Er til almennileg innlend hýsing?

Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Er til almennileg innlend hýsing?

Pósturaf Heliowin » Sun 28. Okt 2007 23:55

Ég vona að þetta sé í rétta foruminu. Vinsamlegast færið ef ekki.

Ég þarf að fá mér vefhýsingu og er mjög spenntur fyrir http://www.lunarpages.com/ svo það er varla að maður haldi vatni. Málið er að það er ekki að hægt að borga með check/money order frá Íslandi og ég þarf að útvega mér þá kreditkort sem tekur nokkrar vikur og vesen.

Þessvegna spyr ég hvort þið hafið einhverja vitneskju um góðan hýsingaraðila á landinu þar sem ekkert vesen er með greiðslumöguleika?

Mér finnst þetta annars það sem ég hef skoðað vera mjög takmarkað.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mán 29. Okt 2007 01:14

Íslensk hýsingarfyrirtæki eru að keyra á 10 ára gömlum verðskrám. Hér heima ertu að borga frá 2þús og allt að 5þús á mánuði fyrir "lúxus" eins og 50, 100, JAFNVEL... 150 MB pláss, 3-10 netföng etc. Borgar svo slatta fyrir hverja DNS tilvísun, borgar sérstaklega fyrir "fríðindi" eins og tölfræði kerfi, PHP/SQL stuðning o.s.frv.

Úti í hinum raunverulega heimi samt, þá ertu að borga kannski 300-400 kr. íslenskar á mánuði fyrir 100-400 GB, já GÍGABÆTI af plássi, fleiri tugi ef ekki hundruði af netföngum - og jú, DNS tilvísanir, tölfræðikerfi, PHP/SQL o.s.frv, er sjálfssagður hlutur sem þeir myndu ekki dirfast að rukka fyrir sérstaklega.

Semsagt, fáðu þér bara fyrirframgreitt Mastercard/VISA, leggðu 5þús kall inn á það á eins árs fresti og þá ertu í góðum málum. Ekki versla við íslendinga.




dezeGno
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Mið 27. Des 2006 04:46
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dezeGno » Mán 29. Okt 2007 01:18

Ég ætla að benda þér á erlenda hýsingu þar sem þú þarft að hafa kreditkort, en er vel þess virði að skoða. Vil bara benda þér á þetta fyrir tæki þó þú hafir beðið um annað. http://www.bluehost.com Endilega kíktu á þetta, þú getur annað hvort keypt í 3mán, 6mán, 12mán eða 24mán ef ég man rétt.

Innidfalið í verðinu er:
300GB pláss.
Getur hýst ótakmarkað magn af lénum á sama account.
Getur verið með ótakmarkað magn af undirlénum.
3000GB bandvídd á mánuði.
1000 ftp accounts.
50 MySQL accounts.

http://www.bluehost.com/tell_me_more.html

Og ekki er þetta það mikið sem þú þarft að borga, 7$ - 6$ fyrir 12mán eða 24mán. Og þeir bjóða upp á 24/7 live support.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Mán 29. Okt 2007 01:38

Já þetta er nú meiri möguleikarnir og verðið á Íslandi. Ég reyndi sjálfur að leita meira að íslenskri vefhýsingu og fannst það merkilegt að þeir eru langt í frá að vera samkeppnishæfir við erlenda aðila.

Bluehost eru góðir en draumurinn hefur verið lunarpages.com og með því að fara enn betur yfir dæmið hjá þeim þá komst ég að því að þeir bjóða upp á Western Union greiðslu þannig að ég pantaði mér hýsingu með góðum pakka hjá lunarpages á 6400 kr fyrir árshýsingu hvorki meira né minna.

Ég þakka ykkur fyrir svörin báðir tveir.



Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Mán 29. Okt 2007 10:46

liggur ekki hundurinn grafinn þar. víða sé í minnst á hve mikla traffík síðan má hafa en aldrei minnst einu orði á það hér á landi



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Mán 29. Okt 2007 14:29





ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mán 29. Okt 2007 15:49

Eina sem ég hef um þetta að segja er að erum við ekki bara að glíma við það hvað við erum fámenn og hvað samkeppnin er lítil í þessum markaði á íslandi.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Mán 29. Okt 2007 22:09

Dagur skrifaði:http://1984.is/
http://1984.is/
http://1984.is/


mæli með þeim

er að borga einhvern 1600 kall fyrir semsagt 2 lén, helling af email adressum, 2 GB pláss með hverju léni og allur andskotinn studdur þarna.

og engin vandamál verið hingað til (nema mitt eigið kunnáttuleysi, sem að þeir hafa þá verið duglegir að aðstoða mig við)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 29. Okt 2007 23:11

Ég er með lunarpages fyrir nokkuð stóra félagssíðu og þetta er mjög góður hýsingaraðili. Standa sig frábærlega í sambandi við hraða og uptime.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Mán 29. Okt 2007 23:52

Dagur skrifaði:http://1984.is/
http://1984.is/
http://1984.is/

Áhugavert. Held þessu opnu. Þeir mættu annars hafa leiðbeiningar svo maður þurfi ekki að hringja.


