Maður hefur heyrt fólk vera að tala um það að núna fari 64 bita tölvur vera mjög algengar og allt þetta á hagstæðara verði og svoleiðis.
Svo að ég er að pæla, hvað búist þið við að það kosti að kaupa sér 64 bita uppfærslu núna í sumar ? ef þetta verður þá komið þá.
Og ef verðmunurinn er mikill, hvort ætti maður þá að kaupa sér 32bita núna og kaupa sér 64bita seinna þegar það er orðið ódýrara eða kaupa sér 64 bita núna og láta það duga.
64 bita
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 642
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 64 bita
Það er bara tímaspursmál um hvenær flestir (ef ekki allir) örgjörvar á markaðnum verða 64 bita. Eins og staðan er í dag þá eru þeir heldur dýrir en þetta mun lagast núna snemma á árinu þegar 512KB AMD 64 gjörvarnir koma til landsins. Eins og er kosta þeir um $200 erlendis, sem er ágætis verð miðað við afköst (þessir kubbar eru að fá pr-rating upp á 3000-3200).
Móðurborðin fyrir þessa kubba eru á verði sem er mjög sambærilegt við það sem er í gangi á markaðnum í dag þannig að það má búast við að verðið á heildarpakkanum verði ágætlega hagstætt - sérstaklega ef þú ert að spá í að uppfæra í sumar. Það kæmi ekki á óvart þó að þú fengir 64 platform á svipuðu verði og Athlon XP platform kostar í dag ef þú hinkrar fram á seinni helming ársins.
Varðandi úrval á móðurborðum þá er það alltaf að aukast. Tomshardware var ma. með review á 8 móðurborðum fyrir AMD 64 á síðasta ári. (http://www6.tomshardware.com/motherboar ... index.html)
Einn aðal kosturinn við þá leið sem Amd valdi er sá að það er nánast ekkert performance hit við að keyra 32 bita kóða á þessum kubbum. Þetta er ólíkt þeirri leið sem Intel valdi með Itanium, þar sem allur 32 bita kóði er keyrður í emulation - sem er mun hægara en þegar kóðinn er keyrður native.
Varðandi stýrikerfi þá eru þegar til 64 bita útgáfur af nokkrum linux distróum. Það hefur eitthvað dregist að gefa út 64 bita útgáfu af Windows en búast má við henni seinna á árinu. Reyndar höfðu lekið út einhverjar betur af 64 útgáfunni ef ég man rétt - IceCaveman getur kanski staðfest þetta.
Móðurborðin fyrir þessa kubba eru á verði sem er mjög sambærilegt við það sem er í gangi á markaðnum í dag þannig að það má búast við að verðið á heildarpakkanum verði ágætlega hagstætt - sérstaklega ef þú ert að spá í að uppfæra í sumar. Það kæmi ekki á óvart þó að þú fengir 64 platform á svipuðu verði og Athlon XP platform kostar í dag ef þú hinkrar fram á seinni helming ársins.
Varðandi úrval á móðurborðum þá er það alltaf að aukast. Tomshardware var ma. með review á 8 móðurborðum fyrir AMD 64 á síðasta ári. (http://www6.tomshardware.com/motherboar ... index.html)
Einn aðal kosturinn við þá leið sem Amd valdi er sá að það er nánast ekkert performance hit við að keyra 32 bita kóða á þessum kubbum. Þetta er ólíkt þeirri leið sem Intel valdi með Itanium, þar sem allur 32 bita kóði er keyrður í emulation - sem er mun hægara en þegar kóðinn er keyrður native.
Varðandi stýrikerfi þá eru þegar til 64 bita útgáfur af nokkrum linux distróum. Það hefur eitthvað dregist að gefa út 64 bita útgáfu af Windows en búast má við henni seinna á árinu. Reyndar höfðu lekið út einhverjar betur af 64 útgáfunni ef ég man rétt - IceCaveman getur kanski staðfest þetta.
Athlon64 emulate-ar ekki til að vinna með 32-bita software... hann ræður uber-vel við það líka.
