Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Tiger » Mán 07. Jún 2010 19:05

Er með til sölu 3 túbur af Shin Etsu x23-7783D kælikremi sem er það besta á markaðnum í dag.

Hérna sjáið þið performance samanburð á bestu kælikremunum, og sjáið hvað Shin Etsu kemur best út af kremunum (Indigo xtrem er ekki krem, heldur "plata" sem er brædd við örrann).

Mynd

Verð, 3000kr túban. Fyrstu kemur fyrstur fær. Bara 3 stk í boði þar sem Danielinn er búinn að panta eina og ég tek eina sjálfur
Mynd

Kjartan
kjartan@hive.is
825-8279



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf BjarkiB » Mán 07. Jún 2010 19:17

Hvað margir ml.?



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Tiger » Mán 07. Jún 2010 22:20

1 gr.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf GullMoli » Mán 07. Jún 2010 22:39

Snuddi skrifaði:1 gr.


o.o

Á meðan maður borgar 1.490 kr fyrir 4 gr af MX-2 :P

Góður díll samt sem áður fyrir þá alla kröfuhörðustu :8)


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Tiger » Mán 07. Jún 2010 22:49

Þetta er samt stærri pakkningin af þessu, því það er hægt að fá 0,5gr túbu líka :). Ég hef reyndar aldrei átt kælikrem sem ég hef klárað upp til agna. Oftast týnir maður þessu eða eitthvað áður en maður notar þetta aftur. Þetta 1gr dugar örugglega í nokkur skipti ef maður setur þetta rétt á. Eins og ég sagði um daginn, tók þetta bara með öðru dóti svo þeir sem vilja það besta geta fengið, þarf engan vegin að selja þetta og það er sama og engin álagning á þessu hjá mér.

P.s. 2stk bara eftir.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf dadik » Mán 07. Jún 2010 23:52

Ég vil benda lesendum á að skoða grafið vandlega því að framsetningin á því er afar villandi svo ekki sé meira sagt.

Ef skalinn væri frá 0°upp í 100°sæist betur að það er sáralítill munur á þessum kremum - í kringum 2°munur á því besta og því versta sem er nánast ekki neitt. Þetta er algent trikk þegar ýkja á niðurstöður þ.e. að klippa neðan af grafinu þannig að það líti út fyrir að munurinn sé meiri en hann er.

Í framhaldi af því geta menn svo velt fyrir sér hvort að tæplega 2°C lækkun sé 3000 kr. virði.


ps5 ¦ zephyrus G14


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf vesley » Mán 07. Jún 2010 23:53

dadik skrifaði:Ég vil benda lesendum á að skoða grafið vandlega því að framsetningin á því er afar villandi svo ekki sé meira sagt.

Ef skalinn væri frá 0°upp í 100°sæist betur að það er sáralítill munur á þessum kremum - í kringum 2°munur á því besta og því versta sem er nánast ekki neitt. Þetta er algent trikk þegar ýkja á niðurstöður þ.e. að klippa neðan af grafinu þannig að það líti út fyrir að munurinn sé meiri en hann er.

Í framhaldi af því geta menn svo velt fyrir sér hvort að tæplega 2°C lækkun sé 3000 kr. virði.



Hver einasta gráða skiptir virkilega miklu máli ef þú ert að "overclocka" .



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Tiger » Þri 08. Jún 2010 00:05

dadik skrifaði:í kringum 2°munur á því besta og því versta


Það er bara af og frá, því þetta eru 5 top kælikremin á markaðnum sem er verið að prófa þarna... þannig að ef þú tækir t.d. stock krem sem fylgir með (sem margir nota óvitandi hversu mikilvægt er að nota gott krem) og annað drasl þá væriru með mun meiri munur þarna.

Og já þetta eru "bara" 2° og held að hver heilvita maður hafi áttað sig á því. Og eins og Vesley segir þá skiptir hver einasta gráða máli hjá þeim sem eru í þessu af einhverju viti (greinilega ekki allir). Og fólk er að lappa örrana og margt fleirra til að ná hitanum niður um nokkrar eða jafnvel eina gráðu, þá er þetta ansi ódýr og safe viðbót. Fólk eyðir 100k í alvöru vatnskælingu til að ná niður 10-15°... það er slatti af þúsundköllum fyrir hverja gráðu. Þannig að 1500kr fyrir hverja gráðu er vel sloppið :)

En gott að þú sért að passa uppá að vaktarar verði ekki sviknir af óprúttnum náungum sem setja gröf upp á þennan hátt =D>




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf dadik » Þri 08. Jún 2010 00:09

*geisp*

Ætli þú náir ekki svipuðum árangri með því að opna gluggann á herberginu þínu.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf GullMoli » Þri 08. Jún 2010 00:12

dadik skrifaði:*geisp*

Ætli þú náir ekki svipuðum árangri með því að opna gluggann á herberginu þínu.


