Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Nú er ég loks kominn í splunkunýja íbúð og nokkurnveginn búinn að setja tölvukerfið upp eins og ég vill hafa það - EN það eru nokkrir böggar á. Uppsetningin sést á Diagraminu neðst, en hér eru betri útskýringar á setupinu og vandamálinu.
Ég er með 12Mb tengingu frá tal og því með Zyxel 660 routerinn frá þeim. Inní tölvuherbergi er ég með PC og 2 servera, annarsvegar WinHomeServer og WinServer2003. WHS er með um 2Tb (soon to be 4Tb)
diskapláss og geymir allt mitt efni, tónlist, myndbönd, hugbúnað, ljósmyndir, backup og fl. Dell serverinn keyrir á W2k3 Enterprise server settur upp á File Server role, og hefur þann eina tilgang að taka backup af WHS servernum sjálfum (þar sem það er engin leið til þess að láta hann taka backup af sjálfum sér), ásamt því að geyma secondary backup af öllum restore images sem WHS býr til á hverri nóttu af öllum vélum á heimilinu.
Nú eru flöskuhálsar útum allt í kerfinu hjá mér - ég veit það afþví að ég get tæplega haft efni streaming inní stofu og svefnherbergi á sama tíma, hvorugt HD, og ég fæ í sífellu DLNA eða DNS errora á PS3 eða lagg inní svefnherbergi. Núna þarf ráðleggingar/hjálp við að komast að því hvar flöskuhálsinn liggur, án þess að prufa hvern hlut heima hjá mér fyrir sig, og hvernig sé best að leysa hann.
Oftast er ég t.d. að reyna að stream-a tveim mismunandi skrám á sama tíma á sitthvorn staðinn, inn í svefnherbergi og inn í stofu, bæði myndbandsskrár í DVD rip gæðum í besta falli. Oftast, nánast alltaf skal annaðhvort herbergið fá myndband sem laggar eða einfaldlega stoppar.
a) Er routerinn ekki nógu öflugur til að höndla svona video-streaming?
b) Er 802.11G net ekki með nóg throughput (m.v. 10-30% signal loss) til að stream-a 2x DVD rip quality myndböndum í einu? Tek fram að ég er eingöngu að notast við WEP eins og er, svo overhead-ið ætti ekki að vera svo mikið. Planið er hinsvegar að fara yfir í WPA.
c) Getur flöskuhálsinn legið í því að WHS inniheldur eingöngu IDE diska, er transfer rate-ið ekki nóg í mixed mode? (Ekki allir diskar eins en þó svipaðir, sumir tengdir í gegnum IDE controller.) Myndi það breyta mig e-rju hvað varðar þetta að fara yfir í SATA?
d) Væri einfaldara að taka Ethernet yfir rafmagn, er nóg throughput í gegnum 85Mbps settin eða þyrfti ég að fara í 200Mbps kit til þess að ná að senda FullHD efni inn í stofu?
Ég er nánast búinn að útiloka að serverinn sé ekki nógu öflugur, 2x 2.8Ghz Xeon + 2Gb ECC minni á að duga vel til þess að transcoda yfir í PS3 og svo sýnir hann max 30-40% CPU usage.
Svo er annað sem ég hef tekið eftir, um leið og WHS byrjar að taka backup af öllum vélunum (tekur þó bara eina í einu) þá fer video-ið oft að hiksta þrátt fyrir að vera bara að stream-a á eina vél. Tengist það ekki frekar lélegu performance á diskunum sjálfum? Myndi skipta máli að setja server OS-ið sjálft á Raptora?
Ég ætla reyndar að fara bráðlega í nýjann server fyrir WHS þar sem það eru engin SATA tengi í HP vélinni og eingöngu gert ráð fyrir 3-4HDD max, ég næ 5 diskum inn í kassann með smá skítamixi.
Spurningin er, ef ég brúa Draft-N router við Zyxelinn og tengi allar vélarnar/serverana við Draft-N routerinn í gegnum Gb/LAN, og stream-a svo yfir í Draft-N adaptera, ætti ég ekki að vera laus við allt vesen? Tala vélarnar sín á milli í gegnum Gbit eða truflar DHCP-ið í Zyxelnum það?
Ég er allavega orðinn vel rangeygður, kem heim af verkstæðinu á kvöldin og nenni varla að hugsa um þessi vandamál líka, svo öll hjálp og ráðleggingar eru vel þegnar.