Athlon64 er í raun uber-32bita örgjörvi sem á bara eftir að rokka meira þegar hugbúnaðurinn fer að styðja 64-bit (og þegar WinXP 64-bit kemur út á þessu ári)
Sem sagt, Athlon64 er góður high-end örgjörvi fyrir daginn í dag, og góð fjárfesting fyrir framtíðina. Hann er á svipuðu verði og Pentium4 3.2Ghz og er betri en hann í leikjum en jafn/aðeins lakari í office forritum.
Þetta er svona mín ályktun af því hvað ég er búinn að sjá af performance mælingum á Tomshardware og Anandtech auk þess að kíkja á verðin á http://www.vaktin.is .... persónulega mæli ég með Athlon64.
P.S. Þetta með slakt móðurborða framboð er að vissu leyti rétt.... þau eru færri, og styðja ekki alveg fítusinn "Cool&Quiet" í Athlon64, en það er nú svosem ekkert CRITICAL dæmi... flestum notendum er sama um rafmagns sparnað.
**breyting** já og svo er auðvitað annar kostur við Cool&Quiet að tölvan er hljóðlátari þegar maður er ekki að reyna á hana... en það er svosem ekki heldur critical fítus, og ef mann virkilega langar í Cool&Quiet þá er hægt að versla móðurborð sem styður það að utan.
Athlon64 er í raun uber-32bita örgjörvi sem á bara eftir að rokka meira þegar hugbúnaðurinn fer að styðja 64-bit (og þegar WinXP 64-bit kemur út á þessu ári)
Sem sagt, Athlon64 er góður high-end örgjörvi fyrir daginn í dag, og góð fjárfesting fyrir framtíðina. Hann er á svipuðu verði og Pentium4 3.2Ghz og er betri en hann í leikjum en jafn/aðeins lakari í office forritum.
Þetta er svona mín ályktun af því hvað ég er búinn að sjá af performance mælingum á Tomshardware og Anandtech auk þess að kíkja á verðin á http://www.vaktin.is .... persónulega mæli ég með Athlon64.
P.S. Þetta með slakt móðurborða framboð er að vissu leyti rétt.... þau eru færri, og styðja ekki alveg fítusinn "Cool&Quiet" í Athlon64, en það er nú svosem ekkert CRITICAL dæmi... flestum notendum er sama um rafmagns sparnað.
**breyting** já og svo er auðvitað annar kostur við Cool&Quiet að tölvan er hljóðlátari þegar maður er ekki að reyna á hana... en það er svosem ekki heldur critical fítus, og ef mann virkilega langar í Cool&Quiet þá er hægt að versla móðurborð sem styður það að utan.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Til einfölduna þá eru kostir þess að kaupa einn örran umfram hinn í stuttu máli:
Athlon64:
1. Betri í nær öllum leikjum m.v. pr-rating.
2. 64-bita stuðningur mun skipta máli í framtíðinni.
3. Betri uppfærslumöguleikar, núverandi P4 platform er að syngja sitt síðasta.
4. Mun svalari í keyrslu en sambærilegir P4 Northwood örgjörvar að ég tali ekki um Prescott.
5. Hann er ekki Intel örgjörvi
Pentium 4 (Northwood)
1. Betri í flestum "encoding" og "rendering" forritum.
2. Betri yfirklukkarar þó að Athloninn sé allur að koma til.
3. Meira úrval af móðurborðum en fyrir Athlon64 eins og sakir standa.
4. Styður Hyper-threading og er því betri í fjölvinnslu.
5. Hann er Intel örgjörvi
Svo er bara að velja og hafna, mér fyrir mitt leyti lýst betur á Atloninn en hver og einn verður að gera upp við sig hvað sé best fyrir hann.
Athlon64:
1. Betri í nær öllum leikjum m.v. pr-rating.
2. 64-bita stuðningur mun skipta máli í framtíðinni.
