Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf odinnn » Lau 25. Júl 2009 12:20

Sælir

Ég setti upp Ubuntu um daginn eftir að harði diskurinn minn hrundi um daginn og ég hef ekki fengið allt til að virka eins og skildi. Stærsta vandamálið mitt er að ég er nýfluttur til útlanda og hef því ekki aðgang að vinum eða annarri tölvu til að hjálpa mér við að redda hinu og þessu. Ég er búinn að reyna að gúggla eins og ég hef þolimæði til og er kominn með upp í kok að lesa eitthvað sem ég skil ekki almennilega. Þetta eru vandamálin sem ég á við eins og er:

1. Þráðlaust net, mjög lélegt samband sem rofnar mjög reglulega og þegar það rofnar get ég ekki tengst því aftur án þess að restarta tölvunni, mjög pirrandi. Einnig er ég yfirleitt að fá ömurlegan hraða en síðan get ég kannski fengið fínan hraða í smá stund en það er afar sjaldan.

2. DVD skrifari, eftir að hafa verið mjög pirraður á þessu ákvað ég að skrifa windows á disk og sjá hvort ég gæti fengið það til að virka betur en þá kemur alltaf error þegar ég er að skrifa hann og diskurinn er ekki bootable þó ég geti skoðað fælana á disknum. Einnig get ég ekki heldur horft á DVD myndir í gegnum drifið en ég get horft á mynd sem ég er með á harða disknum mínum sem image.

3. Mic, búinn að eyða langmestum tíma í þetta en bara fæ mækinn ekki til að virka. Langar mjög mikið að fá hann til að virka þar sem ég er í útlöndum og langar að nota Skype til að hringja heim en ekki farsímann.

4. Webcam, stýrikerfið tekur ekki einusinni eftir henni þegar ég set hana í samband, veit ekkert hvað er í gangi.


En eins og þið kannski fattið þá hef ég enga reynslu af linux og er kannski ekki að leita rétt eða bara misskilja hvað á að gera, þannig að öll hjálp er vel þegin.

Takk
Odinnn


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

armann
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mán 08. Des 2008 17:34
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf armann » Lau 25. Júl 2009 12:43

Ég mæli með LinuxMint fyrir alla sem vilja nota Ubuntu en eru ekki miklir Linux snillingar.

Hardware support er 100 sinnum betra, er í raun Ubuntu en með hugbúnaði og driverum sem Ubuntu má ekki setja default í sitt stýrikerfi.

Þarf að hoppa út en skal svara þér betur þegar ég kem heim....

http://www.linuxmint.com/



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf odinnn » Lau 25. Júl 2009 14:06

armann skrifaði:Ég mæli með LinuxMint fyrir alla sem vilja nota Ubuntu en eru ekki miklir Linux snillingar.

Hardware support er 100 sinnum betra, er í raun Ubuntu en með hugbúnaði og driverum sem Ubuntu má ekki setja default í sitt stýrikerfi.

Þarf að hoppa út en skal svara þér betur þegar ég kem heim....

http://www.linuxmint.com/

Takk fyrir svarið.

Ég var búinn að sjá eitthvað um Mint en hugsaði bara að ef ég gæti ekki skrifað windows á disk þá gæti ég ekkert frekar skrifað Mint á disk, en ég ætla að láta á það reyna þó það taki mig örugglega 3 daga að ná í það :evil:

Takk
Odinnn


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf odinnn » Sun 26. Júl 2009 08:56

Reyndi að setja upp Mint, fékk error þegar ég var að klára að skrifa diskinn, tölvan byrjaði að boota af disknum en stoppar svo eiginlega strax og það koma smellir úr geisladrifinu eins og hún sé að reyna að lesa sama fælinn aftur og aftur, síðan fæ ég bara "boot failed, press any key to retry". Þannig að ég er ennþá fastur á sama stað :(


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


dorg
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Lau 24. Jún 2006 10:19
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf dorg » Sun 26. Júl 2009 11:21

odinnn skrifaði:Sælir

Ég setti upp Ubuntu um daginn eftir að harði diskurinn minn hrundi um daginn og ég hef ekki fengið allt til að virka eins og skildi. Stærsta vandamálið mitt er að ég er nýfluttur til útlanda og hef því ekki aðgang að vinum eða annarri tölvu til að hjálpa mér við að redda hinu og þessu. Ég er búinn að reyna að gúggla eins og ég hef þolimæði til og er kominn með upp í kok að lesa eitthvað sem ég skil ekki almennilega. Þetta eru vandamálin sem ég á við eins og er:

1. Þráðlaust net, mjög lélegt samband sem rofnar mjög reglulega og þegar það rofnar get ég ekki tengst því aftur án þess að restarta tölvunni, mjög pirrandi. Einnig er ég yfirleitt að fá ömurlegan hraða en síðan get ég kannski fengið fínan hraða í smá stund en það er afar sjaldan.

