Ég er með 360GB af VHS heimavídeóum sem er búið að færa yfir á .mov formatt. Hvert vídeó er aðeins í kringum 30 mínútur en 7-8GB að stærð. Semsagt alveg sturluð sóun á plássi ...
Ég var að spá í að converta þessu á eitthvað form sem er ekki eins plássfrekt, t.d DivX, XVid eða jafnvel x264 ...
Vitið þið um einhvern ókeypis, þægilegan video converter sem gæti gert þetta? Sökum magnsins væri alls ekki verra ef það væri hægt að gera "batch" vinnslur í honum eða keyra hann í cmd-line til að ráðast á allt draslið hvert á eftir öðru.
Þægilegur video converter
Re: Þægilegur video converter
Ég var líka með tölvuna fulla af svona, eina formatið sem ég þori að mæla með er mpeg2 þe. ef þú ætlar að henda orginalnum.ef ég breyti í mkv.(H264)eða xvid.þá er það alltaf töpuð gæði og erfitt að fara til baka.Þau forrit sem ég er að nota eru "corel videostudio" og" Divx autor"
Re: Þægilegur video converter
Mpeg2 er líka lossy.. Og persónulega líkar mér ekki nógu vel við það.
En þetta er af VHS svo það skiptir litlu máli hvaða form þú velur en ég myndi nota Xvid í .avi, sem mun ekkert koma illa út ef það er gert rétt.
En þetta er af VHS svo það skiptir litlu máli hvaða form þú velur en ég myndi nota Xvid í .avi, sem mun ekkert koma illa út ef það er gert rétt.
Re: Þægilegur video converter
Heyrði einhversstaðar að það væri oft ekki hlaupið að því að breyta um format og hafa gæði í lagi.
Best væri að ganga út frá einu góðu formati í upphafi.
Gangi þér samt vel.
Best væri að ganga út frá einu góðu formati í upphafi.
Gangi þér samt vel.
Nörd
Re: Þægilegur video converter
Eg ráðlegg þér að gera ekkert sem fórnar gæðum.Ef þetta eru heimavideo fjölskyldunnar fáðu þér frekar annan disk.Og allur tíminn sem fór í aðtaka þetta á sínum tíma hlytur að vera disks virði það verður ekki aftur snuið ef þú tapar gæðunum
Er ekki mpeg2 það þjöppunarform sem Dvd myndir eru þjappaðar í? það er það form sem ég þjappa mín stafrænu heima video í. mér virðist að þar séu töpin minnst.þá verða 4Gig að 1Gig Ef maður tekur analog video eins og VHS. og þjappar þeim í stafrænt form sem ekki er gott.þá virðast gallarnir sameinast og útkoman getur orðið ónothæf.
Er ekki mpeg2 það þjöppunarform sem Dvd myndir eru þjappaðar í? það er það form sem ég þjappa mín stafrænu heima video í. mér virðist að þar séu töpin minnst.þá verða 4Gig að 1Gig Ef maður tekur analog video eins og VHS. og þjappar þeim í stafrænt form sem ekki er gott.þá virðast gallarnir sameinast og útkoman getur orðið ónothæf.
Re: Þægilegur video converter
tolli60 skrifaði:Er ekki mpeg2 það þjöppunarform sem Dvd myndir eru þjappaðar í?
Jújú.
tolli60 skrifaði:það er það form sem ég þjappa mín stafrænu heima video í. mér virðist að þar séu töpin minnst.þá verða 4Gig að 1Gig Ef maður tekur analog video eins og VHS. og þjappar þeim í stafrænt form sem ekki er gott.þá virðast gallarnir sameinast og útkoman getur orðið ónothæf.
Nú sýnist hverjum sitt bara.. Málið, eins og ég sé það, er einfaldlega að gæðin á VHS upptökunni eru það slæm að það skiptir í raun engu máli hvaða format það er þjappað í (svo lengi sem það er gert rétt fyrir hvert format fyrir sig) og þess vegna myndi ég nota það sem endar á að taka sem minnst diskapláss á endanum.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3123
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þægilegur video converter
Sælir og takk fyrir svörin,
Ég er með Ulead Video Studio 11 og það getur convertað í allan fjandann, en þó hvorki DivX né Xvid. Ég prufaði að converta yfir í MPEG2 og við það fór skráin úr 7.4GB niður í 1.7GB án þess að tapa nokkrum sýnilegum gæðum að mínu mati.
Notabene að þetta eru upptökur úr ELD gamalli VHS vél og spólurnar eflaust misgóðar þannig að gæðin í originalnum eru frekar léleg.
Ég er svosem með nóg pláss á servernum, eða einhverstaðar á milli 2 og 3 TB, en finnst þetta vera að taka alveg óþarflega mikið pláss. Ég hugsa að ég kýli bara á að converta þessu yfir í MPEG2.
Vitið þið um einhvern þægilegan command line converter sem væri hægt að scripta? Þetta eru fjandi margar skrár og væri gott að leyfa þessu að ganga yfir nótt.
Ég er með Ulead Video Studio 11 og það getur convertað í allan fjandann, en þó hvorki DivX né Xvid. Ég prufaði að converta yfir í MPEG2 og við það fór skráin úr 7.4GB niður í 1.7GB án þess að tapa nokkrum sýnilegum gæðum að mínu mati.
Notabene að þetta eru upptökur úr ELD gamalli VHS vél og spólurnar eflaust misgóðar þannig að gæðin í originalnum eru frekar léleg.
Ég er svosem með nóg pláss á servernum, eða einhverstaðar á milli 2 og 3 TB, en finnst þetta vera að taka alveg óþarflega mikið pláss. Ég hugsa að ég kýli bara á að converta þessu yfir í MPEG2.
Vitið þið um einhvern þægilegan command line converter sem væri hægt að scripta? Þetta eru fjandi margar skrár og væri gott að leyfa þessu að ganga yfir nótt.