Núna er ég að spá í því að gera mína gömlu traustu borðtölvu að server og tengja tvær fartölvur við, vandamálið er það að ég veit í rauninni ekkert um þetta annað en að serverar eru til og fólk er að nota þá.
Ástæðan fyrir því að ég er að spá í þetta er sú að sú gamla er með ágætlega stórt diskapláss og eiinig er maður sennilega farinn að tengjast henni einhverjum tilfinningaböndum eftir að hafa notað hana í rúm 7 ár án stórkostlega áfalla.
Þess vegna ætla ég spyrja ykkur:
- Er nokkuð vit í þessu? (gamla er 500Mhz 512mb innra minni)
- Hvar ætli maður geti fundið góðar leiðbeiningar til að gera þetta?
Kveðja
Birkir
Gera gömlu borðtölvuna sína að server
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1700
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Það er þannig séð ekkert mál að breyta gömlum tölvum í file server, tengir hana bara í switch og opnar fyrir share á rótina. Myndi samt mæla með að setja upp td. ftp server í staðinn.. færð betri aðgangsstýringu þannig.
Hardware kröfunar á file server eru frekar littlar. Gott netkort og nóg diskpláss. CPU skiptir nánast engu máli. Frekar að eyða pening (ef þér finnst þú þurfa að eyða pening í þetta) í að koma upp RAID 5 og almennilegu backup plani .. ef þú ert með einhver gögn sem þú villt ómögulega tapa.
Hardware kröfunar á file server eru frekar littlar. Gott netkort og nóg diskpláss. CPU skiptir nánast engu máli. Frekar að eyða pening (ef þér finnst þú þurfa að eyða pening í þetta) í að koma upp RAID 5 og almennilegu backup plani .. ef þú ert með einhver gögn sem þú villt ómögulega tapa.