Sælir,
Eftir að hafa spurt bróður minn ráða um uppfærslu sagði hann: "spurðu bara á vaktin.is, þeir þekkja þetta miklu betur en ég." Ég vissi ekki af þessari vefsíðu fyrr en núna
Tölvan mín er orðin ríflega 7 ára gömul. Nú langar mig að kaupa mér nýja svo ég geti spilað eitthvað af þessum leikjum sem hún hefur ekki getað höndlað hingað til: HL2, TF2, Stalker, o.s.frv. Svo auðvitað Left 4 Dead þegar hann kemur
Hún verður að vera hljóðlát.
Ekki væri verra ef hún myndi endast mér önnur 7 ár eða svo.
Ég hef skoðað nokkur tölvutilboð, en það sem ég þekki ekki nógu vel eru móðurborðin, hvort aflgjafarnir eru í raun nógu góðir og hvort innbyggt hljóðkort (öll tilboðin þannig) er virkilegur löstur eða ekki. Windows Vista eða Windows XP er líka spurning. XP diskurinn minn er líklega týndur. Ég hafði líka hugsað mér að dual-boota með Ubuntu.
Kostnaðinn hafði ég hugsað mér ekki meiri en 140-150þús, en auðvitað væri best að sleppa með ódýra tölvu. Kannski eru þessi tilboð sem ég hef skoðað algjört overkill, ég bara veit það ekki. Það eru a.m.k. tvö uppá 160þús... Þetta er það sem kvöldið mitt fór í að skoða:
109þús -> @tt -> Intel Tölva 3 -> E7200, 2GB minni, 500GB diskur, GeForce NX9500GT 512MB, Vista Home Premium
116þús -> Tölvuvirkni -> Öflugi Heimilisturninn -> Quad Q9300, 4GB minni, 500GB diskur, GeForce 9600GT 512MB
117þús -> Kísildalur -> Intel Úrvalsturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4850 512MB
130þús -> @tt -> Intel Tölva 4 -> E8400, 4GB minni, 640GB diskur, GeForce NX9600GT 512MB, Vista Home Premium
140þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 1 -> E8400, 4GB minni, 750GB diskur, GeForce 9800 GT 512MB, Vista Home Premium
149þús -> Tölvuvirkni -> Megaturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4870 512MB
150þús -> Kísildalur -> Ofurturninn (Dual-Core) ->E8400, 4GB minni, 750GB diskur, ATI HD4870 512MB
160þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 2 E8500, 4GB minni, 750GB diskur, DVD skrifari, ATI HD4850 1GB, Vista Home Premium
160þús -> @tt -> Intel Tölva 5 -> Quad Q9400, 4GB minni, 750GB diskur, GeForce 9800GTX 512MB, Vista Home Premium.
Ég hef ekki borið saman mismunandi verð hjá sömu verslunum nema þessi tvö tilboð hjá Tölvuteki. Þar er eini munurinn örgjörvinn og skjákortið og segja þeir að það samsvari 20þús kr. Ég skoðaði hinsvegar verðmuninn á þessum tveimur vörum hjá þeim og hann sýndist mér vera samtals 13þús... Kannski er betri aflgjafi í dýrara tilboðinu, a.m.k. tekið fram að hann sé 720W.
Jæja, hvað segir vaktin við þessu?
Vantar uppfærsluráðgjöf
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
- Reputation: 22
- Staðsetning: grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
160þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 2 E8500, 4GB minni, 750GB diskur, DVD skrifari, ATI HD4850 1GB, Vista Home Premium
þetta tilboð væri líklegast best í leikina í dag en í hvaða upplausn ertu að spila í ??
ég meina ef þú ert að spila í minna en 1680*1050 þá er þetta algjert overkill
þetta tilboð væri líklegast best í leikina í dag en í hvaða upplausn ertu að spila í ??
