Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf DoofuZ » Þri 18. Maí 2010 17:54

Verslaði fyrir stuttu svona Kinamax high-power þráðlaust netkort fyrir tölvu sem er í kjallaraherbergi í blokkinni minni en routerinn er tveimur hæðum ofar og einni íbúð til hliðar frá því og samkvæmt upplýsingum um þetta kort þá segir að ef þetta nær ekki sambandi þá sé líklega ekkert sem geri það :? Ég bjóst nú við því að kortið myndi pottþétt ná að tengjast og það yrði lítið sem ekkert vesen þar sem að það á að ná allt að 1000 metra við bestu aðstæður svo ég prófaði kortið en svo virðist sem veggir og gólf í blokkinni séu annað hvort alltof þykkir eða að það sé alltof mikið af öðrum netum sem séu fyrir því enn sem komið er hefur mér ekki tekist að tengjast almennilega við routerinn. Mér hefur að vísu tekist að finna hann með því að snúa loftnetinu í áttina til hans og svo tókst mér að tengjast í smá stund með nokkuð góðum styrk en það stóð mjög stutt :|

Eftir þetta mikla vesen þá datt mér í hug að kaupa bara aðeins öflugara loftnet á kortið en loftnetið sem er á því er ekki nema 5dBi svo ég keypti InfoSmart Rubber Antenna INRA-L02 en það er með 9dBi loftnetsmögnun og ætti því að gefa mun betra samband við routerinn en við fyrstu prófanir þá hefur allt annað komið í ljós. Svo virðist sem þetta risa loftnet virki öfugt því ég hef prófað að leita að tengingum með litla 5dBi loftnetinu þar sem það finnur að meðaltali um 8 tengingar á einum stað en með stóra loftnetinu þá finn ég bara eina tengingu á nákvæemlega sama stað :shock: Hvað er málið með það?

Svo hef ég prófað að láta skipta um rás á þráðlausa netinu á routernum en það virðist ekki hafa nein áhrif. Næst er ég svo að spá í að skipta á þessu stóra loftneti og fá InfoSmart Panel Antenna í staðinn. Mun það ná almennilegri tengingu? Einhver hér sem hefur einhverja reynslu af svona netkorti eða svona loftnetum? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf Oak » Þri 18. Maí 2010 19:03

það eru alltof margar hindranir til að ná einhverju almennilegu sambandi.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf DoofuZ » Þri 18. Maí 2010 20:09

Já, það lýtur út fyrir það... :| En ég var samt að spá hvort það gangi kannski aðeins betur með þessu panel loftneti þar sem það sendir meira í eina átt á meðan þessi loftnet sem ég er með senda bæði jafnt út frá sér (samkvæmt skýringarmyndum á pakningunum amk.) frekar en að senda út í beinni línu eftir því hvert þau snúa. Er ekki eitthvað vit í því?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf Krissinn » Þri 18. Maí 2010 21:36

Veit um einn sem náði fínasta styrk frá speedtouch router á 3. hæð í Acer fartölvu í kjallaraherbergi í Bökkunum í Brh :)



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf Revenant » Þri 18. Maí 2010 21:38

Það skiptir máli hvernig svona rubber duck loftnet snúa. Mest útgeislun/móttaka er þvert á loftnetið, ekki útfrá endanum (þ.e. ef þú vilt taka við merki sem kemur að ofan þá á það að vera lágrétt m.v. jörð). Það getur vel verið að stóra loftnetið virki verr því bylgjulengdin sem um er að ræða er 300 MHz / 2.4 GHz = 12.5 cm. Frávik frá þessu gildi (eða helmingi þess ef þetta er tvípóll inn í þessu) veldur því að loftnetið dettur úr resónans og þar með fellur ávinningurinn. Þú getur prófað að mæla með reglustiku hvað loftnetin eru löng og borið það saman við 6.25/12.5cm

Það sem gleymist líka að það skiptir engu hversu gott móttökuloftnet er (þó það er stefnuvirkt) þá takmarkast það alltaf af sendiloftnetinu í routerinum (sem er í langflestum tilfellum svona rubber duck)

Síðan annað allar mælingar sem eru utan á pökkunum er miðað við bestu aðstæður þannig það þarf að vara sig aðeins á þeim. Sem dæmi þá á ég yagi-loftnet (sjónvarpsgreiða) fyrir wifi (2.4 GHz) sem segist hafa ávinning upp á 16 dBi með útgeislunarhorn 20°. Raunhæfara væri í praxís að áætla að ávinningurinn væri 10-12 dBi.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf DoofuZ » Þri 18. Maí 2010 21:48

Ok, svo kaup mín á stóra loftnetinu voru s.s. mistök :? Stóra loftnetið er 35.5cm en það litla u.þ.b. helmingi minna og svo er auðvitað bara jafn lítið rubber duck loftnet á routernum. En er einhver möguleiki að þetta panel loftnet virki eitthvað betur? Það er amk. ekki eitthvað svona risastórt dæmi og það er stefnuvirkt, sem er betra er það ekki?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf DoofuZ » Mið 19. Maí 2010 20:39

Enginn hérna með einhverja reynslu í svona loftnetsmálum?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf DoofuZ » Fim 20. Maí 2010 12:38

BÖMP!? 8-[


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7557
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Ótengdur

Re: Stærra og öflugara loftnet virkar öfugt?

Pósturaf rapport » Fim 20. Maí 2010 15:19

Sæll

Ég hef litla reynslu af þessu fikti og Googlaði bara...


http://www.wi-fiplanet.com/tutorials/ar ... rmance.htm

http://compnetworking.about.com/cs/wire ... router.htm

Svo ágætis listi.

http://download.intel.com/support/wirel ... lanfaq.pdf


En eftir að hafa kíkt yfir þetta þá skil ég afhverju WLAN-ið hjá mér hefur verið að sökka, routerinn er milli túbusjónvarpsins og gömlu fermingargræjanna...

Ekki að ég hafi mikið verið að nota það...