IP Myndavélakerfi


Höfundur
starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

IP Myndavélakerfi

Pósturaf starionturbo » Mán 20. Apr 2009 16:29

Daginn netverjar.

Mig vantar nú góð ráð og hugmyndir frá ykkur.

Ég er með eina staðsetningu þar sem þarf að vera myndavél.
Myndavélin þarf að vera online og hægt verður að horfa live í hana hvenær sem er.

Ég er með FreeBSD þjón á öðrum stað og meira segja öðrum landshluta.
Sá þjónn þarf að geta tekið á móti live straum frá myndavélinni gegnum MPlayer ( Mencoder réttara sagt ).
Ætlunin er að taka á móti straum á vissum tíma í hverru viku og breyta í AVI skrár sem hægt verður að sækja á FTP eða HTTP.

Vandamálið skýrist hér, ég er búinn að finna actually eina vél sem sendir út í .asf formi fyrir Windows Media player, en sendir líka út á rtsp formi fyrir 3G og Real player og fleira.
Sú myndavél virðist ekki fást hér á íslandi og tekur 1-2 mánuði að panta af Amazon.
Tengill á myndavél: Linksys by Cisco Wireless-G Camera

Í stuttu máli:
Veit einhver um svona IP myndavél sem broadcastar í .asf formi ?


Foobar

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: IP Myndavélakerfi

Pósturaf depill » Mán 20. Apr 2009 17:03

Hmm þetta hljómar nú soldið eins og miniture CCTV lausn.... En ég skal ekki fullyrða. Það er til soldið töff CCTV Open source lausn http://www.zoneminder.com. Þessi myndvél gæti alveg fengist á Íslandi, þeir sem eru helst að selja Linksys eru Opin Kerfi og EJS og þeir eru með rosalega takmarkaður heimasíður ef þú ert ekki skráður inn.

Ég myndi bjalla allavega uppí Opin Kerfi hvort þeir eiga svona myndvél. Þetta er örugglega fín myndvél ef þú ætlar að nota hana auðvita bara in-door. Svo er þetta bara spurning hvað þú þarft fullkomið og hvað þú vilt eyða miklu ( væntanlega sem minnst ), t.d. er þetta þrusuvél frá Linksys líka
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2090

Ég myndi tékka svo á Opin Kerfum via Síma á morgun þeir geta sagt þér betur um hvað þeir eiga.




Höfundur
starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: IP Myndavélakerfi

Pósturaf starionturbo » Mán 20. Apr 2009 17:34

Sæll og takk fyrir svarið.

Ég er búinn að hafa samband við Opin Kerfi - þeir eiga bara gömlu vélina þ.e.a.s WVC54GC en ekki WVC54GCA.

Munurinn er 640x480 upplausn í stað 320x240 og mun meiri gæði að öllu jöfnu og svo virðist sem hún streymi ekki einu sinni út á ASF formi.

En þetta verður notað í svokölluðum fundarsal, ( innandyra ) og eiga menn sem eru fjarverandi möguleika á því að horfa á live, já eða fara á netið og sjá síðustu fundi sem serverinn hefur tekið upp.

Vélin sem þú bentir á er mjög öflug vél, en hún er mikið meira Security camera og hef ég ekki not fyrir fídusa eins og Motion Detection og Infrared og svo framveigis.

Takk fyrir depill!


Foobar


dugas
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 30. Apr 2009 00:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: IP Myndavélakerfi

Pósturaf dugas » Fim 30. Apr 2009 00:51

Ég myndi athuga með http://www.mobotix.com þessar vélar fást hjá svari eru dýrar en það er bens líka.