Vantar ráðleggingu vegna vefhýsingu á Virtual server

Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vantar ráðleggingu vegna vefhýsingu á Virtual server

Pósturaf Heliowin » Mið 01. Okt 2008 14:55

Ég er með alls 4 vefsetur hýst á shared server í Bandaríkjunum og var að detta í hug að færa þá alla á Virtual Private Server (VPS) og jafnvel til Íslands og fá þannig enn betri vefhýsingu og ekki síst upp á öryggið að þetta sé hýst á Íslandi.

Fyrst langar mig til að spyrja hvort það sé erfitt að setja upp kerfið á VPS. Það hefur verið lítið mál fyrir mig að nota cPanel fyrir shared server og dúlla mér við þetta enda mjög einfalt. En ég er ekki sérstaklega vel að mér í Linux og hvað þá vefþjónauppsetningu og því sem tilheyrir kerfinu á VPS þannig að ég treysti mér alveg ekki til að fara út í Virtual server eins og stendur.

Svo er það VPS á Íslandi. Ég sé að aðilinn sem hýsir vaktina er að bjóða upp á 80 MB RAM á Virtual server sem standard pakka, er það nóg? Ég er ekki beint með fjölsótta vefi en þetta eru aðallega einn spjallvefur sem maður þyrfti kannski að gæta sín á sérstaklega þar sem hann er ungur og gæti orðið stærri með tímanum.

Eru kannski aðrir aðilar sem eru að bjóða upp á eitthvað betra á viðráðanlegu verði?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingu vegna vefhýsingu á Virtual server

Pósturaf emmi » Mið 01. Okt 2008 15:49

Er sjálfur með svona server heima á 10Mb/s link sem ég leigi út á 5000kr á mánuði. Innifalið í þessu er 512MB ram og 40GB diskapláss ásamt 40GB backup svæði sem er aðgengilegt í gegnum FTP.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingu vegna vefhýsingu á Virtual server

Pósturaf Heliowin » Mið 01. Okt 2008 21:28

Sæll emmi!

Ég ætla að hugsa málið.

Mér sýnist þetta vera ágætis tilboð hjá þér.