2. DVD skrifari, eftir að hafa verið mjög pirraður á þessu ákvað ég að skrifa windows á disk og sjá hvort ég gæti fengið það til að virka betur en þá kemur alltaf error þegar ég er að skrifa hann og diskurinn er ekki bootable þó ég geti skoðað fælana á disknum. Einnig get ég ekki heldur horft á DVD myndir í gegnum drifið en ég get horft á mynd sem ég er með á harða disknum mínum sem image.

3. Mic, búinn að eyða langmestum tíma í þetta en bara fæ mækinn ekki til að virka. Langar mjög mikið að fá hann til að virka þar sem ég er í útlöndum og langar að nota Skype til að hringja heim en ekki farsímann.

4. Webcam, stýrikerfið tekur ekki einusinni eftir henni þegar ég set hana í samband, veit ekkert hvað er í gangi.


En eins og þið kannski fattið þá hef ég enga reynslu af linux og er kannski ekki að leita rétt eða bara misskilja hvað á að gera, þannig að öll hjálp er vel þegin.

Takk
Odinnn


Nota alltaf k3b sem er reyndar hluti af KDE svítunni til að brenna diska aldrei neitt vandamál.
tvíklikkar á íso skrána og ýtir á burn.
Reyndar mjög oft skynsamlegt að brenna ekki á mesta mögulega hraða.

Hvaða þráðlausa kort er þetta. Gæti verið sniðugt að skipta og fá einhvert hardware sem er betur stutt ef það er vandamálið
mjög lítið mál að skipta um þráðlaus kort í fartölvum yfirleitt.

Altamixer er forritið sem virðist vera lykill að því að fá mic til að virka. Stundum þurfa menn að nota oss compatability til að fá hardware til að virka. Er ekki sérlega flínkur í að fást við hljóðnema.

Webcam virkaði allavega í GNU tólinu detectaðist strax og ekkert vandamál, en ég er að nota Fedora 11.



Skjámynd

armann
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mán 08. Des 2008 17:34
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf armann » Sun 26. Júl 2009 14:02

Þetta hljómar eins og brennarinn þinn eða hugbúnaðurinn sem þú notar sé að klikka.



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf odinnn » Sun 26. Júl 2009 15:29

Já ég er farinn að halda það að skifarinn sé eitthvað ruglaður, ég er búinn að prófa k3b en diskurinn feilar alltaf þegar það er verið að loka honum þó ég skrifi alltaf á minnsta mögulega hraða.

Ég er ekki tilbúinn að fá mér nýtt netkort ennþá, skifti frekar um stýrikerfi.

Kíkti eitthvað í Altamixer en skildi ekki neitt, hef ef til vill elt eitthverjar heimskulegar leiðbeiningar.

Hvað er "GNU tólið"? Er það eitthvað sem ég verð að kveikja á?

Kannski verð ég bara að lifa við þetta í 2 vikur í viðbót en þá skrepp ég heim í smá frí og get fundið gamlan windows disk heima í draslinu mínu :S


Takk
Odinnn


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


dorg
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Lau 24. Jún 2006 10:19
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf dorg » Sun 26. Júl 2009 15:50

cheese webcam booth eða eitthvað álíka.



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf odinnn » Sun 26. Júl 2009 16:21

dorg skrifaði:cheese webcam booth eða eitthvað álíka.

Það er ekki í ubuntu, fann það samt einhverstaðar á netinu en veit ekkert hvernig ég set það upp...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf dori » Fös 07. Ágú 2009 00:51

Þú ferð í add/remove hardware til að setja upp hugbúnað (velur bara þar hvað þú vilt). Þú þarft að tileinka þér allt annan hugsanahátt með hugbúnaðaruppsetningu á Linux en í Windows.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf coldcut » Fös 07. Ágú 2009 01:54

dori skrifaði:Þú ferð í add/remove hardware til að setja upp hugbúnað (velur bara þar hvað þú vilt). Þú þarft að tileinka þér allt annan hugsanahátt með hugbúnaðaruppsetningu á Linux en í Windows.