Hérna er diagram sem ég gerði um daginn sem sýnir hvernig núverandi kerfi er sett upp, ef það hjálpar mönnum að skilja. Íbúðin er rúmir 90fm2.
Ég er með 12Mb tengingu frá tal og því með Zyxel 660 routerinn frá þeim. Inní tölvuherbergi er ég með PC og 2 servera, annarsvegar WinHomeServer og WinServer2003. WHS er með um 2Tb (soon to be 4Tb)
diskapláss og geymir allt mitt efni, tónlist, myndbönd, hugbúnað, ljósmyndir, backup og fl. Dell serverinn keyrir á W2k3 Enterprise server settur upp á File Server role, og hefur þann eina tilgang að taka backup af WHS servernum sjálfum (þar sem það er engin leið til þess að láta hann taka backup af sjálfum sér), ásamt því að geyma secondary backup af öllum restore images sem WHS býr til á hverri nóttu af öllum vélum á heimilinu.
Nú eru flöskuhálsar útum allt í kerfinu hjá mér - ég veit það afþví að ég get tæplega haft efni streaming inní stofu og svefnherbergi á sama tíma, hvorugt HD, og ég fæ í sífellu DLNA eða DNS errora á PS3 eða lagg inní svefnherbergi. Núna þarf ráðleggingar/hjálp við að komast að því hvar flöskuhálsinn liggur, án þess að prufa hvern hlut heima hjá mér fyrir sig, og hvernig sé best að leysa hann.
Oftast er ég t.d. að reyna að stream-a tveim mismunandi skrám á sama tíma á sitthvorn staðinn, inn í svefnherbergi og inn í stofu, bæði myndbandsskrár í DVD rip gæðum í besta falli. Oftast, nánast alltaf skal annaðhvort herbergið fá myndband sem laggar eða einfaldlega stoppar.
a) Er routerinn ekki nógu öflugur til að höndla svona video-streaming?
b) Er 802.11G net ekki með nóg throughput (m.v. 10-30% signal loss) til að stream-a 2x DVD rip quality myndböndum í einu? Tek fram að ég er eingöngu að notast við WEP eins og er, svo overhead-ið ætti ekki að vera svo mikið. Planið er hinsvegar að fara yfir í WPA.
c) Getur flöskuhálsinn legið í því að WHS inniheldur eingöngu IDE diska, er transfer rate-ið ekki nóg í mixed mode? (Ekki allir diskar eins en þó svipaðir, sumir tengdir í gegnum IDE controller.) Myndi það breyta mig e-rju hvað varðar þetta að fara yfir í SATA?
d) Væri einfaldara að taka Ethernet yfir rafmagn, er nóg throughput í gegnum 85Mbps settin eða þyrfti ég að fara í 200Mbps kit til þess að ná að senda FullHD efni inn í stofu?
Ég er nánast búinn að útiloka að serverinn sé ekki nógu öflugur, 2x 2.8Ghz Xeon + 2Gb ECC minni á að duga vel til þess að transcoda yfir í PS3 og svo sýnir hann max 30-40% CPU usage.
Svo er annað sem ég hef tekið eftir, um leið og WHS byrjar að taka backup af öllum vélunum (tekur þó bara eina í einu) þá fer video-ið oft að hiksta þrátt fyrir að vera bara að stream-a á eina vél. Tengist það ekki frekar lélegu performance á diskunum sjálfum? Myndi skipta máli að setja server OS-ið sjálft á Raptora?
Ég ætla reyndar að fara bráðlega í nýjann server fyrir WHS þar sem það eru engin SATA tengi í HP vélinni og eingöngu gert ráð fyrir 3-4HDD max, ég næ 5 diskum inn í kassann með smá skítamixi.
Spurningin er, ef ég brúa Draft-N router við Zyxelinn og tengi allar vélarnar/serverana við Draft-N routerinn í gegnum Gb/LAN, og stream-a svo yfir í Draft-N adaptera, ætti ég ekki að vera laus við allt vesen? Tala vélarnar sín á milli í gegnum Gbit eða truflar DHCP-ið í Zyxelnum það?
Ég er allavega orðinn vel rangeygður, kem heim af verkstæðinu á kvöldin og nenni varla að hugsa um þessi vandamál líka, svo öll hjálp og ráðleggingar eru vel þegnar.
Hérna er diagram sem ég gerði um daginn sem sýnir hvernig núverandi kerfi er sett upp, ef það hjálpar mönnum að skilja. Íbúðin er rúmir 90fm2.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Ég myndi skjóta á wirelessið sé ekki að ná að streama þetta á tvo staði, frekar hæpið að diskarnir séu ekki að ráða við þetta.
