Tengjast þráðlausu með Ubuntu 8.04. Leiðbeiningar


Höfundur
birki
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fim 28. Ágú 2008 19:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tengjast þráðlausu með Ubuntu 8.04. Leiðbeiningar

Pósturaf birki » Fim 28. Ágú 2008 20:01

Er nú byrjandi í þessum Linux málum og er að fikta mig áfram með gömlu en jafnframt ódrepandi borðtölvunni minni. Sú vél fer nú bráðlega að komast á safn keypt hana ´97 er með 500Mhz örgjörva og 256mb innra minni, en nær samt að hökra á Linux, enn sem komið er.
Tókst loksins að tengjast þráðlausu með þessari aðferð:

Fyrst þarf að installa ndiswrapper.
Farðu á System > Administration > software sources afhakaðu allt sem er við „downloadable from internet, third party and update repo´s“ , veldu aðeins „Installable from CD-ROM/DVD“.
Er náttúrulega skilyrði að installation diskurinn með Ubuntu 8.04 sé í drifinu.
Næst ferðu í Applications > Add/Remove þar velurðu „All“ eða „Internet“ þarft að finna windows wireless ndis átt að sjá windowslogoið, veldu það og ýttu á „apply changes“.
Settu í diskinn með drivernum fyrir netkortið og veldu einhvern windows driver, virkaði með XP drivernum hjá mér (.inf fæll).
Nú þarftu að fara command gluggann. Skrifaðu:

sudo -i

og þar eftir

nano /etc/rc.local
þar skrifaru þessar línur fyrir ofan exit 0

rmmod ssb
modprobe ndiswrapper

ýttu svo ctrl +X og vistaðu skránna undir því nafni sem kemur upp (á að koma nano /etc/rc.local)
Endurræstu tölvuna og finndu þráðlausa netið þitt, og ef allt gengur upp, velkominn í netheima.



Skjámynd

supergravity
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast þráðlausu með Ubuntu 8.04. Leiðbeiningar

Pósturaf supergravity » Fim 28. Ágú 2008 23:39

Shot in the dark hérna, en er 8.04 nýjasta útgáfan?


\o/


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast þráðlausu með Ubuntu 8.04. Leiðbeiningar

Pósturaf JReykdal » Fös 29. Ágú 2008 00:03

supergravity skrifaði:Shot in the dark hérna, en er 8.04 nýjasta útgáfan?


Jamm..Ubuntu kemur út í apríl og október (x.04 og x.10)


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


mrpacman
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 17:34
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast þráðlausu með Ubuntu 8.04. Leiðbeiningar

Pósturaf mrpacman » Mán 08. Sep 2008 11:51

Góðar og auðlesnar leiðbeiningar. Ég var oft að pæla hvernig maður ætti að nota NDISwrapper þótt svo að ég hafi ekkert þurft að nota það :)
Ubuntu virkaði bara out-of-the-box hjá mér.


Skóla/Heima: Fartölva keyrandi Ubuntu 8.10 og Windows XP
Leikja: Turntölva keyrandi Windows XP
Sjónvarp: Turntölva keyrandi Windows XP


Zorba
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Tengjast þráðlausu með Ubuntu 8.04. Leiðbeiningar

Pósturaf Zorba » Mán 08. Sep 2008 16:08

Er ekki Ubuntu svolítið þungt fyrir þessa tölvu ?
Ég var með eina gamla IBM tölvu með 128MB af RAM og ca.600 MHZ örgjörva og setti á hana DSL 4.4 og hún svínvirkar eftir það enda er DSL mjög "lightweight" stýrikerfi byggt á knoppix á 2.4 kernelnum


Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB