Þráðlaust netkort í gamla tölvu

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Þráðlaust netkort í gamla tölvu

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 18:40

Ég er með eina gamla tölvu sem mig langar að hafa þráðlaust netkort í en þau netkort sem ég hef prófað virka bara ekki í henni. Fyrst prófaði ég PCI netkort og það virkar ekki vegna þess að PCI raufin í tölvunni styður það ekki. Þá prófaði ég usb netkort en það virkar ekki heldur þar sem það er usb-2 en tölvan er bara með usb-1 :?

Svo núna þarf ég að finna þráðlaust netkort sem er annað hvort fyrir eldri staðalinn af PCI raufunum eða usb-1, einhver sem veit um einhverja tölvubúð með svoleiðis kort? Efast eiginlega um að ég finni það en það sakar þó ekki að spyrja ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mið 31. Okt 2007 19:12

kaupa usb 2.0 pci spjald? =)



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 20:24

Já, það hljómar svosem ekki sem slæm hugmynd, var ekki lengi að finna eitt slíkt hjá Att.is á bara mjög fínu verði, en er alveg öruggt að þetta kort muni virka í gömlu vélinni? Virkar það s.s. með gömlum PCI raufum?

Mér finnst samt skrítið að það séu virkilega til PCI raufar sem ráða ekki við sum PCI kort bara vegna þess að þær eru ekki með sama staðal, hélt áður fyrr að hvaða PCI kort sem er myndi virka í hvaða PCI rauf sem er óháð aldri :?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mið 31. Okt 2007 20:44

ég hélt það líka.. aldrei lent í neinu vesseni með pci



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 21:13

Ok, ég er líklega ekki að fara að gera neitt í þessu alveg strax, held ég bíði aðeins með það. Verð líka líklega með þessa tölvu rétt hjá router-inum svo það ætti ekki að vera mikið vandamál að tengja stutta snúru.

Gott allavega að vita að ég geti reddað þessu seinna með svona usb korti en þegar þar að kemur þá ætla ég samt að fara varlega í þau kaup þótt þetta sé ódýrt þar sem ég vil forðast það að lenda enn einu sinni í því að kaupa eitthvað sem virkar svo ekki með tölvunni sem ég ætla að nota það í :bitterwitty


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]