Vírusvörn


Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vírusvörn

Pósturaf GTi » Mán 24. Ágú 2009 12:59

Hvaða vírusvörn er sú besta?
Hef verið að nota Symantec AntiVirus í nokkur ár og aldrei fengið neitt crap í tölvuna hjá mér. En ég var að kaupa mér nýja tölvu sem hefur Windows Vista. Þegar að ég set diskinn Symantec Antivirus 10.1 diskinn í kemur að forritið hafi "known compatibility issues". Þar sem að ég veit ekkert hvort þetta sé algeng melding hjá Vista ákvað ég nú að bíða með að setja þetta inn og ákvað að horfa eftir öðrum lausnum.

Hvað segið þið? Með hverju mælið þið og af hverju?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf mind » Mán 24. Ágú 2009 15:10

Ef þarf vírusvörn þá nota ég yfirleitt AVG. Ekki fullkomin en hún er ókeypis og hægir ekki um of á tölvunni.

En....

Góður eldveggur + vitsmunirnir til að vera ekki að smella á ókeypis broskallar fyrir msn eða þú hefur unnið , smelltu hér hnappa á internetinu varnar manni frá eiginlega öllu. Allavega hefur það stoppað allt hjá mér 2 síðustu árin eða svo.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf AntiTrust » Mán 24. Ágú 2009 15:16

Var dyggur AVG notandi, þar til ég prufaði nýjasta Avira free edition.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf Hargo » Mán 24. Ágú 2009 15:17

Ég heyrði nú einu sinni að forstjóri Microsoft á Íslandi notaði ekki vírusvörn sjálfur. Hann sagðist keyra browserinn í virtual vél ef hann þarf að browsa netið...á að hafa sagt þetta á einhverjum fyrirlestri.

Sjálfur nota ég alltaf Avast, ókeypis og hefur ekki brugðist mér hingað til.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf AntiTrust » Mán 24. Ágú 2009 15:56

Hargo skrifaði:Ég heyrði nú einu sinni að forstjóri Microsoft á Íslandi notaði ekki vírusvörn sjálfur. Hann sagðist keyra browserinn í virtual vél ef hann þarf að browsa netið...á að hafa sagt þetta á einhverjum fyrirlestri.


Hahaha, það er svo svalt að það nær engri átt!




stefan251
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 13:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf stefan251 » Mán 24. Ágú 2009 16:00

eg nota ekki virus vörn en avg mundi eg mæla með



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf intenz » Lau 17. Okt 2009 10:48

AntiTrust skrifaði:Var dyggur AVG notandi, þar til ég prufaði nýjasta Avira free edition.

=D>


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf einarhr » Lau 17. Okt 2009 11:00

GTi skrifaði:Hvaða vírusvörn er sú besta?
Hef verið að nota Symantec AntiVirus í nokkur ár og aldrei fengið neitt crap í tölvuna hjá mér. En ég var að kaupa mér nýja tölvu sem hefur Windows Vista. Þegar að ég set diskinn Symantec Antivirus 10.1 diskinn í kemur að forritið hafi "known compatibility issues". Þar sem að ég veit ekkert hvort þetta sé algeng melding hjá Vista ákvað ég nú að bíða með að setja þetta inn og ákvað að horfa eftir öðrum lausnum.

Hvað segið þið? Með hverju mælið þið og af hverju?


ég hef sjálfur notað Symantec í nokkur ár og mjög sáttur við hana, það er til Vista útgáfa líka :)


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf lukkuláki » Lau 17. Okt 2009 11:10

Sækir bara vista útgáfuna fyrir Symantec þarft ekkert að nota diskinn
Mæli samt með http://www.avast.com
Home útgáfan er ókeypis


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16552
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2130
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf GuðjónR » Lau 17. Okt 2009 12:05

Ég tek frekar sénsinn, þoli ekki þessar vírusvarnir.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf intenz » Lau 17. Okt 2009 12:29

GuðjónR skrifaði:Ég tek frekar sénsinn, þoli ekki þessar vírusvarnir.

Þú ert bjáni ef þú ert með þetta viðhorf.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf isr » Lau 17. Okt 2009 12:41

Sammála Guðjóni,hundleiðinlegar og til vandræða oftast nær.




Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf Arkidas » Lau 17. Okt 2009 13:10

F-PROT ( Lykla-Pétur ) hefur reynst mér best.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf intenz » Lau 17. Okt 2009 13:41

isr skrifaði:Sammála Guðjóni,hundleiðinlegar og til vandræða oftast nær.

Þetta er bara hugsunarháttur sem á bara að tíðkast hjá heimskingjum, ekki tölvuáhugamönnum.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf isr » Lau 17. Okt 2009 16:02

Þetta er bara hugsunarháttur sem á bara að tíðkast hjá heimskingjum, ekki tölvuáhugamönnum
intenz,þetta er bara mín skoðun,má ekki viðra skoðanir sínar hér. Kannski ert þú einn af þessum sem eru alltaf með fulla tölvu af vírusum,varnirnar eru vissulega góðar fyrir þá.
Ég notaði vírusvörn í mörg ár en er hættur því nú,allavega í bili...