Ekki hardware vinur minn ;)

Þú ferð í Applications menuið (efst í vinstra horninu) - Add/remove... - finnur Cheese webcam booth - hakar við það og ferð í Apply Changes og hitt skýrir sig sjálft :)

Ég legg til að þú gefist ekki upp á Ubuntu. Ég lenti í svaka veseni þegar ég setti það fyrst upp því að þegar ég var búinn að nota Firefox í smátíma þá raus tölvan mín alltaf. Það kom svo í ljós að þráðlausa netkortið mitt var í ruglinu. Fleiri með sama netkort höfðu verið í sama veseni í þessari útgáfu (8.04).
Þá installaði ég XP og svo um leið og Ubuntu 8.10 kom út þá setti ég það upp og mun aldrei sjá eftir því ;)



Skjámynd

armann
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mán 08. Des 2008 17:34
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf armann » Fös 07. Ágú 2009 09:21

Annars skil ég ekki þessa ást á Ubuntu, fólk segir að það sé svo user friendly en ég næ því ekki.

Ég er Redhat/Centos/Fedora gaur og það að Ubuntu/Kubuntu eða hvað þú notar sé eitthvað meira user friendly finnst mér algjört rugl.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf coldcut » Fös 07. Ágú 2009 11:27

armann skrifaði:Annars skil ég ekki þessa ást á Ubuntu, fólk segir að það sé svo user friendly en ég næ því ekki.

Ég er Redhat/Centos/Fedora gaur og það að Ubuntu/Kubuntu eða hvað þú notar sé eitthvað meira user friendly finnst mér algjört rugl.


Ubuntu var nú bara það sem ég byrjaði mína Linux reynslu á þannig að ég hef haldið mig við það. Hef líka prófað Fedora og finnst það mjög gott og ætla til dæmis að setja það á skólafartölvuna mína fljótlega. Verð að viðurkenna þar sem ég er ekki búinn að vera í Linux í mörg ár að ég er kannski ekki "super advanded user" en hver er í raun munurinn orðinn á Ubuntu og Fedora?
Deb vs rpm pakkakerfi
nokkrar aðeins öðruvísi terminal skipanir

það sem mér fannst snilld við Ubuntu var að það er auðvelt að byrja á því, frábær forum og að þegar maður hellir sér í meira advanced hluti að þá opnast fyrir manni nýjar dyr.
Ég held að þetta snúist aðallega um það á hverju þú byrjar ;)



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf BjarniTS » Fös 07. Ágú 2009 12:38

Þráðlausa netkortið mitt virkaði aldrei í Ubuntu nema að ég notaði NDISWrapper.
Með NDISWrapper virkaði það mjög vel og netið var hratt og gott.
Ég get ekki gefið leiðbeiningar um Ndiswrapper en það eru til helling af leiðbeiningum á netinu.


Nörd

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf dori » Mið 12. Ágú 2009 00:54

BjarniTS skrifaði:Þráðlausa netkortið mitt virkaði aldrei í Ubuntu nema að ég notaði NDISWrapper.
Með NDISWrapper virkaði það mjög vel og netið var hratt og gott.
Ég get ekki gefið leiðbeiningar um Ndiswrapper en það eru til helling af leiðbeiningum á netinu.
Það er kominn miklu betri stuðningur við þráðlaus netkort almennt í linux. Vandamálið hans tengdist ekkert driverum (slæmu sambandi er erfitt að klína á það, þó svo það gæti haft eitthvað að segja).



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu vesen, fæ ekki allt til að virka

Pósturaf odinnn » Sun 16. Ágú 2009 19:56

Sælir, hérna er smá status update:

Ég fékk nóg fyrir svona þrem vikum og hef ekki nennt að gera neitt en núna er ég kominn með tvo windows diska og Linux Mint. Ég setti upp svona optimize-að windows á annan disk og setti upp alla diverana fyrir móðurborðið. Í windowsinu fæ ég yfir 50% signal í þráðlausa netinu en netið dettur út á svona 20 sek fresti. Í linuxinu er ég með 14% signal og er aðeins stöðugra þó það eigi sína vondu daga en það er þó orðið skárra með það að ég þarf ekki alltaf að restarta tölvunni til að fá sambandið aftur.

Ég er búinn að fá webcamið til að virka í cheese webcam booth en þegar ég fer inn í options í skype og ýti á test takkan þar þá annaðhvort hrinur forritið eða ég fæ bara mynd sem sýnir grænsvarta snjókomu.

Hef ekki skoðað mic-inn neitt meira, ætli ég þurfi ekki að skoða altamixer til að fá það til að virka, allavegana er það oftast nefnt á netinu en ég bara skil það ekki.

Svo reikna ég með því að skrifarinn minn sé ónýtur, hann virðist bara ekki geta skrifað neitt.


Takk


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb