Notkun á IPv6 á Íslandi ?


Höfundur
jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf jonfr » Fim 28. Maí 2009 23:29

Ég nota IPv6 við hlið IPv4 og líkar vel. Sérstakelga þar sem ég losna við ýmisskonar cap sem símafyrirtækin leggja á IPv4 netkerfin á Íslandi. Ég hef áhuga á því að vita hvort að það eru margir hérna sem nota IPv6 að einhverju ráði.

Ég er til í að hjálpa fólki að setja upp IPv6 tenginu, ef það er með Linux box sem hægt er að nota sem þjón.



Skjámynd

sprelligosi
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Mið 23. Okt 2002 03:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf sprelligosi » Fös 29. Maí 2009 00:17

Sæll. Fræddu mig aðeins um þetta.
Ertu með beina ipv6 tengingu eða ertu bara með v4 í v6 tunnel?
Er hægt að fá static ipv6 hjá símafyrirtækjunum?

kv. Sprelli




Höfundur
jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf jonfr » Fös 29. Maí 2009 00:47

Ég er með tunnel, þ.e IPv6-in-IPv4. Þetta tunnel er hýst hjá Sixxs.net PoP aðilanum. Helsti kosturinn við IPv6 að mínu mati er að það er nánst ekki neinn búnaður til þess að blokka það í augnablinu, hvað þá að skanna það eins og gert með IPv4 og það er ekkert NAT. Fyrirtækin munu þó ná tökum á því á endaum, ef þau finna leið til þess að komast hjá öryggisfídusum IPv6. Allar IPv6 tölur eru static, nema að þú stillir það á annað. Windows er með þetta þó þannig að þú færð alltaf temp addressu við hliðina á fastri IPv6 tölunni þinni.

Því miður er ekki hægt að fá IPv6 hjá Íslensku símafyrirtækjunum, þó eru tvö af þeim með skráð og virk IPv6 tölur og net samkvæmt Sixxs.net.

Sem dæmi, þá er allt P2P torrent lokað hjá mér núna vegna þess að ég er kominn ~5GB yfir niðurhalstakmörkin hjá Símanum. Hinsvegar næ ég sambandi við tracker og seeder hjá Piratebay yfir IPv6 án vandamála. Vantar bara fleiri þarna og þá mundi þetta virka eins og hraðin leyfði.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7565
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf rapport » Fös 29. Maí 2009 09:31

Þetta hljómar eins og þetta geti leyst öll mín vandamál...

Nenni varla að vera heima hjá mér vegna CAPPAnna, finnst samt ég ekki vera DL mikið.

Plís - ef þið nennið að setja inn semi-detailed leiðbeiningar um hvernig maður getur sett IPv6 í gang hjá sér...



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf Dagur » Fös 29. Maí 2009 12:24

Ég er líka forvitinn. Ég er með ubuntu server heima (og tvær aðrar tölvur sem keyra ubuntu).



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf emmi » Fös 29. Maí 2009 12:43

Fyrir þá sem eru ekki með RIPE handle, minnir að Sixxs krefjist þess, þá mæli ég með tunnelbroker.net. Ég færði mig þangað af Sixxs eftir hörmulegt support og lélega PoP'a. :)




Höfundur
jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf jonfr » Fös 29. Maí 2009 12:50

Þetta leysir ekki öll vandamál, en þetta leysir góðan slatta af þeim Íslenskir notendur þjást af. Þá sérstaklega það torrent CAP sem er á IPv4, en gallin við IPv6 sem stendur er að það eru ekki mikið af notendum á IPv6 sem stendur, miðað við IPv4.

Einfaldasta leiðin til þess að tengjast IPv6 er að sækja um PoP hjá Sixxs.net, og sækja síðan forrit frá Sixxs.net sem tengir þá við. Hérna eru 10 einföld skref til þess að byrja til þess að tengjast inn á IPv6 hjá Sixxs.net.

Lynksys routerar með réttum IPv6 stillingum geta notað static möguleikan sem Sixxs.net bíður upp á.

Fyrir Linux, þá þarf tvennt. Aiccu forritið frá Sixxs.net og síðan radvd til þess að routa IPv6 tölum til annara tölva á staðarnetinu. Þær tölur sem Sixxs.net úthlutar eru fastar og public IPv6 tölur, enda engin þörf fyrir NAT á IPv6.

RIPE handle er ekkert verra en hin aðferðin. Kosturinn við Sixxs.net er hinsvegar nálægð við PoP sem hægt er að velja úr. Ég sótti bara um RIPE handle og það var ekkert vandamál.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf emmi » Fös 29. Maí 2009 12:52

Ég er mjög ánægður hjá tunnelbroker.net, 42ms ping á PoP'inn sem ég er tengdur úti.




Höfundur
jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun á IPv6 á Íslandi ?

Pósturaf jonfr » Fös 29. Maí 2009 13:07

Þeir eru örugglega ekkert verri en aðrir PoP sem eru til í dag. Hinsvegar finnst mér Sixxs.net vera fínt, ég hef ekki lent í neinu veseni með þá.