að vera að gera ef system diskur hefur tvisvar feilað hjá þér ;)
ég ætlaði að setja þetta upp hjá mér á nyjum 1tb disk og reyna að sleppa við sem flest add-on. ég er eiginlega eins og þú að bíða spenntur eftir whs 2008 vail
en ætla að prófa að setja upp FreeNas tölvu hjá mér og atuga hvernig það kemur út. og hvernig er að vinna með það.

Hvað uTorrentið varðar. þú semsagt fóst ekkert í gegnum þessa leið sem eg fór í og settir torrentið bara upp inn í Remote Desktop. semsagt á vélina sjálfa
vast ekkert að reyna að setja þetta upp með þessu "AnyService Installer" ? og keirir það alveg án vandræða.

Sjálfur nota ég mikið "torrent monitor" möppurnar mikið. gæti þá sett upp Dropbox á whs-inu þá getur maður alltaf hent .torrent í möppuna hvar sem maður er á landinu og skoðað svo hvað er að gerast í gegnum Webui. eins og ég er með þetta núna. það er líklegra þæginlegra að setja þetta svona upp eins og þú gerir það því eftir að maður er búin að setja þetta inn sem Service þá kemur uTorrent ekki upp ef maður ræsir það í R.D. því það er bara að keira í bakgrunninum.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf emmi » Þri 06. Júl 2010 13:38

Síðast þegar ég vissi studdi Hyper-V ekki Linux Guest OS. Persónulega myndi ég nota VMware, en hann er soldið pikkí á vélbúnað, sérstaklega RAID controllera og netkort.



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf ponzer » Þri 06. Júl 2010 14:01

Ég er er með 2 esxi servera annan 32b og hinn 64b, hef mjög góða reynslu af þeim báðum báðum, eru báðir tengdir í upsa og hafa aldrei farið niður síðan ég setti þá upp eða að verða 300dagar síðan.
hef ekki prófað Xenið frá Citrix en ég held bara að Vmware sé með lang best í þessu upp á uppsettningu á servernum og virtual vélunum, sama með hyper-v þá held ég að linux sé ekki í boði þar eins og emmi skrifaði.

Hinsvegar held ég að "setup 1" hjá þér muni ekki höndla allar vélanar hjá þér, ég er með einn Q9600 örgjörva með 8GB DDR3 og hún er bara að hafa einn W2k8 SBS sem þarf 4gb ram og 3x XP vélar hvor þeirra með 1gb ram, ég er mjög viss ef ég set eina enn þá fari þetta að hafa mikil áhrif á performance á hinum vélunum.
Athugaðu eitt að þar sem þú ætlar í smoothwall þá dugar þetta eina netkort að sjálfsögðu ekki ;)


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Þri 06. Júl 2010 18:04

@andribolla : Nei, ekkert vitlaust. Frekar erfitt að "fikta" í hardware-i á þann veg að HDD gefi sig ;) En það sem ég komst að seinna meir var að þetta var faulty PSU sem var að drepa diskana, sýndi alltaf græn ljós í testum og undir álagi en annað kom svo í ljós. Annars hvað varðar torrent þá er ég bara með meðal annars uTorrent sett beint upp á WHS vélina sjálfa, er með fleiri P2P forrit í gangi en torrent, nota torrent satt að segja afskaplega lítið, örugglega minnst af þessum file sharing möguleikum - svo ég sé bara um þetta allt í gegnum rdp.

@emmi : Jú, Hyper-V er með support f. *nix kerfi sem guest OS, hvort það sé e-rjum limitation háð veit ég ekki en ég kem líklega ekki til með að keyra hyper-v. En ég er akkúrat að lenda í voðalegu veseni vegna hardware vandamála/driver issues hérna heima á test server vélinni sem ég ætlaði að henda upp fyrir þetta með ESXi. XenServerinn virðist vera sá eini sem fer beint upp án allra vandræða á þeirri vél, hvað varðar main serverinn ætti hann að ganga, kemur í ljós.

@ponzier : Hvaða guest OS ertu að keyra á ESXi vélunum og hvernig ertu með storage mál? VMWare er reyndar að tapa í minni persónulegu baráttu fyrir XenServer, finnst hann vera að gera sig betur - en ég hef enga haldgóða reynslu so far svo ég dæmi ekki strax. Í sambandi við setup 1 hjá mér þá datt mér þetta reyndar í hug, en þú verður samt að athuga að þetta verður allt keyrt fyrir heimanetwork, við erum ekki að tala um neina tugi af notendum svo það yrði bara að koma í ljós. Líklegast þegar ég uppfæri allt server hardware-ið fer ég í dual Xeon setup, 5500+ (LGA1366).