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf Gunnar » Lau 17. Okt 2009 16:22

ef þú kannt á netið og ert ekki að ýta á linka að óþörfu þá þarftu ekki vírusvarnir.
ert ekkert heimskur ef þú notar ekki vírusvarnir og þú veist hvað þú ert að gera. frekar gáfaður....



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf Danni V8 » Lau 17. Okt 2009 16:48

Að sleppa vírusvörn er eins og að sleppa bílbeltum. Sure, þú kannt að keyra og ert langbestur í akstrinum í þokkabót. Passar þig bara að lenda ekki í árekstri og þá hefurðu ekkert við beltin að gera. En ef, bara ef, eitthvað kemur uppá og þú lendir í árekstri án þess að vera með beltið spennt, þá áttu eftir að sjá eftir því.

Ég sjálfur þoli ekki þessar vírusvarnir, fara ekkert smá mikið í taugarnar á mér. Ég var einusinni með vírusvörnina disabled í 2 mánuði vegna þess að ég taldi mig ekki þurfa á henni að halda. Síðan kveikti ég á henni aftur og var búinn að vera með hana á í ca 3 vikur og þá stoppaði hún vírus sem að hefði annars valdið mér vandræðum. Ég passa mig alltaf þegar ég vafra um á netinu en einhvernveginn fór þessi framhjá mér, ég man ekki hvaðan vírusinn kom og hvað ég var að gera, en það var ekkert varhugavert....


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf lukkuláki » Lau 17. Okt 2009 16:56

Þið sem þolið ekki vírusvarnir, prófið Avast þið finnið ekkert fyrir henni en hún virkar mjög vel.
Ég tala af margra ára reynslu.

http://www.avast.com

http://www.avast.com/eng/download-avast-home.html

Kostar ekkert og virkar þrælvel. Ekkert vesen.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf intenz » Lau 17. Okt 2009 17:10

isr skrifaði:
Þetta er bara hugsunarháttur sem á bara að tíðkast hjá heimskingjum, ekki tölvuáhugamönnum
intenz,þetta er bara mín skoðun,má ekki viðra skoðanir sínar hér. Kannski ert þú einn af þessum sem eru alltaf með fulla tölvu af vírusum,varnirnar eru vissulega góðar fyrir þá.
Ég notaði vírusvörn í mörg ár en er hættur því nú,allavega í bili...

Jú jú, það má auðvitað viðra skoðanir sínar hér. Annars nei, ég er ekki einn af þessum sem eru alltaf með fulla tölvu af vírusum, ég er bara með vírusvörn til öryggis, þar sem netið works in mysterious ways og því aldrei hægt að fyrirbyggja vírusa neinstaðar, sama hversu varkár maður er. Það hefur jú fundist "vírus" inni á microsoft.is og er sú síða talin vera örugg. Málið er bara að þegar internetið er annars vegar er enginn öruggur.

Mér finnst þetta bara vera heimska í svona fólki og ég tala nú ekki um sjálfselska. Ef þú ert ekki með vírusvörn og færð vírus gætiru e.t.v. ekkert fundið fyrir því. Svo ferðu á LAN eða sendir einhverjum einhverja skrá yfir MSN/whatever, þá ertu búinn að sýkja viðkomandi.

Þú getur léttilega fundið vírusvörn sem þú finnur ekkert fyrir, og mæli ég þá helst með Avira Antivir.

Gunnar skrifaði:ef þú kannt á netið og ert ekki að ýta á linka að óþörfu þá þarftu ekki vírusvarnir.
ert ekkert heimskur ef þú notar ekki vírusvarnir og þú veist hvað þú ert að gera. frekar gáfaður....

Nei, þetta er ekki rétt hjá þér. Þú telur þig vera gáfaðan og telur þig ekki þurfa vírusvörn, en þú ert í raun bara heimskur og sjálfselskur. Svo framarlega sem þú ert nettengdur, þarftu vírusvörn. Það er bara þannig. Ég setti upp tölvu fyrir svolitlu síðan og hafði hana tengda beint út á netið með router w/DHCP. Eftir að tölvan var komin á netið leið ekki mínúta þangað til hún varð yfirfull af einhverju drasli sem hafði náð til hennar. Jú jú, eldveggur hefði verið góð lausn, en samt, ég ákvað að prófa þetta. Ef internetið er annars vegar er enginn öruggur, það er bara þannig.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvörn

Pósturaf Selurinn » Lau 17. Okt 2009 17:29

Ég var einn af þessum sem að töldu sig ekki þurfa vírusvörn í nokkur ár.
Svo alltaf einhvernveginn þá sleppur þetta í gegn.
Torrent, ásamt minnislykla frá félögum vinum eða vírus sem þú hefur fengið á þínum lykli frá öðrum, getur líka gerst þegar þú ert á Lani og allar vélarnar eru local tengdar og það er verið að henda hinum og þessum skrám á milli.
Nod32 hefur alltaf verið í uppaháldi hjá mér þar sem hún lætur mann ekki vita af neinu, nei, ekki einu sinni þegar hún hefur uppfært sig, engin splash screen, ekkert, þú tekur ekki einu sinni eftir henni.
Einungis þegar að vírus hefur verið uppljóstraður þá að sjálfsögðu lætur hún mann vita og hversskonar aðgerð þú vilt framkvæma.