Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?


Höfundur
SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?

Pósturaf SteiniP » Mán 31. Ágú 2009 21:24

Mig vantar hérna switch til að hafa inn í herbergi. Hann verður aðallega tengdur í router og 3 tölvur, og verður oftast einhver traffík í gegnum hann.
Ég hef bara eiginlega ekkert vit á þessu. Hvað er gott í þessu og framleiðendur á að varast?
Er t.d. eitthvað varið í þessa "ódýru" í computer.is




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?

Pósturaf AntiTrust » Mán 31. Ágú 2009 22:20

Ég er akkúrat að leita mér að Gb sviss líka fyrir HDmedia streaming úr servernum, og hugsa ég endi með að kaupa mér þennan :

http://www.computer.is/vorur/4486

Finn þó ekki eins mikið um review um hann og ég hefði viljað, en ég get þó ekki ímyndað mér að hann dugi ekki til fyrir heimanet.





Höfundur
SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?

Pósturaf SteiniP » Mán 31. Ágú 2009 22:59

AntiTrust skrifaði:Ég er akkúrat að leita mér að Gb sviss líka fyrir HDmedia streaming úr servernum, og hugsa ég endi með að kaupa mér þennan :

http://www.computer.is/vorur/4486

Finn þó ekki eins mikið um review um hann og ég hefði viljað, en ég get þó ekki ímyndað mér að hann dugi ekki til fyrir heimanet.

Verður einmitt mikið notaður í HD streaming og flutning á efni, er búinn að vera að dunda mér við það að setja saman tölvu í file server.
Ég bara botna lítið í þessum hugtökum öllum, eins og Auto-MDI/MDI-X :S.
Eina sem ég skil í þessu er Full-duplex og half-duplex :)

En er að pæla líka, þótt að routerinn sé bara 10/100 (er ekki viss um hvort hann er) en tölvurnar allar með 10/100/1000 netkortum, senda tölvurnar samt áfram sín á milli á fullum hraða.
Ég giska á að svarið sé já, en ég er ekki viss.

Svo er auðvitað lykilatriði að tækið endist eitthvað. Nenni ekki að kaupa eitthvað drasl sem að bræðir úr sér eftir 2 ár.


Ég er af einhverjum með það stimplað í hausinn á mér að D-link sé drasl, það gæti samt verið vitleysa... og ég er alltof þreyttur til að googla , tékka á þessu á morgun...




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?

Pósturaf codec » Þri 01. Sep 2009 08:55

SteiniP skrifaði:Ég bara botna lítið í þessum hugtökum öllum, eins og Auto-MDI/MDI-X :S.
Eina sem ég skil í þessu er Full-duplex og half-duplex :)

En er að pæla líka, þótt að routerinn sé bara 10/100 (er ekki viss um hvort hann er) en tölvurnar allar með 10/100/1000 netkortum, senda tölvurnar samt áfram sín á milli á fullum hraða.
Ég giska á að svarið sé já, en ég er ekki viss.


Auto-MDI/MDX segir að switchin getur tekið venjulegar netsnúrur og crossover kapla.
Það er rétt með routerinn hann ætti að vera á 100 en hinar vélanar á 1000 sín á milli ef græjan er almennileg.

Hef einmit verið að velta þessu sama fyrir mér hvaða gb switch á maður að fá sé fyrir t.d. HD Streaming (1080p). Þekki ekki dót eins og netgear og d-link nógu vel og hvað þetta heitir allt saman sem er selt í tölvubúðum. Er það kannski overkill?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?

Pósturaf emmi » Þri 01. Sep 2009 09:40

Er sjálfur með einn svona og hann hefur reynst vel.

http://tl.is/vara/18034



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?

Pósturaf gardar » Lau 05. Sep 2009 21:19

ég er með einn svona heima sem virkar þrusuvel

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2071




Höfundur
SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?

Pósturaf SteiniP » Lau 05. Sep 2009 21:27

Er kominn með svona og ég kvarta ekki.



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða gigabit switch á ég að kaupa?

Pósturaf viddi » Lau 05. Sep 2009 23:26

Cnet eru með mjög góða svissa, er með einn sem er í gangi 24/7 og alltaf umferð á honum, hefur alldrei klikkað :D



A Magnificent Beast of PC Master Race