Pósturaf helgiks » Fös 30. Okt 2009 19:29
Ég fann mig bara knúinn til að svara þessu...
Ég myndi mæla með python fyrir byrjenda hvaða dag ársins sem er. Ef þú hefur gífurlegann áhuga og vilt læra *forritun* er C alltaf must og mjög skemmtilegt mál. En skemmtilegasta, einfaldasta mál sem ég hef prufað er python. Þrátt fyrir einfaldleika býr það yfir gífurlegum krafti fyrir alla mögulega forritun, einnig getur python forrit keyrt á java vm-inu og geturu því nýtt þér ýmis java library.
Python hefur líka sýnt sig á mörgum sviðum og er notað í *alvöru* verkefni á ýmsum stöðum, og vinsældir þess eru að aukast þannig að kunnáttu í python er líka hægt að nota á vinnumarkaði.
Það eru til tvær fríar (open source) byrjenda bækur um python sem eru frekar góðar, ein heitir Think Python og gerir ekki ráð fyrir neinni kunnáttu í forritun og kennir allt frá grunni með python, hin heitir Dive into python og gerir ráð fyrir kunnáttu í forritun en er einfaldlega að kenna python.
Best er fyrir þig að líta á þau mál sem þú hefur áhuga á og skoða sjálfur og velja eftir því sem þér finnst líta best út. Ekkert þessara mála er að fara að deyja út á næstunni og hægt að nota þau flest öll einhverstaðar. Greining þín á málunum þarf ekki að vera dýpri en það að þér finnst hitt eða þetta einfaldlega fallegra, einfaldara, eða skiljanlegra til að geta réttlætt fyrir sjálfum þér að þú sért að velja "rétt".
Þegar þú hefur lært eitt er hægt að taka upp annað og þá mun kunnátta í öðru máli, sama hvaða mál það er, nýtast til að læra það næsta.
ruby, python, perl, c, c++, c#, java, haskell, asm, lisp, scheme, bash, php, javacsript .. það skiptir ekki öllu máli, finndu og skoðaðu og lærðu það sem höfðar mest til þín. Það er ekkert leiðinlegra en að reyna að læra eitthvað forritunarmál sem manni finnst ljótt eða leðinlegt.