3. Betri uppfærslumöguleikar, núverandi P4 platform er að syngja sitt síðasta.
4. Mun svalari í keyrslu en sambærilegir P4 Northwood örgjörvar að ég tali ekki um Prescott.
5. Hann er ekki Intel örgjörvi
Pentium 4 (Northwood)
1. Betri í flestum "encoding" og "rendering" forritum.
2. Betri yfirklukkarar þó að Athloninn sé allur að koma til.
3. Meira úrval af móðurborðum en fyrir Athlon64 eins og sakir standa.
4. Styður Hyper-threading og er því betri í fjölvinnslu.
5. Hann er Intel örgjörvi
Svo er bara að velja og hafna, mér fyrir mitt leyti lýst betur á Atloninn en hver og einn verður að gera upp við sig hvað sé best fyrir hann.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég verð nátturlega að gera mína útgáfu, var einmeitt að gera svona verkefni í lífsleikni um daginn
Pentium 4 (Northwood)
1. Betri í næstum öllum "encoding" og "rendering" forritum óyfirklukkaður.
2. Yfirklukkast betur.
3. Meira úrval af móðurborðum en fyrir Athlon64.
4. Styður Hyper-threading og er því betri í fjölvinnslu.
5. Hann er Intel örgjörvi
Athlon64:
1. Örlítið betri flestum leikjum m.v. pr-rating óyfirklukkaður.
2. 64-bita stuðningur fyrir framtíðina.
3. Líklega betri uppfærslumöguleikar, núverandi P4 platform er að ná hámarks afköstum.
4. Hitnar ekki eins mikið og sumir sambærilegir P4 Northwood örgjörvar.
5. Hann er ekki Intel örgjörvi
Intel fanboyinn klikkar ekki
Pentium 4 (Northwood)
1. Betri í næstum öllum "encoding" og "rendering" forritum óyfirklukkaður.
2. Yfirklukkast betur.
3. Meira úrval af móðurborðum en fyrir Athlon64.
4. Styður Hyper-threading og er því betri í fjölvinnslu.
5. Hann er Intel örgjörvi
Athlon64:
1. Örlítið betri flestum leikjum m.v. pr-rating óyfirklukkaður.
2. 64-bita stuðningur fyrir framtíðina.
3. Líklega betri uppfærslumöguleikar, núverandi P4 platform er að ná hámarks afköstum.
4. Hitnar ekki eins mikið og sumir sambærilegir P4 Northwood örgjörvar.
5. Hann er ekki Intel örgjörvi
Intel fanboyinn klikkar ekki
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég verð nú aðeins að gefa álit mitt á þessu orðavali þínu
Ekki gott orðalag, A64 hefur yfirhöndina í þó nokkrum tilfellum, í DivX v5.1.1 DVD2AVI, POV-Ray um helming Cinebench benchmarkanna svo einhver séu nefnd. P4 er betri í flestum, jafnvel langflestum en ekki næstum öllum.
Einfalt og gott, óþarfa orðalengingar hjá mér.
Hvað kallar þú örlítið? Athloninn er 20% hraðari í Splinter Cell, 10-25% í UT2003, 25% í Serious Sam, 25% hraðari í Tomb Raider AOD og jafnaði 5-20% hraðari nema þar sem skjákortið er flöskuháls. Flestum? Ég lýsi eftir leik sem Athloninn er ekki að jafnaði hraðari í, ég man ekki eftir að hafa séð neinn, nema P4EE í Quake en ég hélt að við værum að tala um Northwood vs. Clawhammer.
Ekkert líklega, eða hefðiru sagt að S478 hefði "líklega" betri uppfærslumöguleika en S423 þegar sá fyrrnefndi kom út? Ég hélt ekki, ég skal reikna þetta sem yfirsjón af þinni hálfu. Bæði SocketA og S478 eru deyjandi platformar, S754 og S775 eru framtíðin.
Þetta væri mjög gott ef þú hefðir annaðhvort sleppt orðinu "sumir" eða orðinu "sambærilegir", þegar þau eru höfð bæði þá getum við bara talið með P4 örgjörva yfir 3.0GHz sem eru ALLIR heitari en sambærilegir Athlon64 örgjörvar.
Nei, hann klikkar ekki, við skulum segja að hiksti öðru hverju
Annars er mjög gaman að sjá hvernig ólíkt orðalag getur breytt merkingunni talsvert, það er þó munur á að fegra orðavalið og að fara með rangar eða villandi staðhæfingar.