Sama hvað wireless signalið sýnir þér þá er þessir sendar á þessum routerum frekar slakir, ég er sjálfur að sjá þetta á svona router og ég er ekki einu sinni að streama neitt.
Ég myndi skjóta á þetta
Sama hvað wireless signalið sýnir þér þá er þessir sendar á þessum routerum frekar slakir, ég er sjálfur að sjá þetta á svona router og ég er ekki einu sinni að streama neitt.
Ég myndi skjóta á þetta
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Já er það málið, antennað bara ekki að höndla þetta? Gæti svosem passað, finnst það samt örlítið dubious þar sem 54Mbps ætti að vera að skila um 19-20Mbps í throughput, og þessar standard .avi skrár sem ég er að senda yfir eru ekki að taka nema max 2-4Mbps af bandvíddinni.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
AntiTrust skrifaði:Já er það málið, antennað bara ekki að höndla þetta? Gæti svosem passað, finnst það samt örlítið dubious þar sem 54Mbps ætti að vera að skila um 19-20Mbps í throughput, og þessar standard .avi skrár sem ég er að senda yfir eru ekki að taka nema max 2-4Mbps af bandvíddinni.
Gætir auðvita til að vera 100% viss, tengt tvær vélar beint í routerinn með snúru og prófað að stream'a tvær myndir af servernum í þessar tvær vélar sem væru þá ethernet tengdar og ef það virkar hálf illa þá veist að þetta er wirelessið hjá þér.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3123
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Ég skýt líka á þráðlausa netið sem sökudólg. Ég er búinn að ganga í gegnum þann pakka og gafst upp. Er með vírað net í sjónvarpstölvuna og í media-spilarann inn í hjónaherbergi.
Þráðlausa netið nota ég bara þar sem ekkert annað er í boði, þ.e fyrir "auka" lappann á heimilinu sem getur verið í notkun hvar sem er, sem og Ipod Touch sem ég er með.
Þó svo að G/N þráðlaust net eigi in theory alveg að hafa nægilegt throughput fyrir DVD streaming, þá er svo margt annað sem spilar inní annað en data-transfer rate-ið. Það er alltaf að koma hik á sambandið og þá rýkur latency-ið upp úr öllu valdi. Sést best bara ef maður pingar einhverja vél í gegnum þráðlaust net með -t parameter til að láta pingið ganga lengur. Af og til er pingið að RJÚKA upp í fleiri tugi ef ekki hundruði millisekúndna, þó að meðaltalið sé e.t.v bærilegt. Þetta hjálpar ekki til við video-streaming
Ég hugsa að þú værir betur settur með 85mbps/200mbps net yfir raflínur heldur en þráðlaust. Eða bara bíta á jaxlinn og þræða CAT5 á milli herbergja eins og ég gerði. Sé ekki eftir því í dag
Þráðlausa netið nota ég bara þar sem ekkert annað er í boði, þ.e fyrir "auka" lappann á heimilinu sem getur verið í notkun hvar sem er, sem og Ipod Touch sem ég er með.
Þó svo að G/N þráðlaust net eigi in theory alveg að hafa nægilegt throughput fyrir DVD streaming, þá er svo margt annað sem spilar inní annað en data-transfer rate-ið. Það er alltaf að koma hik á sambandið og þá rýkur latency-ið upp úr öllu valdi. Sést best bara ef maður pingar einhverja vél í gegnum þráðlaust net með -t parameter til að láta pingið ganga lengur. Af og til er pingið að RJÚKA upp í fleiri tugi ef ekki hundruði millisekúndna, þó að meðaltalið sé e.t.v bærilegt. Þetta hjálpar ekki til við video-streaming
Ég hugsa að þú værir betur settur með 85mbps/200mbps net yfir raflínur heldur en þráðlaust. Eða bara bíta á jaxlinn og þræða CAT5 á milli herbergja eins og ég gerði. Sé ekki eftir því í dag
-
- Besserwisser
- Póstar: 3123
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
BTW, í hvaða forriti gerðiru þetta diagram? Lookar helvíti vel ...
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Tengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Að mínu mat er alltof mikið lagg og latency á þráðlausum netum hvaða nafni sem þau kallast til að styðja almennilega streaming, N gæti gengið.
