Daginn,
ég er við það að fjárfesta í nýrri vél og langar að prófa að setja e-ð Linux kerfi á hana, dual bootað með Windows. Gallinn er sá að ég hef sama og ekkert notað Linux og hef ekki hugmynd um hvaða útfærslu ég ætti að taka. Ég hef séð fullt af nöfnum sem ég veit ekkert hvað eru: Ubuntu, Kubuntu, Debian, Red Hat, Gentoo, KDE, Gnome, Mandrake/Mandriva (það er sami hluturinn, right?) o.s.frv. Er einhver góðhjartaður þarna úti sem getur útskýrt fyrir mér muninn á þessu öllu saman og mögulega mælt með einhverju fyrir algjöran byrjanda sem er ekki vanur neinu nema Windows?
Og svona í leiðinni - getið þið útskýrt hvaða kosti Linux kerfi hafa fram yfir Windows? Léttari í keyrslu hef ég heyrt, gefa notandanum öflugri tól en hvernig þá og hvað fleira?
Edit: Annað - hvernig er það þegar ég dualboota vél - hef ég aðgang að fælum og forritum sem eru "hinum megin"?
Linux handa byrjanda
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Linux handa byrjanda
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Re: Linux handa byrjanda
Ubuntu er talið einstaklega þægilegt vegna þess hvernig pakkakerfið virkar í því (installa nýjum hlutum).
Það er einnig mikið GUI (grafískt viðmót) svo flestir eiga tilturlega auðvelt með að venjast því þó þetta sé nú alltaf linux.
Ég er ekki nægilega fróður um hin kerfið til að geta hjálpað þér með muninn á þeim í smáatriðum.
Linux hefur þá kosti að það er minna háð vélbúnaði og nýtir hann betur, einnig er það stöðugra. Þú kemur ekki til með að þurfa endurræsa vélinni þinni mánuðum saman eftir að klára uppsetninguna. Og náttla best af öllu þá er það ókeypis. Ókosturinn við það er að til að fá t.d. suma tölvuleiki og forrit til að virka þarftu þónokkra kunnáttu eða frítíma.
Ég hef enn ekki fundið betri kerfi til að keyra tölvuleiki heldur en strippað windows XP og því er það alltaf inná öllum tölvum mínum. Linux ratar inná sumar vélar en ég hef aldrei getað skipt alveg yfir í það vegna tölvuleikjanna.
Það er hægt með ntfs-3g að lesa og skrifa allt sem er á windows diskinum(hef reyndar ekki prufað það með vistu en ætti að virka)
Windows kemur ekki til með að vilja lesa Linux dótið nema það sem þú gerir t.d. Fat32
Hvorugt linux né windows kemur til með að geta keyrt neitt af dótinu sem er hinu megin. Sbr ef þú lætur inn photoshop windows megin þá keyrir það ekki linux megin. (hægt er að installa WINE og láta photoshop líka inn linux megin ef þú vilt endilega sömu forrit báðum megin).
Það er einnig mikið GUI (grafískt viðmót) svo flestir eiga tilturlega auðvelt með að venjast því þó þetta sé nú alltaf linux.
Ég er ekki nægilega fróður um hin kerfið til að geta hjálpað þér með muninn á þeim í smáatriðum.
Linux hefur þá kosti að það er minna háð vélbúnaði og nýtir hann betur, einnig er það stöðugra. Þú kemur ekki til með að þurfa endurræsa vélinni þinni mánuðum saman eftir að klára uppsetninguna. Og náttla best af öllu þá er það ókeypis. Ókosturinn við það er að til að fá t.d. suma tölvuleiki og forrit til að virka þarftu þónokkra kunnáttu eða frítíma.
Ég hef enn ekki fundið betri kerfi til að keyra tölvuleiki heldur en strippað windows XP og því er það alltaf inná öllum tölvum mínum. Linux ratar inná sumar vélar en ég hef aldrei getað skipt alveg yfir í það vegna tölvuleikjanna.
Það er hægt með ntfs-3g að lesa og skrifa allt sem er á windows diskinum(hef reyndar ekki prufað það með vistu en ætti að virka)
Windows kemur ekki til með að vilja lesa Linux dótið nema það sem þú gerir t.d. Fat32
Hvorugt linux né windows kemur til með að geta keyrt neitt af dótinu sem er hinu megin. Sbr ef þú lætur inn photoshop windows megin þá keyrir það ekki linux megin. (hægt er að installa WINE og láta photoshop líka inn linux megin ef þú vilt endilega sömu forrit báðum megin).
