Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf DoofuZ » Þri 22. Apr 2008 01:36

Ég er að vesenast með lappa sem var með smá af vírusum inná og svo eitthvað af adware og þannig rusli líka og ég er núna búinn að hreinsa það allt í burtu en er enn í smá veseni með að laga skaðan sem draslið olli í Windows. Áður en ég byrjaði að hreinsa þá var varla hægt að nota tölvuna, hún fraus mjög oft við innskráningu notanda, og svo var alltaf að lokast meira og meira á hvað ég gat notað eins og Control Panel og þess háttar þar til ég gat ekki lengur loggað inn útaf "öryggisástæðum" :? Anyways, náði að redda því með því að keyra bara Windows setup og nota repair :) og svo hreinsaði ég allt drasl út. En núna á ég bara eftir að laga skemmdirnar og var að spá hvort einhver viti nokkuð um eitthvað gott fix forrit. Það sem þarf að laga er t.d. það að tvísmell á IE á desktop býr bara til shortcut á desktop og einhverjar skráartýpur eru í icon rugli eins og shortcuts. Er s.s. nokkuð til forrit sem endurstillir grunn assosiations og lagar eitthvað svona? Búinn að prófa einn góðann registry fixer og hann fixar þetta ekki svo ég efast um að ég þurfi þannig forrit en gæti svosem alveg verið :-k

Það fyndna er að inná tölvunni var Trend micro vírusvörnin og vá hvað það er mikið DRASL! Áður en ég henti því út þá gat ég engan veginn tengst netinu, hvorki með snúru né þráðlaust, fékk alltaf einhverja viðvörun frá forritinu um að eitthvað adware væri í IE og spurningu um hvort ég vildi stoppa alla nettengingu en það var greinilega ekki nóg að neita því :roll:

Mun annars klára að laga restina á morgun og ef ég finn ekki svona forrit þá prófa ég bara Windows update og skelli IE bara aftur inn. Væri samt æði að geta sleppt því ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf Gets » Þri 22. Apr 2008 03:37

Format C: clean install.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf DoofuZ » Þri 22. Apr 2008 15:51

Öööööö, nei. Það yrði svoldið vesen að fara format leiðina þar sem það er ýmislegt sem má ekki eyða og þó ég gæti flutt það yfir á aðra tölvu á meðan þá er það bara einum of mikið vesen... Ætla bara að prófa reinstall á IE. Pósta aftur hér ef það lagar þetta ekki.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf Xyron » Þri 22. Apr 2008 16:11

prófaði að slá inn "restore windows default file types" og fann t.d. http://www.dougknox.com/xp/tips/xp_easy_file.htm

"Tired of hunting around in File Types to re-associate your files? Here's an easier way to re-associate your files to the Windows XP defaults."

Getur skoðað þetta.




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf Dazy crazy » Þri 22. Apr 2008 23:30

Tuneup ultilities er snilldar forrit þar sem hægt er að laga mjög margt. Það gerir það samt ekki sjálfkrafa heldur verður þú að haka í það sem þú villt laga og láta það svo laga. :D


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!

Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf Demon » Mið 23. Apr 2008 08:09

Yfirleitt minna mál að setja windows upp aftur bara í svona tilviki.
Þá veit maður líka að vírusinn er örugglega farinn og allar þessar stillingar sem þú ert að tala um eru réttar.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf DoofuZ » Mán 28. Apr 2008 00:52

Ég náði að redda þessu (fyrir nokkrum dögum reyndar) :) Og það var ekkert file assosiation vandamál eftir allt saman, bara eitthvað smá vesen sem kemur fyrir IE á desktop eftir einhverja uppfærslu frá Micro$oft eða eitthvað svoleiðis. Fann allavega lausn vandans með hjálp Google en takk samt Xyron fyrir að benda mér á þessa síðu þarna, gleymi oft að það eru til nokkrar svona xp tricks og tips síður með mörgum góðum fixum ;) Og kannski kíki ég á tune up við næsta bilanatilfelli :-k en ég er svo ekki alveg sammála þér Demon með að það sé auðveldara að setja Windows bara aftur upp, amk. finnst mér það persónulega ekki auðveldara þótt það sé eflaust stórskrítið :roll: Mér finnst miklu betra að laga bara Windows, henda öllu drasli út og ef það er eitthvað erfitt vandamál þar þá læri ég svo mikið á því að kljást við það man vs crapware heldur en að gera bara reinstall. Finnst líka mun betra ef ég get skilað tölvu til baka alveg nákvæmlega eins og hún var nema alveg clean :besserwisser er mjög vanur maður þegar kemur að því að hreinsa burt crapware og vírusa en lendi einstaka sinnum í akkúrat svona pínu veseni eftir hreinsun sem maður finnur svo yfirleitt á endanum lausn á, mjög oft með hjálp Google :8)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3079
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf beatmaster » Mán 28. Apr 2008 10:06

DoofuZ skrifaði:Finnst líka mun betra ef ég get skilað tölvu til baka alveg nákvæmlega eins og hún var nema alveg clean
= Save-ar documents and settings möppuna.

Þetta er ekkert flókið,

1. tekur allt sem að er geymt á Rótinni á c: drifinu inn á flakkara (ég er ekki að tala um windows möppuna og það dót)
2. tekur documents and settings möppu notendanna inn á flakkara
3. Straujar vélina, setur upp forritin sem voru fyrir og setur dótið inni á flakkaranum inn á þá staði sem að þeir voru


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun

Pósturaf DoofuZ » Mán 28. Apr 2008 15:24

Það vill nú svo leiðinlega til að ég á engann flakkara en ég hefði nú alveg getað flutt allt yfir á tölvuna mína í gegnum lanið og gert svo reinstall á Windows en það hefði samt verið smá vesen, eins og t.d. að finna alla rekla fyrir tölvuna, og ég bara nenni ekki að fara þá leið, vil frekar fara erfiðu leiðina að þessu, finnst það miklu skemmtilegra og læri í leiðinni svo mikið á því hvað varðar viðgerðir :) Stefni líka útí viðgerðabransan svo það er gott að halda sér í góðri þjálfun :8)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]