Betri í næstum öllum "encoding" og "rendering" forritum óyfirklukkaður.
Ekki gott orðalag, A64 hefur yfirhöndina í þó nokkrum tilfellum, í DivX v5.1.1 DVD2AVI, POV-Ray um helming Cinebench benchmarkanna svo einhver séu nefnd. P4 er betri í flestum, jafnvel langflestum en ekki næstum öllum.
Yfirklukkast betur.
Einfalt og gott, óþarfa orðalengingar hjá mér.
Örlítið betri flestum leikjum m.v. pr-rating óyfirklukkaður.
Hvað kallar þú örlítið? Athloninn er 20% hraðari í Splinter Cell, 10-25% í UT2003, 25% í Serious Sam, 25% hraðari í Tomb Raider AOD og jafnaði 5-20% hraðari nema þar sem skjákortið er flöskuháls. Flestum? Ég lýsi eftir leik sem Athloninn er ekki að jafnaði hraðari í, ég man ekki eftir að hafa séð neinn, nema P4EE í Quake en ég hélt að við værum að tala um Northwood vs. Clawhammer.
Líklega betri uppfærslumöguleikar, núverandi P4 platform er að ná hámarks afköstum.
Ekkert líklega, eða hefðiru sagt að S478 hefði "líklega" betri uppfærslumöguleika en S423 þegar sá fyrrnefndi kom út? Ég hélt ekki, ég skal reikna þetta sem yfirsjón af þinni hálfu. Bæði SocketA og S478 eru deyjandi platformar, S754 og S775 eru framtíðin.
Hitnar ekki eins mikið og sumir sambærilegir P4 Northwood örgjörvar.
Þetta væri mjög gott ef þú hefðir annaðhvort sleppt orðinu "sumir" eða orðinu "sambærilegir", þegar þau eru höfð bæði þá getum við bara talið með P4 örgjörva yfir 3.0GHz sem eru ALLIR heitari en sambærilegir Athlon64 örgjörvar.
Intel fanboyinn klikkar ekki
Nei, hann klikkar ekki, við skulum segja að hiksti öðru hverju
Annars er mjög gaman að sjá hvernig ólíkt orðalag getur breytt merkingunni talsvert, það er þó munur á að fegra orðavalið og að fara með rangar eða villandi staðhæfingar.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég ætla að læra af gumol og hafa þetta einfalt, breytti líka röðuninni.
Clawhammer vs. Northwood v2.0
Northwood:
1. Betri "encoding" og "rendering" forritum
2. Yfirklukkast betur.
3. Meira úrval af móðurborðum.
4. Hyperthreading stuðningur.
5. Intel örgjörvi
Clawhammer:
1. Betri í leikjum og pökkurnaforritum.
2. Keyrir kaldar en sambærilegir Northwood örgjörvar.
3. Betri uppfærslumöguleikar.
4. 64-bita stuðningur fyrir framtíðina.
5. Ekki Intel örgjörvi
Eru menn ekki sáttir við þetta?
Clawhammer vs. Northwood v2.0
Northwood:
1. Betri "encoding" og "rendering" forritum
2. Yfirklukkast betur.
3. Meira úrval af móðurborðum.
4. Hyperthreading stuðningur.
5. Intel örgjörvi
Clawhammer:
1. Betri í leikjum og pökkurnaforritum.
2. Keyrir kaldar en sambærilegir Northwood örgjörvar.
3. Betri uppfærslumöguleikar.
4. 64-bita stuðningur fyrir framtíðina.
5. Ekki Intel örgjörvi
Eru menn ekki sáttir við þetta?
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Það er engin ástæða fyrir menn að uppfæra ef tölvan þeirra er að gera góða hluti. Ég ætla að býða af mér þetta breytingaskeið. Það eru svo margar nýjungar handan við hornið, PCI-X, DDR2, nýjir sökklar hjá bæði Intel og AMD, 90nm örgjörvar frá AMD, ný steppun á prescott frá Intel, ný kynslóð skjákorta frá bæði ATI og Nvidia og svo mætti áfram telja.
