Slökti á tölvunni á miðvikudagskvöldi og það seinasta sem hún gerir er installa einhverjum updates frá microsoft. Hún tilkynnir mér að hún muni slökkva á sér þegar þessu er lokið svo ég slekk bara á skjánum og spái ekkert í þessu.
Þegar ég kveiki hinsvegar á tölvunni á fimmtudaginn byrjar hún að hegða sér mjög furðulega. Hún er í fyrsta lagi rosalega lengi á kveikja á sér og einföld verkefni eins og að opna firefox taka hátt í 5 mínútur og það eina sem ég get gert á meðan er að horfa á stundaglashringinn í windows vista, ctrl + alt + delete hafði enginn áhrif.
Á endanum gefst ég upp og slekk á tölvunni með því að halda inni power takkanum því tölvan var orðin algjörlega stopp og svaraði engum skipunum.
Þegar ég reyni hinsvegar að kveikja á henni aftur neitar hún að starta windows yfir höfuð. Eftir Gigabyte BIOS skjáinn fæ ég bara svartan skjá og ekkert gerist.
Ég slekk þá á tölvunni og starta í safe mode en meðan tölvan er á hlaða inn öllum driverum og forritum stoppar hún á "Chkdsk.exe" og gerir ekkert meira, sama hversu lengi ég bíð.
Mig grunar þá um leið að þessi Chkdsk.exe skrá sé eitthvað biluð og að ég hafi kanski fengið gallaða skrá úr uppfærslunni frá microsoft kvöldið áður.
Ég skelli því windows disknum í tölvuna og geri repair windows en kemst ekki langt því að tölvan finnur ekkert installað windows til þess að laga.
Ég neyðist því að slökkva á tölvunni og tek diskinn úr og skelli honum í flakkara og set í samband við gömlu tölvuna, bara svona til þess að geta séð hvað er inn á honum.
Þessi diskur er skiptur í tvö partion 50GB fyrir windows og rest fyrir gögn og drasl (500GB diskur). Þegar ég sit flakkarann í samband við gömlu tölvuna kemur 50GB partion-ið um leið upp og ég get opnað það og skoðað hvað er inn í því. Það tekur hinsvegar góðar 5 mínútur fyrir hitt partionið að koma inn en ég get samt opnað það þegar það kemur og skoðað allt inn í því.
Ég sé ekkert athugavert við diskinn er geri þó Error check á 50GB (windows) partion-inu. Það tekur ótrúlega langann tíma og ég fer frá tölvunni á meðan en þegar ég kem til baka sé ég aðeins villuboð á skjánum sem segja "operation could not be completed" eða eitthvað álíka og það eins sem ég get gert er að ýta á OK.
Ég tek þá diskinn úr flakkaranum og set hann aftur í tölvuna sem hann á að vera í og reyni repair windows aftur. Í þetta skiptið finnur tölvan windows-ið og reynir að laga það en það fer ekki langt því eftir stuttan tíma segir hún mér að ekki sé hægt að laga þetta vandamál á þessum tíma en að hún hafi sent upplýsingar um málið til microsoft. Ég bið þá um details á bilununni og það sem tölvan segir er að registry skráin sé "corrupt" og hún hafi reynt að laga það en það var ekki hægt.
Ég smelli þá á OK en reyni í örvæntingu að restore-a tölvuna en hún tilkynnir mér að það séu engir skráðir restore points á tölvunni (sem er rugl því að tölvan býr sjálfkrafa til restore points hjá mér, bæði með reglulegu millibili og fyrir uppsettningu á hverju einasta forriti og uppfærslu sem þýðir að það ætti að vera restore point fyrir uppfærsluna á miðvikudagskvöldið, áður en að tölvan fór til helvítis) .
Ég rístarta þá tölvunni og núna tilkynnir hún mér um leið og hún kveikir á sér að hún geti ekki startað og að ég þurfi að sitja windows diskinn í tölvuna og reyna "repair windows" (duh!)
Ég reyni þó repair windows einu sinni en og núna tekst henni að klára dæmið. Þegar ég kveiki hinsvegar á tölvunni er hún enþá ótrúlega lengi að starta og svitnar hreynlega bara við það eitt að keyra windows vista.
Ég gefst þá upp og formata draslið og set upp nýtt windows. En þegar því er lokið er tölvan alveg jafn hæg og áður.
Núna er ég með ný uppsett stýrikerfi sem útilokar vírus eða gallaða registry skrá. Hvað í andskotanum getur þetta verið?
Hef með erfiðum tekist að keyra nokkur benchmarks í gegn og hef ekki séð neitt sem bendir til þess að þetta sé minnið eða örgjörvinn. Virðist vera erfiðara fyrir tölvuna að opna eitt benchmark heldur en að keyra það :S
Ég vill helst kenna harða disknum um en kanski er það bara vegna þess að hann er western digital :/
Tölvan er búinn að gera mörg error check á disknum fyrst ég neyðist oft til þess að rístarta henni og í eitt skipti hætti hún algjörlega og slökti á sér með viðeigandi villuskilaboðum sem mér tókst því miður ekki að lesa.
Þigg öll ráð. Tölvan er að mestu keypt á tölvutækni en ég er búinn að taka hana alveg í sundur og setja hana saman aftur síðan hún var keypt fyrir u.þ.b ári.
Næsta sem ég geri verður sennilega að redda mér öðrum disk og skella upp windows á hann til þess að gá hvort að þetta sé harði diskurinn, ef þetta er ekki hann er ég alveg ráðalaus :S
Any Tips?
Tölvan í rugli...!
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 304
- Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Tölvan í rugli...!
-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010
-Macbook Pro 13" -2010
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2857
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan í rugli...!
ég er að lesa akademískar rannsóknarskýrslur sem eru þægilegri í yfirferð en þetta.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan í rugli...!
mér finnst líklegt að þetta sé harði diskurinn, annars væri ekki þetta rugl þegar diskurinn var tengdur gömlu tölvunni.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED