Sælir vaktarar.
Ég er hérna á gamalli fartölvu sem ég eignaði mér eftir að kærastan hætti að nota hana. Tölvan virkar að mestu leyti vel en hún hefur samt þann leiða vanda að geta ekki spilað video af síðum eins og Ruv.is og Veftíví vísis. Spilarinn hleðst upp í vöfrunum(hef prófað bæði IE og Firefox) en síðan gerist ekkert meira. Videoið loadast kannski en síðan spilast bara ekki neitt.
Vitið þið hvað gæti verið að? Ég get spilað flest önnur video, ef þau eru geymd á harða disknum og ég get líka skoðað flash video af netinu....
Og já...tölvan er með Windows XP professional með Service Pack 2(eða held það allavega, kerfið er á íslensku og þar stendur Fyrirtækjaútgáfa) og ég er nýbúinn að downloada WMP11.
Með von um góð svör...
voffvoff