starionturbo skrifaði:Hvernig datt þér í hug að byrja á MSSQL, fyrir það fyrsta þá er documentation algjört crap og í öðru lagi er það viðbjóður hehe.
En þetta ætti að virka eins og í MySQL
Kóði: Velja allt
Select Ferd.afangastadur, Medlimur.kennitala, Bokun.bokadurFjoldi
FROM Ferd, Medlimur, Bokun
WHERE Ferd.tegundFerdar = Bokun.bokunarnumer
Nei bíddu það er eitthvað bogið við WHERE ruslið þitt, 3 Jafntog merki í einu where-i er ekki að gera sig?
Annars á ég öll þessi verkefni skiluð í MySQL og 10 fyrir hvert eitt og einasta.
Takk fyrir að svara.
Þetta verkefni heitir GSF103_Skilaverkefni_2
En ég er svosem ekki að byðja endilega um lausnina bara á silfurfati heldur er ég fyrst og fremst að leita af hjálp og ef að þú gætir litið á þetta og gefið mér hugmyndir þá væri það vel þegið , en ég já , nei ætli 3 samasem séu ekki eitthvað bogin
En það sem þú gafst mér upp í code glugganum skilar mér samt sem áður töflu , en hún verður bara tóm.
En ég er annars bara að læra MSSQL vegna þess að það er það sem áfanginn snýst um , en ætli ég muni svo ekki kynna mér fleira.
Daz skrifaði:Fyrir það fyrsta
ON Ferd.tegundFerdar=Medlimur.postnumer=Bokun.bokunarnumer
Er tegundferdar sama sem postnumer og er postnumer sama sem bokunarnúmer? Hljómar ekki líklegt. (Svo er ég mjög efins um að þú getir sett upp svona þrefalt "samasem".
Annað, venjulega seturðu "join skilyrði" við hverja join skipun, en ekki fyrir aftan þær allar s.s.
Kóði: Velja allt
select t1.*, t2.*, t3.*
from table1 t1
join table2 t2 on t2.fKey = t1.key
join table3 t3 on t3.fKey = t2.key
(sambærileg skipun)
Kóði: Velja allt
select t1.*, t2.*, t3.*
from table1 t1, table2 t2, table3 t3
where t2.fKey = t1.key
and t3.fKey = t2.key
Efri samsetningin er ANSI SQL og er nýrri (sem og orðin meira industry standard, bæði í MSSQL og Oracle). Í Oracle eru þessar skipanir líka 100% jafngildar, gefa sama execution plan. (Ef þessar skipanir eru ekki 100% jafngildar, þá myndi ég líka halda að það væri eitthvað að kerfinu
)
Takk fyrir að svara.
Heyrðu já ég reyndi að nota þetta svona en hbvað er fKey hjá þér í þessu ?
Er table1 , bara fyrsta taflan sem ég nota í samanburðinum , og svo table2 önnur taflan ?
Hvað er t1 , t3 , og það í þessu dæmi sem þú gafst mér ?