En jú ég gerði mér grein fyrir því með SmoothWallinn, flestir turnar hérna heima eru með 2x 10/100/1000 NICs.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf DJOli » Þri 06. Júl 2010 18:38

Ég ætla mér að giska, að þú AntiTrust, sért dálítill fiktari :)

ef þú ætlar þér að kaupa, eða hafa sér vél fyrir sjónvarpsefni, þá mæli ég með að þú skoðir MeediOs, sem er mjög flott og einfalt forrit og á það að auðvelda leit að því efni sem þú ætlar að horfa á...svona þæginlegt Menu og alles :)

en miðað við nafnið þá held ég að þetta eigi eftir að verða að stand-alone stýrikerfi einn daginn (hopes!)


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf DJOli » Þri 06. Júl 2010 18:40

DJOli skrifaði:Ég ætla mér að giska, að þú AntiTrust, sért dálítill fiktari :)

ef þú ætlar þér að kaupa, eða hafa sér vél fyrir sjónvarpsefni, þá mæli ég með að þú skoðir MeediOs, sem er mjög flott og einfalt forrit og á það að auðvelda leit að því efni sem þú ætlar að horfa á...svona þæginlegt Menu og alles :)

en miðað við nafnið þá held ég að þetta eigi eftir að verða að stand-alone stýrikerfi einn daginn (hopes!)


Elskulega flott skjákot úr einni af þeim þemum sem kveikja virkilega í mér :D http://img514.imageshack.us/f/meetvuo8.jpg/


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Þri 06. Júl 2010 18:47

Hehe, fiktari er líklegast vægt understatement þegar kemur að mér ;)

Hvað varðar HTPC vél, þá er ég með eina slíka inn í stofu tengda við 1080p varpa, og er að keyra XBMC. Ég verð að segja að ég hef ekki prufað persónulega MeediOS, en áður en ég lagðist í HTPC setupið þá skoðaði ég þessi helstu media library forrit, og á flestum stöðum voru menn á sama máli um það að XBMC væri kóngurinn so far. Annars er það einn stór fítus sem þetta ákveðna revision sem ég er að keyra á HTPC vélinni sem er stór partur á bakvið ákvörðunina að nota XBMC, og það er sá fítus að geta látið GPU chipsetið sjá um video processing. Hinsvegar er lítið sem engu undan að kvarta við XBMC, ekki so far allavega.

Hérna er t.d. screenshot af XBMC ef þú hefur ekki skoðað þetta nú þegar : http://xbmc.org/wp-content/gallery/conf ... hot001.jpg

Takk samt f. ábendinguna, ætla að skoða þetta nánar og sjá hvort ég sé nokkuð að missa af e-rju ;)



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf Gunnar » Þri 06. Júl 2010 19:24

antitrust hvernig fæ ég XBMC til að líta svona út? með ljósmynd af coverinu og upplýsingar um myndina og svona?




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Þri 06. Júl 2010 19:38

Gunnar skrifaði:antitrust hvernig fæ ég XBMC til að líta svona út? með ljósmynd af coverinu og upplýsingar um myndina og svona?


Ember Media Manager. Sæktu forritið, og skoðaðu leiðbeiningar á netinu um hvernig er best að setja þetta upp, hvaða info er best að sækja og í hvaða formatti.

Svona líta allar HD myndir út hjá mér (nennti ekki að hafa SD myndirnar með, horfi aldrei á þær). Er með info, ratings, media flags, cover, posters, fanart og núna síðast sótti ég trailer fyrir allar HD myndirnar, og hann kemur þarna í auka valmöguleika inní info flipanum. XBMC tekur svo allt þetta og notar eins og screenshottið sýnir.




Starman
has spoken...
Póstar: 167
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf Starman » Þri 06. Júl 2010 21:11

Vmware væri mitt fyrsta val, þeir eru búnir að vera lengst í þessum virtual bransa og hafa mestu reynsluna, hins vegar er Xen server að koma sterkur inn.
Hyper-V er bara fyrir þá sem eru blindir og sjá ekkert nema setja upp Microsoft gleraugu.
Ég er t.d. með Vmware á Intel Q6600 cpu, 8GB minni og er að keyra 7 Windows vélar og 3 Linux vélar á þessu, mér þætti gaman að sjá Hyper-V gera það. Varðandi storage þá er Vmware t.d. farið að styðja native sata controllers t.d. ICH10 eins og er á mörgum móðurborðum, þó ekki Raid á þeim. Einnig er hægt að nota sum diskabox sem eru með NFS eða ISCSI t.d. þetta http://www.tolvutek.is/product_info.php?products_id=17919. Ódýra leiðin (ekki sú einfaldasta) væri að setja upp Ubuntu vél með slatta af diskum með NFS eða ISCSI þjónustu sem væri þá storage server fyrir Vmware vélina.
Netkort, þarf ekki að vera dýrt, t.d. þetta http://www.computer.is/vorur/4721/ ætti að virkar fyrir Vmware, einnig virka gömlu 3Com 3C905 kortin (sem eru til á öllum betri heimilum) að mestu leiti.

Svo er hér ágætist list yfir unsupported hardware http://www.vm-help.com//esx40i/esx40_whitebox_HCL.php
Góða skemmtun.




Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf Leviathan » Þri 06. Júl 2010 23:08

AntiTrust skrifaði:
Gunnar skrifaði:antitrust hvernig fæ ég XBMC til að líta svona út? með ljósmynd af coverinu og upplýsingar um myndina og svona?


Ember Media Manager. Sæktu forritið, og skoðaðu leiðbeiningar á netinu um hvernig er best að setja þetta upp, hvaða info er best að sækja og í hvaða formatti.

Svona líta allar HD myndir út hjá mér (nennti ekki að hafa SD myndirnar með, horfi aldrei á þær). Er með info, ratings, media flags, cover, posters, fanart og núna síðast sótti ég trailer fyrir allar HD myndirnar, og hann kemur þarna í auka valmöguleika inní info flipanum. XBMC tekur svo allt þetta og notar eins og screenshottið sýnir.

Afsaka off-topic, en ég mæli með Boxee fyrir þá sem nenna ekki að gera þetta sjálfir með Ember Media Manager. Boxee er aðeins betra í að giska á myndir útfrá skráarnöfnum og auðveldara að réttfæra það sem kemur ekki rétt inn. Nota sjálfur EMM og eyddi betri partinum af einhverri helginni í að setja allt safnið í það. :roll:


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Þri 06. Júl 2010 23:20

Tjaa, er hægt að bera það saman? Ember er Media Manager, Boxee er media center sbr. Plex og XMBC.

Annars er það rétt hjá þér, EMM á það til að rugla saman myndum, en hinsvegar eru mjög öflugir fítusar í því, góðir scan möguleikar, góðir automation möguleikar.

EMM er hinsvegar ekki ennþá orðið nógu gott hvað varðar TV Shows, getur t.d. ekki ennþá scannað alla TV Shows í einu, verður að handscrape-a eina seríu inn í einu.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf Gunnar » Mið 07. Júl 2010 08:23

Leviathan skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
Gunnar skrifaði:antitrust hvernig fæ ég XBMC til að líta svona út? með ljósmynd af coverinu og upplýsingar um myndina og svona?


Ember Media Manager. Sæktu forritið, og skoðaðu leiðbeiningar á netinu um hvernig er best að setja þetta upp, hvaða info er best að sækja og í hvaða formatti.

Svona líta allar HD myndir út hjá mér (nennti ekki að hafa SD myndirnar með, horfi aldrei á þær). Er með info, ratings, media flags, cover, posters, fanart og núna síðast sótti ég trailer fyrir allar HD myndirnar, og hann kemur þarna í auka valmöguleika inní info flipanum. XBMC tekur svo allt þetta og notar eins og screenshottið sýnir.

Afsaka off-topic, en ég mæli með Boxee fyrir þá sem nenna ekki að gera þetta sjálfir með Ember Media Manager. Boxee er aðeins betra í að giska á myndir útfrá skráarnöfnum og auðveldara að réttfæra það sem kemur ekki rétt inn. Nota sjálfur EMM og eyddi betri partinum af einhverri helginni í að setja allt safnið í það. :roll:

held ég þurfi að prufa boxee, EMM lætur alla tölvuna frjósa þegar ég fer í settings :S




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Fim 08. Júl 2010 00:30

Jæja, er búinn að vera á fullu að skoða og prufa FreeNAS, OpenDataVault (Linux based, ekki FreeBSD), Drobo og núna síðast er ég byrjaður að skoða Amahi (Linux Home Server, http://www.amahi.org/ ef e-r hefur áhuga).

Ég er í pínu klípu. Ég er búinn að vera að skoða software RAID5 möguleikana í FreeNAS meðal annars, allt sem heitir software RAID er ekki heillandi en - þess virði að skoða. Ég er líka búinn að vera að skoða RAID5 hardware controllera .. Ekki gefins.

Vandamálið er það að það virðist engin lausn sem ég hef rekist á so far bjóða upp á Fault tolerance (Sbr. RAID5) og þann möguleika að bæta auðveldlega inn í RAID5 uppsetningu öðrum disk - Sem er e-ð sem ég veit að ég á eftir að þurfa.

Hefur e-r uppástungur f. mig?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf emmi » Fim 08. Júl 2010 08:15

En þessi 3ware controller sem einhver var að selja hér um daginn á 30k?

Annars mæli ég bara með því að þú seljir þessar dollur og fáir þér Synology box. :)




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ESXi, XenServer, Hyper-V .. Vantar góð ráð?

Pósturaf AntiTrust » Fim 08. Júl 2010 10:08

emmi skrifaði:En þessi 3ware controller sem einhver var að selja hér um daginn á 30k?

Annars mæli ég bara með því að þú seljir þessar dollur og fáir þér Synology box. :)


Hehe, njah. Er í fyrsta lagi ekki hrifinn af prebuilt propriatory lausnum, og til þess að þetta gengi hjá mér þyrfti ég tvö stykki af DS1010+, og stykkið er á 180kall :P

Þá kaupi ég mér frekar bara datacenter grade server. En - það er miklu skemmtilegra að gera þetta sjálfur með e-rju whiteboxi ;)