Á vodafone.is er hægt að skoða erlent gagnamagn á tengingunni sinni. Alltaf þegar ég reyndi það kom bara 0 í alla reiti, skiljanlega. Ég hef alltaf tékkað reglulega þarna inn til að vera fullviss um að þeir væru ekkert byrjaðir að mæla þetta. Hinsvegar um daginn þegar ég tékkaði á þessu þá sýndi talan 40GB erlenda notkun í nóvember. Ég fékk auðvitað vægt sjokk, hefði þurft að borga væna fjárhæð fyrir hvert umfram gígabæt og væri eflaust kominn í einhvern 50 þús kall. Ég hringi strax í þá (29. nóv) og þá segja þeir mér að þeir séu ekkert að mæla á ljósleiðaranum. Ég spyr þá hvort þeir séu samt ekki að selja mismunandi gagnamagn á þessar ljósleiðaratengingar sem þeir bjóða uppá og svarið var bara "Jú reyndar...". Ég segi honum frá þessum 40GB sem ég sá á gagnamagnssíðunni minni á vodafone.is en hann gaf lítið fyrir það, sagði þetta vera rugl og að þessi síða til að skoða gagnamagnið væri bara fyrir ADSL tengingar og væri búin að vera biluð í 3 vikur í þokkabót. Mér var auðvitað létt, spurði hann samt hvort þeir myndu láta mig vita þegar þeir færu loks að mæla, hann vissi lítið um það en taldi það þó ekki á döfinni að þeir myndy byrja að mæla þessar tengingar.
Ég skoðaði þær leiðir sem þeir bjóða upp á í ljósleiðaranum fyrir heimili:
Internetþjónusta..................Gagnamagn ........Verð ........Vodafone Gull
Flotta netið - mesti hraði..........10 GB.............3690 kr.........3190 kr.
Ofurnetið - mesti hraði.............40 GB.............4690 kr.........4190 kr.
Enn meira - mesti hraði..............80 GB.............7690 kr.........7190 kr.
Umframgagnamagn 2,49 kr./MB, sem gerir u.þ.b. 2.550 kr./GB.
Vodafone Gull: umframgagnamagn 1,31 kr./MB, eða u.þ.b. 1.341 kr./GB.
Mér finnst mjög lélegt af þeim að rukka mismunandi fyrir hámark á gagnamagnið þegar þeir eru ekkert að mæla þetta. Það er sami hraði á öllum þessum tengingum sem þeir bjóða núna uppá, 50Mb/s. Líka í ljósi þess að þeir vita ekkert hvenær þeir byrja að mæla þetta, það er ekki einu sinni á döfinni hjá þeim skv. þessum starfsmanni. Kæmi mér svo sem ekkert á óvart ef þeir myndu svo allt í einu byrja að mæla og þá væri maður alveg grunlaus um það, fengi svo einhvern svimandi reikning fyrir umfram gagnamagnið. Er annars ekkert hámark sem maður þarf að borga ef maður fer fram yfir? Ef þetta hefði staðist, að ég hefði farið 30GB umfram, þá hefði ég þurft að borga 39.300kr (er í Vodafone Gull). Stenst það?