Þannig er mál með sögu að ég sótti mér um daginn nokkra video fæla á netið.
Flestir virka einsog þeir eiga að gera en nokkrir eru með stæla við mig. Það lýsir sér þannig að þeir klárast ekki og taka upp á að frjósa þegar það eru um 2/5 eftir af þeim.
Ég nota aðallega VLC til að spila video. Þegar ég opna skrárnar, sem eru *.avi fælar, sýnir spilarinn að heildarlengd videosins sé 0:00:00.
Ég reyndi að komast til botns í málinu með því að nota gspot til að finna út hvort þetta væri codec vandamál en ég er í raun enn á byrjunarreit.
Svo virðist sem ég hafi öll tilskilin codec. Þó gat gspot ekki renderað fælinn sem ég prófaði það á og gaf mér eftirfarandi villu;
"DirectShow was unable to render the file. Following is the error it reported:
0x80040295: VFW_E_CERTIFICATION_FAILURE - An operation failed due to a certification failure."
Ég googlaði þessi skilaboð en fann ekkert sem að varð mér að nokkurri hjálp.
Einhver sem hefur lent í svipuðum vandræðum hér á bæ?
VIÐBÓT: Ég gleymdi að taka það fram að ég er að sjálfsögðu búinn að prófa aðra playera. Þ.á.m. WMP og mPlayer. Þegar ég nota mPlayer get ég ekki einu sinni hoppað á milli tímapunkta í videoinu heldur fæ ég bara upp villuna: "Cannot seek in raw AVI streams.< Index required, try with the -idx switch.>".
Video fælar sem klárast ekki
-
- Staða: Ótengdur