Vandræði með hástafi

Skjámynd

Höfundur
Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Vandræði með hástafi

Pósturaf Revenant » Fös 15. Des 2006 23:17

Sælir ég á í svolitlu skringilegu vandamáli í sambandi við lyklaborðið.
Þannig er mál með vexti að ég er hættur að geta gert "óáéú" í hástöfum. Þegar ég reyni það kemur bara "OAEU". Athugið að þetta á ekki við um lágstafi. Þetta kemur fyrir í öllum forritum.

Eg athugaði "Regional and Language Options" og þar var allt ennþá stillt á Icelandic.

Eg er búinn að prófa að endurræsa, keyra spybot og adaware ásamt vírusvörninni en ekkert fannst. Eg athugaði líka process explorer en þar var ekkert sem ég kannaðist ekki við.

Milljón dollara spurningin er því þessi: hvað gæti ollið þessu?




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 15. Des 2006 23:26

Prófaðu að sleppa því að halda shift inni þegar þú ýtir á kommu-takkan.



Skjámynd

Höfundur
Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Pósturaf Revenant » Fös 15. Des 2006 23:28

Þótt að augljósasta svarið sé oftast það rétta þá er það því miður ekki í þessu tilfelli :(

Það skiptir engu hvort ég held inni eða sleppi þegar ég reyni að gera hástafa broddstaf.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Lau 16. Des 2006 00:21

Geturu notað caps lock?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Höfundur
Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Pósturaf Revenant » Lau 16. Des 2006 00:37

Eftir mikið bauk og braml þá fór þetta að virka eftir að ég uninstallaði driver sem ég hafði downloadað frá windows update. Greinilega verið eitthvað skrítið í gangi með þennan driver sem hefur orsakað þetta undarlega vandamál.

Ég þakka samt fyrir hjálpina :)