Pandemic skrifaði:Ég er með lunarpages fyrir nokkuð stóra félagssíðu og þetta er mjög góður hýsingaraðili. Standa sig frábærlega í sambandi við hraða og uptime.

Já lunarpages eru að fá almennt mjög góða dóma samkvæmt síðu sem ég sá og hafði yfirlit yfir marga hýsingar aðila og review frá notendum.

Takk allir saman.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Pósturaf depill » Mið 31. Okt 2007 15:59

Verð að játa að ég er alltaf svo rosalega skeptískur á fyrirtæki sem biðja mig um að greiða ár fram í tímann. Afhverju þarf ég að greiða svona langt fram í tímann ? Er það vegna þess að þið haldið að ég verði ekki í ár eða hvað er það ? Veit að mörgum hefur gengið vel upp með BlueHost

en ég myndi mæla hands down með HostGator.com, engin binding, ekkert stofngjald, Baby Hatchlin er á 7.95 dollara og er þrusupakki.

Annars er eins og fyrr segir 1984.is mjög sanngjarnir á hýsingu ef hún verður að vera innanlands og svo sem stuff.is líka.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Mið 31. Okt 2007 17:15

Ég hef verið að nota hostexcellence.com og hef bara verið ánægður með þá. Ég keypti hjá þeim einhvern pakka sem hljóðaði upp í ~8-9000kr fyrir 2. ára hýsingu + .com lén með öllu þessu venjulega.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mið 07. Nóv 2007 19:26

Update á mínu ranti fyrr í þessum þræði varðandi íslenska hýsingu.

Ég er nú þegar búinn að flytja tvo vefi yfir til 1984.is og ætla mér að flytja 4 vefi til viðbótar, ég er mjög sáttur. Geggjuð persónuleg þjónusta hjá gæjanum sem rekur þetta.

Veit hinsvegar að það vantar hellings upplýsingar á vefinn hjá honum, svo ég ætla að gefa upp nokkrar upplýsingar sem hann gefur gefið mér:

Þú borgar 800 kr. á mánuði, hann sendir þér reikning á 3ja mánaða fresti.
Auka GB í pláss kostar 200 kr. per mánuð.
Þú færð phpmyadmin, awstats & mjög flott vefpóstkerfi (auðvitað POP3 support líka)

Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug, en annars er bara að sækja um lén hjá honum og spyrja í 'comments' reitnum hvort þú fáir ekki örugglega X fítus sem þig vantar, svo spjallið þið saman út frá því via e-mail.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Pósturaf depill » Fim 15. Nóv 2007 22:35

Já ætli ég verði ekki að hrósa honum líka.

Ég reyndar tek undir að það mætti standa á vefnum að það sé rukkað á 3 mánaða fresti, mér brá soldið við fyrsta reikning, hélt ég hefði pantað eithvað kolvitlaust.

Ég tók Vserver hjá honum og rek bara vefþjón + mysql þjón á þeirri vél og hýsi þar núna 7 vefi sem eru með svona bara ágætt álag. Er að borga fyrir þetta 3000 kr á mánuði sem mér finnst bara akkurat ekki neitt. FreeDNS þjónustan er mjög fín, þótt að það vill stundum vera að uppfærslur í DNS þjónana er ekki alveg samrímd en það jafnar sig út tiltölulega fljótt.

Og já hann Siggi sem er allavega alltaf að svara mér er rosalega nice gæi og er fljótur að svara og mjög liðlegur.

Þetta er bara næstum of gott til að vera satt ;)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16555
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2130
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 15. Nóv 2007 22:49

vaktin er á leiðinni þangað ;)



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Fös 16. Nóv 2007 00:14

svona á að reka fyrirtæki.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16555
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2130
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 12. Jan 2008 00:14

www.1984.is




dezeGno
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Mið 27. Des 2006 04:46
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dezeGno » Lau 12. Jan 2008 17:28

depill.is skrifaði:Ég tók Vserver hjá honum...

Fyrirgefið fáfræði mína en hvað er Vserver :S ? Eitthvað sem að þú getur smellt nánast öllu á eða er ég að miskilja :S ?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Pósturaf depill » Lau 12. Jan 2008 17:43

dezeGno skrifaði:
depill.is skrifaði:Ég tók Vserver hjá honum...

Fyrirgefið fáfræði mína en hvað er Vserver :S ? Eitthvað sem að þú getur smellt nánast öllu á eða er ég að miskilja :S ?


Það er sem sagt virtual server, þetta er sem sagt ekki phýsísk vél sem þú leigir, þannig það er ekki bein tenging í hardwareið og afköstin eru minni. En samt þar sem vélbúnaðurinn er það stór fyrir aftan að þá gengur þetta voða vel.

En þá færðu sem sagt bara sýndar vél með Linux stýrikerfi af þínu vali afhenda til þess að gera það sem þú vilt gera. Svo ákveður þú bara hvað þú vilt hýsa þarna.




dezeGno
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Mið 27. Des 2006 04:46
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dezeGno » Lau 12. Jan 2008 17:55

Takk fyrir það, kannski maður skoði það að leigja sér svona.