IBM T43 Fatal Error


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

IBM T43 Fatal Error

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 03. Nóv 2009 11:21

Sælir,

Félagi minn á ca 5 ára gamla IBM thinkpad T43 með windows XP. Hún er tilturlega nýuppsett með nýjan disk og aukið minni (minna en 2 mánuðir). Það hafa ekki verið vandamál með hana hingað til, alveg þangað til í fyrradag.
Tölvan ræsir upp, kemst í gegnum login skjáinn og inní windows umhverfið og þegar hún virðist vera á seinustu metrunum að keyra sig upp þá hrynur hún. Fær upp bljáská með meldingunni:

Kóði: Velja allt

Stop: c000021a (Fatal System Error)


Með google hef ég getað tengt þetta við Winlogon og CSRSS þjónustur windows. Kóperaði þessar skrár úr heilgbrigðu windowsi og færði yfir. Það hjálpaði ekki. Google bendir líka á að Winlogon þjónustan getur
krassað ef GINA.dll er ekki rétt eða corrupt.

Norton eða sambærilegar þjónustur keyra ekki á vélinni. Mér dettur í hug að þetta gæti verið tengt sjálfvirkri uppfærslu frá Windows Update.

Memtest hefur verið keyrt og gefur grænt ljós. Last known good configuration virkar ekki. Safe mode virkar.

Vélin er nýuppsett þannig að mig langar helst ekki að setja hana upp aftur, hef einfaldlega bara ekki tíma til þess. Er einhver leið að færa til baka uppfærslur frá Windows update? Eða er eitthvað annað sem að mér er að yfirsjást.

kv.

KG



Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: IBM T43 Fatal Error

Pósturaf Gothiatek » Þri 03. Nóv 2009 11:43

Kannski svolítið langsótt, en ég man eftir blue screen sem ég fékk á T43 vél fyrir nokkru (man náttúrulega ekkert nákvæmlega error kóðann). Það reyndist tengjast einni ákveðinni version af Cisco VPN clientnum.

Vildi bara láta þig vita, ef ske kynni að þú værir að keyra VPN.


pseudo-user on a pseudo-terminal

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: IBM T43 Fatal Error

Pósturaf BjarniTS » Þri 03. Nóv 2009 11:59

System restore ?

Annars alltaf leiðinlegt að lenda í svona.


Nörd

Skjámynd

Legolas
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Fim 22. Júl 2004 22:18
Reputation: 2
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: IBM T43 Fatal Error

Pósturaf Legolas » Þri 03. Nóv 2009 12:19

úff.. kannast við þetta og finn til méð þér en þetta er bara Windows XP :roll:
ég mundi setja vélina strax upp aftur, ömurlegt en það frekar en að standa í þessu brasi.
Reyndu að redda þér (ef þú ert ekki með það) Win XP Service Pack 3 kanski hjálpar það.


INTEL Core QuadCore i5-6600k @4.3GHz : GIGABYTE Z170x-Gaming 3 G1 (Skylake) : GIGABYTE GTX1060 G1 GAMING 6GB :
CORSAIR Vengeance LPX 2x8GB DDR4 3.000MHz : BenQ EX3501R
+ DELL P2714H