Uppsetningarvandamál


Höfundur
Scott Bakula
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mið 06. Ágú 2008 09:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppsetningarvandamál

Pósturaf Scott Bakula » Mið 06. Ágú 2008 10:26

Sælt veri fólkið!

Ég er í smá veseni og ég heyrði að þetta væri góður staður til að leita til. Þannig er mál með vexti að ég er að reyna að setja upp FreeBSD (eða DesktopBSD nánar tiltekið) og ætla að partitiona allt plássið á disknum fyrir það, en af einhverri undarlegri ástæðu, þegar ég ætla að setja upp stýrikerfið, þá finnur uppsetningin ekki hörðu diskana mína. Ég byrjaði á að reyna að setja upp hefðbundið FreeBSD og fékk þá "no disks found" error einhvern og ég hélt kannski að þetta væri diskurinn sem ég brenndi á, en þá prufaði ég Bootonly diskinn og lenti í því sama. Ég ákvað því að sækja og setja upp DesktopBSD. Þegar ég var loksins búinn að því og kominn inn í installerinn þá fann hann enga harða diska heldur. Mig grunar því að þetta sé eitthvað vandamál með að BSD sé í erfiðleikum með að lesa hardware'ið sem ég er með. Samt sem áður er ég að keyra MSI 645E MAX-U móðurborð (645DX chipset) og tilheyrandi IDE harðan disk sem er á compatability listanum.

Ég er kannski ekki sá tölvufróðasti en mér datt í hug að þetta gæti verið eitthvað BIOS tengt vandamál en ég legg ekki í miklar BIOS stillingar án leiðbeininga.

Takk fyrir