Win7 network vesen

Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Win7 network vesen

Pósturaf Jimmy » Fös 29. Jan 2010 22:03

Sælir!
Lenti í því í morgun að allt í einu hætti borðtölvan hjá mér að geta tengst netinu..
Er með 2 víraðar borðtölvur(báðar með win7 ultimate), 1 víraðann wdtv live, 1 þráðlausann lappa(xp pro) og þráðlausa ps3 tengt inná networkið..
Þetta virkaði allt saman 100% í gærkvöldi og ekkert vesen, svo þegar ég ætla á netið í hádeginu í borðtölvunni þá getur hún ekki tengst networkinu og þal ekki netinu.
Var með hana í homegroup ásamt hinni borðtölvunni á netinu og hefur það gengið fínt án vandræða undanfarna mánuði.
Síðan í gær/fyrradag sett ég inn office word+excel og þá fór windowsið að sækja nokkur updates, og hún sótti einnig 3 updates í nótt. Fyrst grunaði mig að þessi updates hefðu fokkað upp networkinu þannig að það fyrsta sem ég gerði var að sjálfsögðu að restorea vélinni síðan í fyrradag, það hjálpaði ekki.
Síðan prófaði ég að uninstalla drivernum fyrir netkortið og installa honum aftur í gegnum windowsið, hjálpaði heldur ekki.
Einnig tók ég eftir einu sérstöku, ef ég slekk á routernum og kveiki á honum aftur á meðan ég er með network gluggann opinn, þá sé ég hinar tölvurnar á networkinu poppa upp í glugganum í nokkrar sek tvisvar eða þrisvar og svo ekki söguna meir..
Væri alveg hreint yyyyndislegt ef einhver hefði hugmynd um hverju þetta vandamál tengist!

Jimmy.


~


Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Win7 network vesen

Pósturaf Cikster » Fös 29. Jan 2010 22:32

Fyrsta sem ég mundi prufa væri að uninstalla drivernum og setja inn driver beint frá framleiðanda. Hefur komið fyrir að driverar frá M$ séu ekki að virka.



Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Win7 network vesen

Pósturaf Jimmy » Fös 29. Jan 2010 23:17

Mér datt það einmitt í hug.. en þessi driver er búinn að vera að virka i þessa 2-3 mánuði síðan ég setti win7 á vélina.. svoldið fönkí að hann detti út sisona. :?


~


Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Win7 network vesen

Pósturaf Cikster » Lau 30. Jan 2010 06:24

En ef windows er búið að "uppfæra" driverinn fyrir netkortið þá dugar ekki að uninstalla honum og láta windows finna hann. Kemur þá bara sami driver aftur inn. Það sem ég mundi gera væri að installa drivernum frá framleiðandanum, restarta og fara síðan á windows update til að athuga hvort driver fyrir netkortið sjáist þar. Ef kemur upp driver fyrir netkorti á windows update mundi ég hægri klikka á hann og velja "hide update" þannig að update laumi honum ekki inn aftur.



Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Win7 network vesen

Pósturaf Jimmy » Lau 30. Jan 2010 09:58

Sæll, prófaði að henda út drivernum sem var fyrir og setja inn driver af heimasíðu framleiðandans, er á sama stað og ég var :(
Mig grunar að driverinn fyrir netkortið sjálft sé í lagi þar sem að þegar ég rebootaði routernum í gær þá sá ég pcið detta inn og útaf networkinu, þ.e. ég sá hitt pcið og lappann detta inn og út í 'network' glugganum í pcinu..


~

Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Win7 network vesen

Pósturaf Jimmy » Lau 30. Jan 2010 10:03

Einnig eins og þetta er hjá mér núna þá er ip-talan hjá mér í ipconfig 192.254.176.169 og ekkert í default gateway og ekkert í connection-specific dns suffix
Ef ég breyti þessu og geri þetta svipað og í hinum vélunum á heimilinu(sama gateway/subnet og svipaða IP tölu) þá lýtur það út eins og ég sé tengdur netinu, en ég næ samt sem áður ekki að pinga neitt né tengjast neinu..


~

Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Win7 network vesen

Pósturaf Jimmy » Lau 30. Jan 2010 17:39

Viti menn, prófaði að skipta um port á routernum, fixaði allt.
Routerinn að fokka upp.


~