Sælir,
Ég er með server heima með Windows 2003 server stýrikerfi. Ég setti upp RAS-þjónustuna svo ég gæti VPN-að mig inná LAN-ið heima utanfrá, t.d héðan úr vinnunni.
Ég held að það vanti eitthvað uppá uppsetninguna hjá mér, því að eftir að ég VPN-a mig inn, þá get ég bara tengst servernum sjálfum heima, en ekki öðrum vélum á LAN-inu. Ég get t.d pingað serverinn (192.168.2.7) og farið inná hann í gegnum file-share og Remote Desktop Connection, en svo er ég með aðra vél heima sem er 192.168.2.6 og enn aðra sem er .8 en þær get ég ekki pingað og bara alls ekki tengst á nokkurn hátt.
Ætti ég ekki að geta komist inná allar vélarnar á LAN-inu heima hjá mér þegar ég er með VPN tengingu þangað inn? Hvað vantar uppá þetta hjá mér?