Ég er að yfirklukka xp1700 örran minn upp í 2.0GHz 166Mhz FSB eða 2400+, hann er alveg að nægja mér fínt, sömuleiðis Ti4200 kortið mitt svo ég er ekkert að flýta mér
Ég er að yfirklukka xp1700 örran minn upp í 2.0GHz 166Mhz FSB eða 2400+, hann er alveg að nægja mér fínt, sömuleiðis Ti4200 kortið mitt svo ég er ekkert að flýta mér
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Sökkullinn fyrir Athlon64 er 754 pinna (socket 754) en það er að koma nýr 939 pinna sökkull með dual-channel minnisstýringu. Ég er persónulega ekki mjög hrifinn af þesari tvískiptingu þeirra og fatta ekki alveg afvherju þeir notuðu ekki bara með 939 pinna sökkulinn frá byrjun, það kann þó að vera tæknilegt atriði.
Þeir virðast þó ætla að bjóða uppá góða uppfærslumöguleika fyrir 754 pinna sökkulinn og eru með 2.8GHz (4000+) clawhammer byggðan á 90nm vinnsluaðferð á vegkortum sínum tímasettan í lok ársins eða byrjun þess næsta.
Intel hafa hins vegar ekki gefið upp neinn hraðari örgjörva fyrir S478 en þá sem þegar eru komnir. Socket 775 virðist vera málið fyrir þá.
PR-rating eru númerin sem AMD gefur örgjörvunum sínum og eru oftast notuð til að bera þá saman við GHz tölu P4 örrana.
Þeir virðast þó ætla að bjóða uppá góða uppfærslumöguleika fyrir 754 pinna sökkulinn og eru með 2.8GHz (4000+) clawhammer byggðan á 90nm vinnsluaðferð á vegkortum sínum tímasettan í lok ársins eða byrjun þess næsta.
Intel hafa hins vegar ekki gefið upp neinn hraðari örgjörva fyrir S478 en þá sem þegar eru komnir. Socket 775 virðist vera málið fyrir þá.
PR-rating eru númerin sem AMD gefur örgjörvunum sínum og eru oftast notuð til að bera þá saman við GHz tölu P4 örrana.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Það er nú ekki sniðugt að mæla þetta eftir mælieiningu AMD þegar er verið að bera þá saman, nota frekar meðal 3rd party mælingar.
Það er ekki verið að mæla eftir mælieiningu AMD, hver hardware síða hefur sitt sett af afkastamælingum sem þeir prófa örgjörva með. AMD nota sjálfir sitt sett til að merkja örgjörvana sína, það má deila um hversu gott það er en flestar hardware síður eru á sama máli og geta ekki gert upp við sig hvort t.d. 3.2GHz P4 eða Athlon64 3200+ séu hraðvirkari, það veltur mikið til á því hvernig keyrslu er um að ræða og einnig hvaða einstök forrit eru notuð. Yfir heildina litið eru merkingar AMD á Athlon64 örgjörvunum réttlætanlegar.
Það sem ég vildi bend á með sökklana var að AMD eru líka að koma með nýa sökkal. Intel verður bara á undan og taka stökkið og gera það kanski hraðar.
Eru menn eitthvað snemma í því á föstudagskvöldi, nei ég segi nú bara svona?
AMD hafa gefið út að þeir ætli að fleyta socket 939 úr höfn þann 29 þessa mánaðar sem var reyndar upphaflega líka áætluð dagsettning fyrir FX-53 en hann er nú þegar afhjúpaður.
Intel hafa ekki gefið út nákvæma dagsettningu á Socket 775 en þeir virðast ætla að verða eitthvað á eftir AMD ef áðurgreind dagsettning stenst. Nema þeir dragi kanínu úr hatti sínum, það hafa þeir reyndar gert áður en ég hef þó mínar efasemdir í þetta sinn. Ég held að þeir vilji flýta sér hægt og ganga vel frá hlutunum ólíkt því sem raunin var með prescott.
En það er gott að sjá að þú heldur trú þinni á Intel