cue skrifaði:Ég fór frá Símanum til Vodafóne til Hive.
Síminn var/er ekki í lagi. Þeir þrottla til dauða non-stop.
Vodafóne voru ágætir. Þrottluðu helling en það sem verra var sendu þeir mér bréf og hótuðu að loka fyrir netið ef ég downlodaði svona mikið.
Í dag hef ég engan samanburð á Hive og Vodafone (Þekki engan hjá Vodafone) en Síminn er enn klikkaður. Þrottla til dauða! Ég er alltaf með betri hraða en félagar mínir hjá Símanum og yfirleitt alltaf með betra ping, virðist skipta öllu hvar serverinn er staðsettur.
Ég skil þrottlun vel, fyrst Íslenska ríkið er svo hrikalega heimskt að borga ekki fyrir að leggja ljósleiðara út úr landinu einir, þá þurfa ISPar að kaupa þetta dýrum dómum af FarIce. Þótt FarIce sé í eigu Ríkisins, Símans og Vodafóne, þarf samt að rukka í rassgat fyrir þennan kapal!
Síminn er nú bara ekki að þrottla rassgat hjá mér allavega. Vel seedaðir torrentar (innlendir sem erlendir) maxa nánast alltaf tenginguna mína (8 mbit) og pingið er stórfínt.