Ég myndi því víra media spilarana beint. Lang best ef hægt er að leggja t.d. cat 5e beint. EF það er ekki hægt gætir þú prófað home plug og þá myndi ég mæla með að nota 200Mb home plug. Þeir eiga að virka fínt ef rafmagnið í íbúðinni er í góðu lagi, og helst setja þá beint í vegginn ekki fjöltengi.
Hef séð smá vesen með það hjá mér en rafmagnið þar sem ég leigi er eldgamalt og miklar truflanir í gangi.
Ég einhvernvegin efast um að það ráði við HD efni hjá mér útaf truflunum en það gæti gengið þar sem engr truflanir eru. Oft fá menn í raun c.a. 50% af max hraða með þessu dóti, restin fer í overhead, truflanir (villur og leiðréttingar) oþh.
Síðan er spurnig með hvort þú sért að streama HD efni 1080 eða eitthvað og hvort þá þurfi Gb Switch, en kannski er það overkill ég er ekki viss. Sennilega ætti góður 100 switch að ráða við það.
Eitt í viðbót, hvaða server (hugbúnað) ertu að nota sem DLNA server. Ég prófaði windows media, tversity, nero og eitthvað annað (twonky eitthvað) en PS3mediaserver kom lang best út hjá mér þegar ég var að setja þetta upp hjá mér.
Ég myndi því víra media spilarana beint. Lang best ef hægt er að leggja t.d. cat 5e beint. EF það er ekki hægt gætir þú prófað home plug og þá myndi ég mæla með að nota 200Mb home plug. Þeir eiga að virka fínt ef rafmagnið í íbúðinni er í góðu lagi, og helst setja þá beint í vegginn ekki fjöltengi.
Hef séð smá vesen með það hjá mér en rafmagnið þar sem ég leigi er eldgamalt og miklar truflanir í gangi.
Ég einhvernvegin efast um að það ráði við HD efni hjá mér útaf truflunum en það gæti gengið þar sem engr truflanir eru. Oft fá menn í raun c.a. 50% af max hraða með þessu dóti, restin fer í overhead, truflanir (villur og leiðréttingar) oþh.
Síðan er spurnig með hvort þú sért að streama HD efni 1080 eða eitthvað og hvort þá þurfi Gb Switch, en kannski er það overkill ég er ekki viss. Sennilega ætti góður 100 switch að ráða við það.
Eitt í viðbót, hvaða server (hugbúnað) ertu að nota sem DLNA server. Ég prófaði windows media, tversity, nero og eitthvað annað (twonky eitthvað) en PS3mediaserver kom lang best út hjá mér þegar ég var að setja þetta upp hjá mér.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Hagur : Ég nota venjulega Visio í þetta en var ekki með það þegar ég var að þessu, notaði í staðinn Gliffy (http://www.gliffy.com)
Hinsvegar ætla ég ekki að leggjast í að þræða Cat5 í gegnum íbúðina nema ég kaupi hana, sem getur vel verið seinna meir. Hvað varðar rafmagn og línur er þetta glæný íbúð í raðhúsi sem ég var að flytja inní, svo það ætti ekki að vera neitt að hindra gott samband yfir rafmagn.
Ég hugsa að næsta skref verði svona :
Kaupa Gbit Draft-N router og taka PC og báða serverana yfir í hann, og brúa Zyxelinn yfir á hann. Zyxelinn á ekki að hafa nein áhrif á samskipti á milli véla á Gbit routernum eftir því sem ég hef verið að lesa. Síðan verða allar vélar (Nema PS3) Draft-N væddar og Acer1000 vélin inní stofu tekur líklega yfir sem MediaCenter. Ástæðan fyrir því að ég ætla að taka þetta svona frekar en með LAN yfir rafmagn er sú að eins og er, er bara ein rafmagnsdós inní tölvuherbergi (= fullt af fjöltengjum). Ef Draft-N dugar ekki kem ég til með að bora fyrir annarri dós.
Hvað varðar DLNA serverinn er ég einfaldlega að nota WindowsMediaConnect service-ið sem kemur með WHS-inu. Er búinn að prufa öll forritin sem þú nefndir, og af þeim virkaði TwonkyMedia best fyrir mig. Hinsvegar transcodar WMC-ið þetta fínt eins og er, allt nema .mkv allavega.
Hinsvegar ætla ég ekki að leggjast í að þræða Cat5 í gegnum íbúðina nema ég kaupi hana, sem getur vel verið seinna meir. Hvað varðar rafmagn og línur er þetta glæný íbúð í raðhúsi sem ég var að flytja inní, svo það ætti ekki að vera neitt að hindra gott samband yfir rafmagn.