Hvað með að opna glugga OG nota kælikremið!

Annars efast ég um að nokkur maður sé með lokaðan glugga þar sem tölva er í gangi, amk ekki í þessum hita.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Tiger » Þri 08. Jún 2010 00:22

dadik skrifaði:*geisp*

Ætli þú náir ekki svipuðum árangri með því að opna gluggann á herberginu þínu.


Hvað hefur þú svona á móti því að það sé verið að bjóða uppá möguleika fyrir þá sem vilja gott kælikrem hérna? Ekki alveg að skilja tilgangin í þessum þráðum hérna hjá þér. Ekki eins og ég sé með gróðarmaksínu í gangi hérna með 4stk af 3000kr túbum með svo til engri álagningu... :?



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf BjarniTS » Þri 08. Jún 2010 02:40

dadik skrifaði:Ég vil benda lesendum á að skoða grafið vandlega því að framsetningin á því er afar villandi svo ekki sé meira sagt.

Ef skalinn væri frá 0°upp í 100°sæist betur að það er sáralítill munur á þessum kremum - í kringum 2°munur á því besta og því versta sem er nánast ekki neitt. Þetta er algent trikk þegar ýkja á niðurstöður þ.e. að klippa neðan af grafinu þannig að það líti út fyrir að munurinn sé meiri en hann er.

Í framhaldi af því geta menn svo velt fyrir sér hvort að tæplega 2°C lækkun sé 3000 kr. virði.



Þetta er nákvæmlega rétt hjá þér.

Gröf eru oft notuð í akkurat þessum tilgangi , að reyna að sýna fram á meiri mun á einhverju heldur en hann er svona í raun og veru.

En samt vitum við allir hérna að Snuddi umræddur er að selja góða vöru og er að bjóða sanngjarnt verð fyrir þá sem vantar svona , finnst innleggið frá dadik ekkert dónalegt þar sem að hann orðar það bara mjög smekklega og hreinskilið.

En auðvitað telur hver gráða þegar að menn eru að eltast við gráðutölur , gráðu fyrir gráðu.


Nörd

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Tiger » Mið 09. Jún 2010 12:07

2stk eftir.




Einarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 13. Feb 2009 17:23
Reputation: 0
Staðsetning: hérna
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Einarr » Mið 09. Jún 2010 12:40

kalt nitur (Köfnunarefni) er auðvitað eina vitið á tölvuna þína ef þú villt halda henni kaldri :lol:



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf chaplin » Mið 09. Jún 2010 13:33

dadik skrifaði:Ég vil benda lesendum á að skoða grafið vandlega því að framsetningin á því er afar villandi svo ekki sé meira sagt.

Ef skalinn væri frá 0°upp í 100°sæist betur að það er sáralítill munur á þessum kremum - í kringum 2°munur á því besta og því versta sem er nánast ekki neitt. Þetta er algent trikk þegar ýkja á niðurstöður þ.e. að klippa neðan af grafinu þannig að það líti út fyrir að munurinn sé meiri en hann er.

Í framhaldi af því geta menn svo velt fyrir sér hvort að tæplega 2°C lækkun sé 3000 kr. virði.

Held að þetta sé nú ósköp lítið "trick" og ekkert villandi fyrir meðalgreindan mann, ef menn kunna að lesa á línurit þá plata þetta engann.. :lol: Þetta er svona svo menn geti nú lesið og séð hver raunverulegi munurinn er. Ef línuritið væri 0-100°c þá væri lítið hægt að lesa á það..

Snuddi er að selja þessi kælikrem á kostnaðarverði, keypti 4 auka túbur svo við "extreme" gæjjarnir sem vilja fara alla leið getum líka prufað þetta. Ég er með þetta á örgjörvanum, er núna bara eftir að setja þetta á norðubrúnna og alveg örugglega skjákortið ef ég þekki mig rétt..

Mér finnst þessar 3.000kr svo alveg þess virði.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Klemmi » Mið 09. Jún 2010 15:51

Svo má að sjálfsögðu nefna að þetta kostar ekki 3000kr.- meira heldur en kælikremin sem verið er að bera þetta saman við, heldur ca. 1500kalli..... Kemur reyndar á móti að yfirleitt koma þau í stærri túpum ;)



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf einarhr » Mið 09. Jún 2010 16:53

daanielin skrifaði:
dadik skrifaði:Snuddi er að selja þessi kælikrem á kostnaðarverði, keypti 4 auka túbur svo við "extreme" gæjjarnir sem vilja fara alla leið getum líka prufað þetta. Ég er með þetta á örgjörvanum, er núna bara eftir að setja þetta á norðubrúnna og alveg örugglega skjákortið ef ég þekki mig rétt..

Mér finnst þessar 3.000kr svo alveg þess virði.


