Skipta úr ISDN yfir í POTS línu


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Skipta úr ISDN yfir í POTS línu

Pósturaf capteinninn » Lau 16. Ágú 2008 15:29

Þannig er mál með vexti að ADSLið heima hjá mér virkar ekki sem skildi.

Netið dettur alltaf út á um það bil 2 mín fresti.

Er búinn að vesenast í símanum lengi vel en er eiginlega búinn að gefast upp á að fá hjálp þaðan.

Hef komist að því að vandamálið er að það er ISDN lína í húsinu frá því fyrir löngu síðan og mig vantar að fá POTS línu í staðinn.

Er mikið vandamál að skipta um línu ?
Það tekur símann 2 vikur að senda mann í að gera þetta og kostar einhvern slatta en mig langar að vita hvort þetta sé eitthvað sem hægt er að redda hraðar og ódýrara, jafnvel að ég sjálfur geti gert þetta.




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Skipta úr ISDN yfir í POTS línu

Pósturaf Cikster » Lau 16. Ágú 2008 16:17

Ef þú ert með ISDN NT box þá er svoldið mál að gera þetta sjálfur.

Ef hinsvegar er bara venjulegur sími en ADSL router fyrir isdn línu (sem ég er með sjálfur heima hjá mér) þá er það bara breyting í símstöð og þarf að skipta um routerinn hjá þér.




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Skipta úr ISDN yfir í POTS línu

Pósturaf capteinninn » Þri 19. Ágú 2008 21:23

Hvernig sér maður hvort maður sé með ISDN NT box eða ekki ?

Ég hef fengið ISDN ADSL router en hann virkaði ekki neitt. Var reyndar SpeedTouch frá símanum svo það er kannski bara það




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Skipta úr ISDN yfir í POTS línu

Pósturaf Cikster » Þri 19. Ágú 2008 23:45

ISDN ADSL routerar virka bara ef er tengt inn á ISDN ADSL kort í símstöðinni.

Skiptir engu hvort maður er með ISDN síma eða venjulegan síma. Fyrst þegar ADSL kom hérna var bara ISDN ADSL kort notuð í símstöðvunum en fóru síðar líka að nota ódýrari lausnina.



Skjámynd

Jon1
Geek
Póstar: 843
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Reputation: 15
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Skipta úr ISDN yfir í POTS línu

Pósturaf Jon1 » Fös 22. Ágú 2008 10:05

alment ef þú ert með adsl yfir isdn þá gæti þetta verið splitter eða enhvað þannig að bila. en jam að skipta í pots úr isdn þarf að gerast niður í símstöð. Gætir reynt að hringja í síman og sagt bara beint út að þú viljir fá venjulega adsl línu í staðinn fyrir isdn. Það er ekki alveg sama við hvern þú tala hjá símanum, sumir vita ekkert...ekkert..
en síðan eru þessir ágætu einstaklingar sem hugsa með hausnum :D bara reyna að hitta á þá

síðan hef ég bara eitt að seigja , ég er mjög lélgurn í stafsetningu ;)


i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64