Ég hugsa að næsta skref verði svona :
Kaupa Gbit Draft-N router og taka PC og báða serverana yfir í hann, og brúa Zyxelinn yfir á hann. Zyxelinn á ekki að hafa nein áhrif á samskipti á milli véla á Gbit routernum eftir því sem ég hef verið að lesa. Síðan verða allar vélar (Nema PS3) Draft-N væddar og Acer1000 vélin inní stofu tekur líklega yfir sem MediaCenter. Ástæðan fyrir því að ég ætla að taka þetta svona frekar en með LAN yfir rafmagn er sú að eins og er, er bara ein rafmagnsdós inní tölvuherbergi (= fullt af fjöltengjum). Ef Draft-N dugar ekki kem ég til með að bora fyrir annarri dós.
Hvað varðar DLNA serverinn er ég einfaldlega að nota WindowsMediaConnect service-ið sem kemur með WHS-inu. Er búinn að prufa öll forritin sem þú nefndir, og af þeim virkaði TwonkyMedia best fyrir mig. Hinsvegar transcodar WMC-ið þetta fínt eins og er, allt nema .mkv allavega.
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Getur bókað að það sé þráðlausa sem er að guggna á þessu, sérstaklega ef það eru fleiri en einn client á AP-inu í einu. Það fer allt of mikið í allskonar leiðréttingar til að viðhalda traustum straum. Getur þó reynt að boosta cache upp úr öllu valdi.
Ég prófaði PS3MediaServer fyrir DLNA straum í Bravia 37W5500 og það var bara alveg fyrirtak (1080p .ts), .mkv og Xvid. Krafturinn í servervélinni er samt mikill faktor þar fyrir transcoding.
Ég prófaði PS3MediaServer fyrir DLNA straum í Bravia 37W5500 og það var bara alveg fyrirtak (1080p .ts), .mkv og Xvid. Krafturinn í servervélinni er samt mikill faktor þar fyrir transcoding.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Hm.
Nú er ég að reyna að spila .avi á PC-unni sem er cat5 tengd við routerinn. Ekkert wireless, ekkert transcoding. Samt fer Desperate Housewifes að lagga hjá konunni frammí stofu og mitt playback varla hefst, og ef það gerist með miklu hökti. CPU Usage á servernum með play á báðum vélum fer aldrei yfir 30% og RAM usage ekki yfir 20%.
Ég veit til þess að þegar download eru að klárast á DC og eru að færast úr Unfinished yfir í Finished á playback til að lagga, e-ð sem er gjörsamlega non network tengt. Ég er farinn að hallast að því að núverandi hardware/disk setup á servernum sé bara ekki nóg, eða e-ð vitlaust.
Nú er ég að reyna að spila .avi á PC-unni sem er cat5 tengd við routerinn. Ekkert wireless, ekkert transcoding. Samt fer Desperate Housewifes að lagga hjá konunni frammí stofu og mitt playback varla hefst, og ef það gerist með miklu hökti. CPU Usage á servernum með play á báðum vélum fer aldrei yfir 30% og RAM usage ekki yfir 20%.
Ég veit til þess að þegar download eru að klárast á DC og eru að færast úr Unfinished yfir í Finished á playback til að lagga, e-ð sem er gjörsamlega non network tengt. Ég er farinn að hallast að því að núverandi hardware/disk setup á servernum sé bara ekki nóg, eða e-ð vitlaust.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Jæja, búnað negla niður tilraun til lausnar.
HP Proliant ML350 G5 Dual Xenon 2.8Ghz server / 32Mhz SATA PCI 4porta stýring, 4x1.5TB Seagate SATA diskar. Gigabit sviss yfir í 200Mbps LAN over power inn í stofu.
Ætti að covera flesta flöskuhálsa, sem mér dettur í hug allavega.
Svo kemur Draft-N router/AP um leið og ég finn eitt fokking stykki sem er með GIGABIT portum, skil ekki tilganginn í að hafa 10/100 LAN en 300Mbps Wireless.
HP Proliant ML350 G5 Dual Xenon 2.8Ghz server / 32Mhz SATA PCI 4porta stýring, 4x1.5TB Seagate SATA diskar. Gigabit sviss yfir í 200Mbps LAN over power inn í stofu.
Ætti að covera flesta flöskuhálsa, sem mér dettur í hug allavega.
