Vandamál með uppsetningu á WinXP


Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Vandamál með uppsetningu á WinXP

Pósturaf Manager1 » Mið 12. Mar 2008 12:44

Ég er að reyna að setja upp WinXP aftur eftir að tölvan mín dó.

Þegar ég er búinn að formatta og setupið er að copya new files þá fæ ég alltaf skilaboð um að það sé ekki hægt að afrita skrá, misjafnt hvaða skrár það eru en þó nokkrar sem koma aftur og aftur.

Ég hef aldrei komist lengra en 19%, stoppar alltaf á sömu skránni þar.

Er diskurinn minn í ruglinu eða hvað?




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gets » Mið 12. Mar 2008 13:09

Ég hef lent nokkrum sinnum í þessu og þá er málið bara að þrífa geisladiskinn jafnvel þó að hann virðist ekkert vera skítugur.
Ef að hann reynist skemmdur þá er málið að fá bara lánaðan geisladisk í uppsetninguna en hann verður þá að vera af sömu útgáfu og diskurinn þinn “dæmi ef þinn er útgáfa með servis pakk 2 þá verður þú að fá eins disk til að leyfis lykilinn þinn virki.
Svo er stundum hægt að laga diska sem eru skemmdir og þá eru þeir settir í slípivél verða að vísu hrikalega ljótir en stundum virka þeir á eftir og þá er bara að taka afrit af honum með hraði.
Svo er spurning hversvegna vélin dó ? ég hef lent í því að formata harðan disk en geta engu að síður ekki með nokkru móti sett upp stýrikerfi á hann, ef að þú átt annan harðan disk þá er reynandi að prófa uppsetningu á honum ef geisladiskurinn er í lagi.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mið 12. Mar 2008 13:10

Það eru 4 hlutir sem koma til greina miðað við þessa bilanalýsingu..

1# Bad sectorar á harðadisk
- Getur bilanagreint diskinn með því að niðurhala Diagnostic forriti frá heimasíðu framleiðanda harðadisksins, brennt það á CD og ræst tölvuna frá disknum.

2# Bilað vinnsluminni
- Getur bilanagreint minni að mestu með forriti sem heitir Memtest 86. Brennur það á CD og ræsir tölvuna frá disknum.

3# Lensan í geisladrifinu óhrein eða drif orðið lélegt
- Getur fengið fína DVD skrifara frá 3000kr og uppúr í dag.

4# Windows Uppsetningardiskurinn skemmdur
- Getur nálgast þannig disk hjá félögum eða afrit í betri tölvubúllum




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 12. Mar 2008 13:49

Glæsileg greining þarna,

Þó líklegast sé að þetta sé CD´inn fyrst hún stoppar alltaf á sama stað.

Þá bendir það til þess að það svæði á CD inu sé ónýtt eða ekki lesanlegt.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Pósturaf Manager1 » Mið 12. Mar 2008 20:39

Takk fyrir þessi ráð.

Nú kemst ég samt ekki jafn langt og í gær.

Byrjaði á því að þrífa geisladiskinn, setti hann í og eftir nokkra BSOD sem ég nennti ekki að pæla í (ég veit, kæruleysi) þá komst ég í það að formatta new partition en þá fæ ég skilaboðin "setup was unable to format the partition, the disk may be damaged".

Búinn að prufa nokkrum sinnum en ekkert gengur. Því miður á ég ekki annan disk til að prufa, nema tapa 160gb af gögnum sem ég er ekki alveg tilbúinn í... strax :D

Tölvan er nýkomin úr viðgerð á Kísildal og fékk hana með þeim skilaboðum að ég þyrfti að setja stýrikerfið upp aftur. Ég taldi það ekkert mál enda oft gert það áður en aldrei lent í svona veseni.

Ég kann ekki við að fara með hana til þeirra í Kísildal aftur þar sem hún var búin að valda þeim martröðum í viku :D


TechHead stakk uppá að bilanagreina diskinn en ég get það ekki heldur þar sem ég hef ekki aðra tölvu til að brenna diskinn (tölvan sem ég skrifa á núna er með biluðu DVD drifi).

Næsta mál á dagskrá er annaðhvort að fara með tölvuna í viðgerð, ef það er hægt að gera við þetta þ.e.a.s. eða splæsa í nýjan harðan disk til að setja WinXP upp á.




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Mið 12. Mar 2008 21:36

Klárlega að fara með hana aftur upp í Kísildal, þú hefur rétt á því sem viðskiptavinur þó hún hefði valdið þeim martröðu í mánuð.




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gets » Mið 12. Mar 2008 22:45

Þetta er þá líklega harði diskurinn sem er að hrella þig.

Þú getur prófað að setja harða diskinn í aðra vél sem aukadisk og fara í my computer/hægri smella músinni á harða diskinn/fara í properties/velja flipan tools/smella á check now í error cheking/haka í scan for and attempt recovery of bad sectors.

Þetta getur tekið þó nokkurn tíma, ekkert vera að sitja yfir þessu. Að þessu loknu prófarðu að formata diskinn aftur og setja uppsetninguna aftur af stað ef það virkar ekki þá skal ég gefa þér einn 10 gig 7200 sn disk sem þú getur sett kerfið upp á.




Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Pósturaf Manager1 » Mið 12. Mar 2008 22:52

Dazy crazy skrifaði:Klárlega að fara með hana aftur upp í Kísildal, þú hefur rétt á því sem viðskiptavinur þó hún hefði valdið þeim martröðu í mánuð.

Þetta var nú bara djók með Kísildal sko ;)
Er samt ekki á neinn hátt að kenna þeim um þetta vesen mitt núna, þeir unnu sína vinnu 100% og það kostaði miklu minna en ég átti von á.

Gets - ég hef ekki aðra tölvu til að gera þetta sem þú stakkst uppá... er bara með fartölvu við hendina.




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gets » Mið 12. Mar 2008 22:59

Þú á PM.




Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Pósturaf Manager1 » Fim 13. Mar 2008 21:51

Fékk harðan disk hjá Gets til að prufa, allt í góðu með hann en nokkuð ljóst að WinXP diskurinn minn er ónýtur, stoppar alltaf á sömu skránni :(


Næsta mál á dagskrá er semsagt að finna nýjan disk... sem eins og TechHead sagði ætti ekki að vera mikið mál :D




Pink-Shiznit
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 18. Jan 2007 20:43
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á WinXP

Pósturaf Pink-Shiznit » Fös 28. Mar 2008 12:57

Ég lenti í þessu um daginn, þá var það bara cd sem var ónýtur


Stoltur eigandi Asus eee 1000H