Þetta er öruglega fínasta vara en ég verð nú að gera athugasemd við kostnaðarverðir sem þú segir að hann sé að selja þetta á ss 3000 kr. Ég hef fundið þetta kælikerm á nokkrum vefsíðum á verðiðu 6.99$ til 9.99$ sem gera ca á genginu í dag ca 1300 iskr án vsk og ca 1620 m/vsk. Samkvæmt þessum reikningi þá er það ca 85% álagning á þessu hjá honum.

6,99$ http://www.thermalfx.com/merchant2/merchant.mvc?Screen=PROD&Product_Code=X23-7783D&Category_Code=THERCOMP&Store_Code=T
9,99$ http://www.crazypc.com/products/x23-778d-50119.html


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Leviathan » Mið 09. Jún 2010 17:10

Plús sendingargjald, tollgjöld o.þ.h.


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Halli25 » Mið 09. Jún 2010 17:14

Leviathan skrifaði:Plús sendingargjald, tollgjöld o.þ.h.

prófaði að smella 5 stk. í pöntun á Thermal FX síðuna og sendingarkostnaðurinn er jafn mikill og verðið :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf sakaxxx » Mið 09. Jún 2010 17:40

buy.is voru nú að selja þetta fyrir ca 2 mánuðum á 1990 3000 er frekar hátt miðaðvið það


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf einarhr » Mið 09. Jún 2010 17:44

Það eru engir tollar á tölvuvörum og kælikrem ætti nú að falla undir það.

Auðvita getur það verið kostnaðarsamt að kaupa eina 1 gr túpu og láta senda hana heim en td þegar maður kaupir td skjákort eða örgjörva og lætur senda hann heim þá er það ekki mikil sendingarkostnaður á kælikreminu.

Btw miðað við það sem Danelinn skrifar þá hef ég nú trú á því að Buy.is hafi flutt þetta inn fyrir Snuddan og tekið þetta með stærri sendingu af tölvuvörum og þá er það nú hálf asnalegt að segja að sendingarkostnaður sé mikill.
Ps. ég veit ekkert um það hvort Buy.is tók þetta inn en mig grunar það :8)

Pss póstið endilega link á síðuna sem Snuddinn keypti þetta!


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf einarhr » Mið 09. Jún 2010 17:46

sakaxxx skrifaði:buy.is voru nú að selja þetta fyrir ca 2 mánuðum á 1990 3000 er frekar hátt miðaðvið það

=D>


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Leviathan » Mið 09. Jún 2010 17:47

faraldur skrifaði:
Leviathan skrifaði:Plús sendingargjald, tollgjöld o.þ.h.

prófaði að smella 5 stk. í pöntun á Thermal FX síðuna og sendingarkostnaðurinn er jafn mikill og verðið :)

Svo er alltaf eitthvað tollmeðferðargjald, minnir að það sé fastur 500-1000 kall svo bætist tollur og vsk ofaná verðið með sendingarkostnaðinum. Finn þetta ekki á buy.is lengur svo það er ekkert hægt að miða við það.

EDIT: Á erfitt með að aparnir í tollinum flokki þetta sem tölvuvöru. :P


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf chaplin » Mið 09. Jún 2010 19:30

Fyrir hönd Buy.is

Við vorum að selja það á 1.990kr(0kr álagning), aftur á móti þurftum við líka að kaupa heilan kassa af þessum sprautum, man nú ekki hvort það var 10-20 stk þá saman. Megin kostnaðurinn við þetta er flutningurinn. Ef þetta kostar 1.631kr /m. vsk er eftir að reikna flutningskostnað og svo eitthvað gjald sem ég man 0 hvað heitir sem leggst ofaná þetta líka. Getur vel verið að hann sé að græða 100-200kr per sprauta, en "Verð: 2783kr" kemur pínu silly út, 3.000kr þykir þæginlegra.

En eins og hann tók fram, ég keypti sjálfur sprautu af honum - það er alveg ástæða fyrir því, fannst þetta mjög sanngjarnt verð.

Svo skulum við líka ekki gleyma því, að per sprautu er ekki bara 1 skipti. Ég veit ekki hvað marga kjaran ég get smurt með MX-2 4GB túbunni minni, en alveg mjööög mikið. Ef 3 myndu kaupa svona túbu saman þá væri það 1.000kr á kjaft fyrir nokkrar gráður niður + örugglega afgangur. :wink:



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Shin Etsu x23-7783D kælikrem...það besta

Pósturaf Tiger » Fim 10. Jún 2010 13:07

Ha ha ha ha eru þið að grínast, er virkilega umræða hérna um það hvort ég sé að græða 1203kr eða 911kr á þessum 4 túpum sem ég er að selja... jahérna hérna segi ég nú bara :lol:
Nei Buy.is flutti þetta ekki inn fyrir mig á nokkurn hátt.