Sælinú,
ég er með frekar gamlan Linksys Wireless-G router sem virkar fínt fyrir þráðlaust net en það er eins og það hreinlega virki ekki að tengja tölvu beint hann (bara eins og það sé ekkert tengt, nema það blikkar appelsínugult ljós á ethernet portinu á tölvunni). Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til (síðasta 1 og hálfa árið hafa bara verið fartölvur á heimilinu), en ég var að fá mér borðtölvu sem er ekki með þráðlausu netkorti svo ég þarf að koma þessu í lag (tek það fram að þetta er ekki það að það vanti einhvern driver eða svoleiðis á nýju tölvuna, þetta hefur ekki virkað með aðrar tölvur heldur). Ég er búinn að kíkja á stillingar á routernum og sé í fljótu bragði ekki að það sé hægt að disabla þetta svona, en áður en ég fer og kaupi mér nýjan router eða resetta þennan með tilheyrandi veseni (setja upp þráðlaust net upp á nýtt, ugh)... Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að? Einhver stilling sem sem ég ætti að double-tékka?
Bein tenging í router virkar ekki
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Bein tenging í router virkar ekki
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Bein tenging í router virkar ekki
Veit ekki hvort að netið ætti bara alls ekki að virka ef þetta er í ólagi en já:
Í Local Area Connection/Wireless connection -properties>NWLink IPX/SPX/NetBIOS Compatible Transport Protocol Eru einhverjar 2 tölvur með sömu tölurununa þarna?
Veit ekkert hvort þetta hjálpar eða ekki
Í Local Area Connection/Wireless connection -properties>NWLink IPX/SPX/NetBIOS Compatible Transport Protocol Eru einhverjar 2 tölvur með sömu tölurununa þarna?
Veit ekkert hvort þetta hjálpar eða ekki
Modus ponens
-
- spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Bein tenging í router virkar ekki
Prófaðu að fara í Local Area Connection, Internet protocol, properties og setja inn IP, Subnet og gateway handvirkt. (það er að segja ef þú treystir þér í svoleiðis æfingar )
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
Re: Bein tenging í router virkar ekki
Zorglub skrifaði:Prófaðu að fara í Local Area Connection, Internet protocol, properties og setja inn IP, Subnet og gateway handvirkt. (það er að segja ef þú treystir þér í svoleiðis æfingar )
Hann ætti nú samt líklega kíkja þangað hvort sem er , þarf ekki meira en að það séu fyrir fyrri eða vitlausar stillingar þar inni til að þetta myndi ekki virka. Ætti að vera stillt á "automaticly obtain ip address and gateway" eða álíka.
Swooper þú getur komist að því hvort þetta er borðtölvan eða routerinn með því að taka eina fartölvuna, slökkva á þráðlausa netinu og tengja hana með vír.
Svo ef hún kemmst á netið þannig þá er þetta borðtölvan, ef hún virkar ekki þá er þetta stillingaratriðið í routernum.
Síðast breytt af zedro á Sun 10. Ágú 2008 14:47, breytt samtals 1 sinni.
Ástæða: Virkjun BB kóða
Ástæða: Virkjun BB kóða
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Bein tenging í router virkar ekki
Ég hef prófað þetta með aðrar tölvur og það virkar ekki heldur, þetta er pottþétt routerinn. Ætlaði að halda mini-lan party fyrir nokkrum vikum.. það fór ekki vel.
Ætla að kíkja á þær router stillingar sem er búið að benda á... læt vita hvort það gengur.
Edit: Ákvað að hringja bara strax í Vodafone og gá hvað þeir segja um þetta, gaurinn í þjónustuverinu sagði strax að portin á routernum væru steikt, miðað við bilanalýsinguna.
Ætla að kíkja á þær router stillingar sem er búið að benda á... læt vita hvort það gengur.
Edit: Ákvað að hringja bara strax í Vodafone og gá hvað þeir segja um þetta, gaurinn í þjónustuverinu sagði strax að portin á routernum væru steikt, miðað við bilanalýsinguna.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Re: Bein tenging í router virkar ekki
Já maður þarf bara vera nokkuð handlaginn til að takast að eyðileggja port á routerum. Kemur ljós á þau á routernum þegar þú tengir ?
Ég myndi frekar giska á hluti eins og það sé slökkt á DHCP fyrir ethernet portin eða álíka.
Ég myndi frekar giska á hluti eins og það sé slökkt á DHCP fyrir ethernet portin eða álíka.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Bein tenging í router virkar ekki
Ef þetta séu gömlu WAG routerarnir frá Linksys ( fjólubláir að framan, dökkir að aftan ), þá bara finndu næstu ruslatunnu, þetta er ónýtt
Því miður framleiddi Linksys nokkrar seríur af þessum routerum sem bara ja eru drasl og jamm það hljómar akkurat svona Ethernet steikist, WiFið virkar fínt
Því miður framleiddi Linksys nokkrar seríur af þessum routerum sem bara ja eru drasl og jamm það hljómar akkurat svona Ethernet steikist, WiFið virkar fínt
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Bein tenging í router virkar ekki
mind: Nei, það kom nefninlega ekki ljós á portið á routernum né framan á honum, eina ljósið sem kom var appelsínugult á ethernet portinu á tölvunni.
depill.is: Jebb þetta er þessi með fjólubláa að framan. Búinn að fara upp í Vodafone og fá nýjan router, ekkert vandamál með hann og kominn með nýju í netsamband
depill.is: Jebb þetta er þessi með fjólubláa að framan. Búinn að fara upp í Vodafone og fá nýjan router, ekkert vandamál með hann og kominn með nýju í netsamband
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
-
- has spoken...
- Póstar: 170
- Skráði sig: Fös 12. Okt 2007 19:15
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bein tenging í router virkar ekki
Ég er með ZyXEL Prestige 600 og er í nákvæmlega sömu vandamálum, þ.e. wifi virkar en það gengur ekkert með lan portin. Það koma ekki ljós þegar ég sting snúru í samband og hef ég prufað nokkrar. Hef einnig prufað nokkrar tölvur og ekkert gengur. Kannast einhver við þetta í þessum routerum?
-
- has spoken...
- Póstar: 193
- Skráði sig: Mið 27. Des 2006 04:46
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bein tenging í router virkar ekki
coldone skrifaði:Ég er með ZyXEL Prestige 600 og er í nákvæmlega sömu vandamálum, þ.e. wifi virkar en það gengur ekkert með lan portin. Það koma ekki ljós þegar ég sting snúru í samband og hef ég prufað nokkrar. Hef einnig prufað nokkrar tölvur og ekkert gengur. Kannast einhver við þetta í þessum routerum?
Ég kannast við þetta, er einmitt að lenda í þessu núna, er að spá í að fara með routerinn upp í vodafone í vikunni og fá nýjan, þó ég nenni því varla.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Bein tenging í router virkar ekki
Ég lennti í svipuðu vandamáli um daginn. Var að færa routerinn og ákvað að tengja switch við hann sem allar tölvurnar tengjast svo við líka en það var ekki að virka, tengingin á milli router og switch var eitthvað svakalega óstöðug og til að útiloka switchinn þá tengdi ég eina af tölvunum við routerinn og sama vandamál kom þar Þetta var mjög skrítið því áður en ég fór að tengja switchinn þá voru allar tölvur tengdar við routerinn og allt í góðu lagi En svo fór ég bara með routerinn til Tal og fékk annan sem virkar
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]