Svo kemur Draft-N router/AP um leið og ég finn eitt fokking stykki sem er með GIGABIT portum, skil ekki tilganginn í að hafa 10/100 LAN en 300Mbps Wireless.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Tengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Var aðeins að spá í það hvort gb switch væri nauðsinnlegt í svona streaming og keypti Gigabit switch. Komst að því eftir smá google og prófanir heima að ef maður er með 1080 HD efni þá er gigabit að verða nauðsinlegt ef maður vill geta spólað fram og aftur og haft þetta smooth.
Þegar ég er bara að spila 1080 efni þá er loadið á netinu svona c.a. 2% (segjum ballpark c.a. 20Mbs) en hoppar hátt í 15-20% þegar ég seeka á 10x (ætli það sé ekki um 200Mbs) á Gigabit neti. Ég gat ekki seekað nema 1.5x áður á 100 neti.
Þannig að þetta verður spurning um það hvort það að leita fram og til baka skiptir þig máli. N wifi og 200Mbs homeplug ætti því að duga (spurning um lagg sem fer mikið eftir umhverfisaðstæðum), en virðist vera á mörkunum ef það er verið að spóla fram og til baka í 1080 efni.
Þegar ég er bara að spila 1080 efni þá er loadið á netinu svona c.a. 2% (segjum ballpark c.a. 20Mbs) en hoppar hátt í 15-20% þegar ég seeka á 10x (ætli það sé ekki um 200Mbs) á Gigabit neti. Ég gat ekki seekað nema 1.5x áður á 100 neti.
Þannig að þetta verður spurning um það hvort það að leita fram og til baka skiptir þig máli. N wifi og 200Mbs homeplug ætti því að duga (spurning um lagg sem fer mikið eftir umhverfisaðstæðum), en virðist vera á mörkunum ef það er verið að spóla fram og til baka í 1080 efni.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3123
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Langaði aðeins að koma með smá input á þetta mál, var að gera smá tilraun hérna heima.
Setupið hjá mér er svona eins og er:
- Pentium 4 2.8GHz server, sem er fileserver og keyrir ýmsar aðrar þjónustur þar að auki. Í honum eru bara venjulegir 7200rpm IDE diskar og einn USB 2.0 flakkari með 7200rpm IDE disk.
- 8 porta gigabit switch, serverinn er tengdur við hann og er með gigabit netkort.
- Úr switchinum liggur einn Cat5e kapall yfir í lítinn 100mbit switch sem er staðsettur í einu af herbergjunum og úr þeim switch liggja svo 3 CAT5 kaplar, einn í tölvu (köllum hana tölvu A) sem er staðsett í þessu sama herbergi og svo sitthvor kapallinn yfir í önnur tvö herbergi. Í öðru þeirra (hjónaherberginu) er Popcorn Hour A-100 spilari.
Semsagt, það er gigabit samband á milli file-serversins og gigabit svissins, svo eru tvær tölvur og popcorn hour á 100mbit neti sem deila í raun einum 100mbit kapli yfir í gigabit svissinn.
Með þessu setupi get ég stream-að h.264 myndband í 1440x1080 upplausn (tekið á HD videovél) frá file-servernum yfir á bæði popcorn hour spilarann og tölvu A í einu, og ekki verð ég var við mikið hökt. Ég spilaði þetta í nokkrar mínútur á báðum stöðum í einu og var aðeins var við smá "tearing" á tölvu A, en það er óvíst að það tengist bandvíddinni á netinu.
Á meðan á þessu stóð var network utilization á file-servernum 1-2% og CPU usage fór aldrei yfir 10%.
Ég er núna að vinna í því að leggja CAT6 kapla frá gigabit svissinum í öll þrjú herbergin, þannig að hvert fái sinn eigin CAT6 kapal. Losna þannig við litla 100mbit switchinn og að þessi þrjú tæki séu að deila einum 100mbit link við gigabit svissinn. Það ætti að gera þetta enn meira smooth.
Þegar ég er búinn að því, þá ætla ég að prufa þetta aftur og spila þetta þá líka á sjónvarpstölvunni inn í stofu (sem er líka á gigabit sambandi). Verður gaman að sjá hvort að þrjár vélar geti spilað þessi HD vídeo á sama tíma og hvert álagið á serverinn er.
Miðað við þetta, þá hef ég enga trú á því að serverinn þinn sé flöskuhálsinn, þar sem minn server er nú líklega talsvert hægari en þinn. Nota bene, að videóin sem ég var að streyma koma af flakkaranum sem er USB 2.0. En ég er náttúrulega ekkert að transcode-a neitt ....
Setupið hjá mér er svona eins og er:
- Pentium 4 2.8GHz server, sem er fileserver og keyrir ýmsar aðrar þjónustur þar að auki. Í honum eru bara venjulegir 7200rpm IDE diskar og einn USB 2.0 flakkari með 7200rpm IDE disk.
- 8 porta gigabit switch, serverinn er tengdur við hann og er með gigabit netkort.
- Úr switchinum liggur einn Cat5e kapall yfir í lítinn 100mbit switch sem er staðsettur í einu af herbergjunum og úr þeim switch liggja svo 3 CAT5 kaplar, einn í tölvu (köllum hana tölvu A) sem er staðsett í þessu sama herbergi og svo sitthvor kapallinn yfir í önnur tvö herbergi. Í öðru þeirra (hjónaherberginu) er Popcorn Hour A-100 spilari.
Semsagt, það er gigabit samband á milli file-serversins og gigabit svissins, svo eru tvær tölvur og popcorn hour á 100mbit neti sem deila í raun einum 100mbit kapli yfir í gigabit svissinn.
Með þessu setupi get ég stream-að h.264 myndband í 1440x1080 upplausn (tekið á HD videovél) frá file-servernum yfir á bæði popcorn hour spilarann og tölvu A í einu, og ekki verð ég var við mikið hökt. Ég spilaði þetta í nokkrar mínútur á báðum stöðum í einu og var aðeins var við smá "tearing" á tölvu A, en það er óvíst að það tengist bandvíddinni á netinu.
Á meðan á þessu stóð var network utilization á file-servernum 1-2% og CPU usage fór aldrei yfir 10%.
Ég er núna að vinna í því að leggja CAT6 kapla frá gigabit svissinum í öll þrjú herbergin, þannig að hvert fái sinn eigin CAT6 kapal. Losna þannig við litla 100mbit switchinn og að þessi þrjú tæki séu að deila einum 100mbit link við gigabit svissinn. Það ætti að gera þetta enn meira smooth.
Þegar ég er búinn að því, þá ætla ég að prufa þetta aftur og spila þetta þá líka á sjónvarpstölvunni inn í stofu (sem er líka á gigabit sambandi). Verður gaman að sjá hvort að þrjár vélar geti spilað þessi HD vídeo á sama tíma og hvert álagið á serverinn er.
Miðað við þetta, þá hef ég enga trú á því að serverinn þinn sé flöskuhálsinn, þar sem minn server er nú líklega talsvert hægari en þinn. Nota bene, að videóin sem ég var að streyma koma af flakkaranum sem er USB 2.0. En ég er náttúrulega ekkert að transcode-a neitt ....
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
AntiTrust skrifaði:Jæja, búnað negla niður tilraun til lausnar.
HP Proliant ML350 G5 Dual Xenon 2.8Ghz server / 32Mhz SATA PCI 4porta stýring, 4x1.5TB Seagate SATA diskar. Gigabit sviss yfir í 200Mbps LAN over power inn í stofu.
Ætti að covera flesta flöskuhálsa, sem mér dettur í hug allavega.
Svo kemur Draft-N router/A
P um leið og ég finn eitt fokking stykki sem er með GIGABIT portum, skil ekki tilganginn í að hafa 10/100 LAN en 300Mbps Wireless.
Gangi þér vel með það, alveg ótrúlega erfitt að finna consumer routera sem eru með innbyggðum Gbit svissum. Það er eins og chipsettin í þá séu svo dýr að þeir tími þeim ekki
-
- Gúrú
- Póstar: 542
- Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
- Reputation: 8
- Staðsetning: localhost
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Netbúnaðaframleiðendur gera það sama og fjarskiptafyrirtæki (síminn, tal, vodafone etc.).
Í gegnum wifi er ekki að fara meira en 6 mbytes á sek. 54 mbitar / 8 gefur 6.75 mbytes.
Þetta hef ég prufað og vandinn liggur í því.
En fyrst þú ert nú kominn með íbúð afhverju dreguru ekki bara í gegn cat6 eða yet better, ljósleiðara í hver herbergi og optic fibre converter eða module í switch.
Þetta myndi ég gera, wireless er bara junk, og ég væri ekki lengi að taka wifi í nefið hjá þér ef ég væri í t.d. íbúðinni fyrir ofan þig.
"Jæja ástin, hvaða mynd ætli það verði í kvöld?"
Í gegnum wifi er ekki að fara meira en 6 mbytes á sek. 54 mbitar / 8 gefur 6.75 mbytes.
Þetta hef ég prufað og vandinn liggur í því.