ég meina ef þú ert að spila í minna en 1680*1050 þá er þetta algjert overkill
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
Ertu nuts ? 149þús -> Tölvuvirkni -> Megaturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4870 512MB
þessi tölva kostar 10k minna og hefur öflugara skjákort , en 250gb minni hd ? þetta er málið
þessi tölva kostar 10k minna og hefur öflugara skjákort , en 250gb minni hd ? þetta er málið
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
jonsig skrifaði:Ertu nuts ? 149þús -> Tölvuvirkni -> Megaturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4870 512MB
þessi tölva kostar 10k minna og hefur öflugara skjákort , en 250gb minni hd ? þetta er málið
sá turn kemur líka án stýrikerfis en tilboðið hjá tölvutek er með stýrikerfi
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
117þús -> Kísildalur -> Intel Úrvalsturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4850 512MB
149þús -> Tölvuvirkni -> Megaturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4870 512MB
Ég segði annarhvor þessa.. HD4850 ræður vel við Crysis með allt í medium og svo með smá laggi í high í 1280x1024 (gerði það vel hjá félaga mínum).. Þá ættiru að geta spilað þessa nýju leiki alveg fínt
Svo er HD4870 náttúrulega bara næsta fyrir ofan, það er eiginlega sama kort nema bara með DDR3 minni
Tja, svo er þessi ekki sem verstur:
140þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 1 -> E8400, 4GB minni, 750GB diskur, GeForce 9800 GT 512MB, Vista Home Premium
Annars færðu sennilega betri prísa ef þú finnur sjálfur þá hluti sem þú vilt og lætur svo verslunina setja það saman ef þú ert ekki öruggur með það
149þús -> Tölvuvirkni -> Megaturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4870 512MB
Ég segði annarhvor þessa.. HD4850 ræður vel við Crysis með allt í medium og svo með smá laggi í high í 1280x1024 (gerði það vel hjá félaga mínum).. Þá ættiru að geta spilað þessa nýju leiki alveg fínt
Svo er HD4870 náttúrulega bara næsta fyrir ofan, það er eiginlega sama kort nema bara með DDR3 minni
Tja, svo er þessi ekki sem verstur:
140þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 1 -> E8400, 4GB minni, 750GB diskur, GeForce 9800 GT 512MB, Vista Home Premium
Annars færðu sennilega betri prísa ef þú finnur sjálfur þá hluti sem þú vilt og lætur svo verslunina setja það saman ef þú ert ekki öruggur með það
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
KermitTheFrog skrifaði:Svo er HD4870 náttúrulega bara næsta fyrir ofan, það er eiginlega sama kort nema bara með DDR3 minni
HD4870 er með GDDR5 VRAM
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
Ég gæti kannski fundið íhlutina sjálfur og sett allt saman, maður gerði það í gamla daga. Það er bara svo þægilegt að þurfa ekki að standa í því veseni...sérstaklega ef stýrikerfið fylgir með og allir driverar installaðir og uppfærðir. Svo finnst XP diskurinn ekki þannig að ég yrði að kaupa mér nýtt stýrikerfi.
Skjárinn ræður við 1280x1024 þannig að ég myndi nota þá upplausn við spilun.
Vantar líka nýjan kassa, þess vegna er ég að skoða tölvutilboðin.
Skjárinn ræður við 1280x1024 þannig að ég myndi nota þá upplausn við spilun.
Vantar líka nýjan kassa, þess vegna er ég að skoða tölvutilboðin.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
TechHead skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Svo er HD4870 náttúrulega bara næsta fyrir ofan, það er eiginlega sama kort nema bara með DDR3 minni
HD4870 er með GDDR5 VRAM
Nújæja, var að reyna að koma þessu frá mér og var ekki viss hvort það væri GDDR eða DDR.. Það eru nú samt tölurnar sem skipta sköpum þarna
------------------------------------------
Annars myndi ég taka þennan ef ég væri að reyna að halda kostnaði í lágmarki: 117þús -> Kísildalur -> Intel Úrvalsturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4850 512MB
En ef ég hefði aðeins meira á milli handanna tæki ég þennan: 149þús -> Tölvuvirkni -> Megaturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4870 512MB
Það er svaka gamer móðurborð í Tölvuvirknistölvunni
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
Að ráðgjöf ýmissa er ég nú farinn að skoða hvað það myndi kosta að kaupa hlutina frá sitthvorum búðunum og setja svo saman sjálfur eða borga búð fyrir að setja saman fyrir mig.