-
- Geek
- Póstar: 802
- Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
- Reputation: 65
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Linux handa byrjanda
Swooper skrifaði:Daginn,
Ég hef séð fullt af nöfnum sem ég veit ekkert hvað eru: Ubuntu, Kubuntu, Debian, Red Hat, Gentoo, KDE, Gnome, Mandrake/Mandriva (það er sami hluturinn, right?) o.s.frv. Er einhver góðhjartaður þarna úti sem getur útskýrt fyrir mér muninn á þessu öllu saman og mögulega mælt með einhverju fyrir algjöran byrjanda sem er ekki vanur neinu nema Windows?
Linux dreifingarnar eru á margan hátt mjög líkar en það sem mér finnst skipta mestu máli er tvennt, gluggaumhverfið og pakkastjórnun. Tvö (lang)stærstu gluggaumhverfin eru Gnome og KDE. Gnome er hannað með áherslu á að allt sé eins notendavænt og hægt er en KDE er kannski hugsað meira fyrir "power"-notendur (þ.e.a.s. það er mjög mikið af fídusum og valmöguleikum). KDE notendur gagnrýna Gnome fyrir að vera of einfalt og loka notendur í sandkassa en Gnome notendum finnst KDE vera óþægilegt í notkun. (Svo er líka álitamál hvort þykir flottara).
Svo er það pakkastjórnunin. Dreifingarnar nota annað hvort RPM eða DEB pakka fyrir forritin sem fylgja með og þú getur sett upp. Ég veit ekki nógu mikið um þetta til að geta útskýrt muninn ég hef bara alltaf átt auðveldara með að vinna með DEB (og apt-get skipunina sem maður notar til að sækja og setja upp forrit).
Ubuntu er langvinsælasta dreifingin í dag vegna þess að það er hægt að setja hana upp á næstum hvaða tölvu sem er og hún mun virka. Þ.e.a.s. það er gríðalega góður stuðningur við alls konar vélbúnað. Svo er öflugt samfélag bakvið það.
Kubuntu er bara Ubuntu með KDE í staðinn fyrir Gnome.
-
- has spoken...
- Póstar: 195
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2008 12:58
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Linux handa byrjanda
mind skrifaði:Þú kemur ekki til með að þurfa endurræsa vélinni þinni mánuðum saman eftir að klára uppsetninguna.
Þetta hefur alltaf verið raunin með linux, en mér finnst reyndar Ubuntu heimta óþarflega oft að endurræsa eftir eitthvað software update.
Annars er ég sammála að prófa Ubuntu, það hentar byrjendum ágætlega. Ef þú vilt hins vegar læra eitthvað mikið á linux, þá er Ubuntu ekki málið, því það virkar yfirleitt svo vel
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
- Reputation: 12
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Linux handa byrjanda
Ef þú ert að setja Linux uppí fyrsta sinn mundi ég nota SimplyMepis http://www.mepis.org/
Virkar vel og er auðvelt í notkun.
En Ubuntu er líka ágætt til að byrja á.
Virkar vel og er auðvelt í notkun.
En Ubuntu er líka ágætt til að byrja á.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2857
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Linux handa byrjanda
Ég myndi byrja á Linux Mint.
það er ubuntu preriggað fyrir newbs.
ég er búinn að prófa mint, mepis, debian, ubuntu, RH og mandrake/driva.
Byrjaðu á Mint, það er lang þægilegast fyrir einhvern sem er að gera þetta í fyrsta skipti.
http://www.linuxmint.com
það er ubuntu preriggað fyrir newbs.
ég er búinn að prófa mint, mepis, debian, ubuntu, RH og mandrake/driva.
Byrjaðu á Mint, það er lang þægilegast fyrir einhvern sem er að gera þetta í fyrsta skipti.
http://www.linuxmint.com
-
- has spoken...
- Póstar: 171
- Skráði sig: Lau 24. Jún 2006 10:19
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Linux handa byrjanda
mind skrifaði:U
Windows kemur ekki til með að vilja lesa Linux dótið nema það sem þú gerir t.d. Fat32
Hvorugt linux né windows kemur til með að geta keyrt neitt af dótinu sem er hinu megin. Sbr ef þú lætur inn photoshop windows megin þá keyrir það ekki linux megin. (hægt er að installa WINE og láta photoshop líka inn linux megin ef þú vilt endilega sömu forrit báðum megin).
Þetta er ekki allskostar rétt, það er til driver fyrir windows til að vinna á ext2fs man ekki hvort það styður ex3fs en það tel ég líklegt að virki
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Linux handa byrjanda
Mig grunar að það verði extra mikið vesen fyrir mig að ná í fæla svona á milli reyndar, amk ná í Windows fæla frá Linux. Vista nefninlega encryptar allt þannig að það er víst nánast ómögulegt, hef ég heyrt. Spurning hvort það sé vesen í hina áttina líka, fikta í því þegar þar að kemur.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1