En fyrst þú ert nú kominn með íbúð afhverju dreguru ekki bara í gegn cat6 eða yet better, ljósleiðara í hver herbergi og optic fibre converter eða module í switch.
Þetta myndi ég gera, wireless er bara junk, og ég væri ekki lengi að taka wifi í nefið hjá þér ef ég væri í t.d. íbúðinni fyrir ofan þig.
"Jæja ástin, hvaða mynd ætli það verði í kvöld?"
Foobar
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
starionturbo skrifaði:En fyrst þú ert nú kominn með íbúð afhverju dreguru ekki bara í gegn cat6 eða yet better, ljósleiðara í hver herbergi og optic fibre converter eða module í switch.
Þótt ég sé 100% sammála með því að nota ekki WiFi signal fyrir media. Ég hef gert það og það er bara ekki nógu reliable þannig að ég dró bara Cat 5e. Hins vegar better yet ljósleiðara. Sorry afhverju ætti hann að kaupa sér dýran sviss með fiber GBICum eða leggja í aukakostnað á fiber converterar ( á báðum endum b.t.w ), til að vera future proof ? Líka miklu meira pain að leggja ljós heldur en Cat 5e ( hann þolir miklu meiri misnotkun ).
Já án þess að hafa lesið þetta ítarlega hjá þér, myndi ég skoða annað hvort EthernetOverPower eða að draga. Ef þú ert að fara streama HD taktu 200 Mbit/s moduleið. Þetta er ekki að fara virka alveg jafnvel og þeir segja ( og þetta er nottulega bara 100 Mbit/s full-duplex þegar þeir eru að auglýsa þetta sem 200 Mbit/s ( þannig þessi gigabit switch er ekki að fara gera neitt og interfaceið á þessu EthernetOverPower græjum er yfirleitt bara 10/100 ) )
Og hagur afhverju ertu að leggja Cat6, ef þú lagðir 8 víra Cat5e ( það er lést allan strenginn vera fyrir hvert tæki ( ég reyndar er svo latur að ég splitta honum alltaf upp í 4 og 4 100 Mbit/s er alveg nóg fyrir HD streaming ) ) er ekkert mál að uppfæra í gigabit með því bara að skipta út switchnum.
Ég streama HD yfir mitt net og það er ekkert vesen, er með 10/100 switch, Cisco 877-M router, 2xIPTV myndlykla(annar af þeim deilir Cat 5e streng með spilaranum mínum) frá Vodafone erum með 5 tölvur og er að streama HD yfir 10/100 netið mitt aldrei vesen og aldrei næstum því fullnýtt.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
Ég ætla ekki að þræða neina kapla á meðan ég er einungis að leigja, ef ég kaupi seinna meir þá þræði ég Cat6/Cat7 í alla tengla. Þangað til ætla ég að nota 200Mbps LAN yfir rafmagn.
Hvað varðar WiFi-ið hjá mér þá hugsa ég að það sé nokkuð secure, WPA2-PSK, hidden SSID, passphrase og MAC filtering, ásamt Cisco intruder software. Veit ekki með þig svosem, en ég þekki ekki alltof marga sem taka þetta í nefið.
Hvað varðar WiFi-ið hjá mér þá hugsa ég að það sé nokkuð secure, WPA2-PSK, hidden SSID, passphrase og MAC filtering, ásamt Cisco intruder software. Veit ekki með þig svosem, en ég þekki ekki alltof marga sem taka þetta í nefið.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3123
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðleggingar varðandi Heimanet/Media Streaming
depill skrifaði:Og hagur afhverju ertu að leggja Cat6, ef þú lagðir 8 víra Cat5e ( það er lést allan strenginn vera fyrir hvert tæki ( ég reyndar er svo latur að ég splitta honum alltaf upp í 4 og 4 100 Mbit/s er alveg nóg fyrir HD streaming ) ) er ekkert mál að uppfæra í gigabit með því bara að skipta út switchnum.
Ég vildi fá sér CAT5/6 streng úr tölvukompunni yfir í hvert herbergi, en var áður bara með þennan eina CAT5e streng þaðan og í herbergin. Þar sem ég fór út í þetta þá valdi ég auðvitað CAT6 framyfir CAT5/CAT5e.
Strengurinn sem ég var með fyrir var CAT5e og á honum stóð að hann var certified for gigabit ethernet. Það stóðst þó ekki, ég prufaði að plugga honum beint á milli tölvu með gigabit netkort og gigabit svissins og ég fékk bara 100mbit samband í gegnum hann.