Það sem ég hinsvegar hef ekki nægilega góða þekkingu á eru blessuð móðurborðin.
Ég þarf ekki að geta sett tvö skjákort i vélina.
Ég veit ekki hvort ég ætti að vilja móðurborð sem styður DDR3. Er svo mikill munur á DDR2 og DDR3?
Þau móðurborð sem ég hef verið að skoða hingað til eru þessi:
17.900kr hjáTölvuteki --- Gigabyte S775 GA-EP43-DS3L S775 1333FSB, 6xSATA2-ICH10, 4xDDR2 1066, 1xPCI-E2.0 16x, 4xPCI-E1x, 1xGB lan, 7.1 888 hljóð, 8xB 4xF USB2, DES,
19.900kr hjá Tölvutækni --- Gigabyte EP45-DS3L, s775, 4xDDR2, 6xSATA2, PCI-Express
21.755kr hjá Computer.is --- Gigabyte EP45-DS3Core 2 Quad / Intel P45 / FSB 1600 / DDR2-1200 / A&GbE / ATX / DES
Hvaða ráðleggingar getið þið gefið mér um þetta? Er ég kannski að horfa framhjá einhverjum móðurborðum?
Það sem ég hinsvegar hef ekki nægilega góða þekkingu á eru blessuð móðurborðin.
Ég þarf ekki að geta sett tvö skjákort i vélina.
Ég veit ekki hvort ég ætti að vilja móðurborð sem styður DDR3. Er svo mikill munur á DDR2 og DDR3?
Þau móðurborð sem ég hef verið að skoða hingað til eru þessi:
17.900kr hjáTölvuteki --- Gigabyte S775 GA-EP43-DS3L S775 1333FSB, 6xSATA2-ICH10, 4xDDR2 1066, 1xPCI-E2.0 16x, 4xPCI-E1x, 1xGB lan, 7.1 888 hljóð, 8xB 4xF USB2, DES,
19.900kr hjá Tölvutækni --- Gigabyte EP45-DS3L, s775, 4xDDR2, 6xSATA2, PCI-Express
21.755kr hjá Computer.is --- Gigabyte EP45-DS3Core 2 Quad / Intel P45 / FSB 1600 / DDR2-1200 / A&GbE / ATX / DES
Hvaða ráðleggingar getið þið gefið mér um þetta? Er ég kannski að horfa framhjá einhverjum móðurborðum?
Síðast breytt af Furigana á Fös 31. Okt 2008 11:44, breytt samtals 1 sinni.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar uppfærsluráðgjöf
P45 kubbasettin eru nýrri og betri en P35 kubbasettin þannig að ég myndi taka P45 kubbasett
DDR3 minnin heyrði ég að borgaði sig að hafa ef maður væri með örgjörva með 1333 fsb orsom.. Veit ekki nógu mikið um það
Þetta er einnig gott móðurborð: http://www.computer.is/vorur/7074 með P45, 6 SATA tengi, 4 minnisraufar, 1 PCI-e x16, styður RAID, innbyggt hljóð- og netkort
Mæli sterklega með ASUS borðunum
DDR3 minnin heyrði ég að borgaði sig að hafa ef maður væri með örgjörva með 1333 fsb orsom.. Veit ekki nógu mikið um það
Þetta er einnig gott móðurborð: http://www.computer.is/vorur/7074 með P45, 6 SATA tengi, 4 minnisraufar, 1 PCI-e x16, styður RAID, innbyggt hljóð- og netkort
Mæli sterklega með ASUS borðunum