Hjálp! Endalaust vesen með Windows XP, BSOD og vesen...

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Hjálp! Endalaust vesen með Windows XP, BSOD og vesen...

Pósturaf DoofuZ » Mán 02. Jan 2006 02:12

Systir mín er með tölvu og það er alltaf eitthvað vesen með hana, hún er oft pínu hægvirk á netinu en samt er hún ágætlega öflug (1.4ghz, 512mb minni). Ég hef prófað minnið með memtest86 og það er alveg í 100% lagi (keyrði testið í 12 tíma um daginn!). Svo hefur komið fyrir að maður fái BSOD villur og það er mismunandi hvað stendur. En um daginn gerðist það svo að einhverra hluta vegna þá hætti Security Center að virka og eldveggurinn í Windows var fastur á on sem gerði það að verkum að það virkaði ekki t.d. að nota dc. Til að reyna að laga þetta þá keyrði ég Windows XP setup diskinn og gerði repair en það gerði ekki baun. Ef ég man rétt þá fór ég loks framhjá þessu veseni með því að stilla eldvegginn á disable í services.msc í stað automatic. En svo gerðist það stuttu seinna að BSOD villa kom á skjáinn (BAD_SYSTEM_CONFIG_ERROR) og við endurræsingu þá kom hún alltaf aftur á skjáinn og hindraði mann því algjörlega í því að komast í Windows, líka þegar maður valdi safe mode. Á microsoft.com sá ég að þessi villa kæmi vegna gallaðs minnis sem ég er pottþétt ekki með eins og áður sagði. Þetta endaði með því að ég setti Windows upp aftur á vélina og þá erum við komin að nýjasta vandamálinu og ef ég get fundið lausn á því með ykkar hjálp þá kemst ég amk. aðeins nær því að útrýma öllum svona vandamálum á þessari tölvu.

Það sem er s.s. að henni núna er að þegar systir mín var bara í sakleysi sínu að skoða netið þá kom þessi leiðinda BSOD villa á skjáinn og hún hljómaði svona:
STOP 0x0000008E (0xC0000005, 0xBF819ECD, 0xF806B778, 0x00000000)
win32k.sys - Address BF819ECD, base at BF800000, Datestamp 41107F7a

Ég hef að sjálfsögðu prófað að leita eftir upplýsingum um þessa villu en eins og venjulega þá hjálpar það mér ekki baun.

Tölvan er annars svona:
1.4ghz Pentium4 örgjörvi, 512mb minni, GeForce2 MX 400 64mb skjákort, 845 Pro (MS-6529) móðurborð frá MSI, 80gb WD diskur (með 30gb sem C drifið, nýlegur diskur), 2 aðrir gamlir diskar og einn Lite-On skrifari

Einhver með einhverja hugmynd um hvað er í gangi?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Reputation: 0
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Rusty » Mán 02. Jan 2006 02:24

Þar sem þú hefur greinilega ekki reynt það, þá er format örugglega ekki í boði. En sem last resort, þá myndi ég bara henda inn nýjum hörðum disk sem master og setja stýrikerfið aftur upp..




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Mán 02. Jan 2006 02:29

Rusty skrifaði:Þar sem þú hefur greinilega ekki reynt það, þá er format örugglega ekki í boði. En sem last resort, þá myndi ég bara henda inn nýjum hörðum disk sem master og setja stýrikerfið aftur upp..


Hann sagði að hann hefði setti Windows aftur upp á vélinni.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 02. Jan 2006 03:09

Gæti ekki bara verið að þessi windows diskur sé currupt ?




mjamja
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 26. Des 2005 20:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mjamja » Mán 02. Jan 2006 03:21

mig minnir að ég hafi lent í sömu villunni, ég fékk nýjann windows disk og núna er allt í lagi



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Þri 03. Jan 2006 03:47

Tja, ég var ekki kominn með xp diskinn sem ég notaði til að setja windows upp núna þegar ég var með aðra tölvu sem systir mín var fyrst að nota og þar var svipað vesen, netið eitthvað leiðinlegt og einhverjar BSOD villur öðru hverju. Sú tölva dó einn daginn, það kom BSOD á skjáinn og við endurræsingu þá gerði hún ekkert annað en að væla með einhverjum bípum endalaust og ég fann hvergi akkúrat skýringuna á þannig væli :( Ég vil helst koma í veg fyrir að það gerist á þessari vél. Það er að sjálfsögðu möguleiki á því að eitthvað af því drasli sem er núna í vélinni hjá henni hafi verið orsök þess að sú fyrri dó en það er bara spurning um að finna það. Eru ekki til einhver einföld forrit sem prófa hitt og þetta í tölvunni svipað og memtest86 prófar minnið? Það er líka svoldið pirrandi að geta ekki bara fengið eitt stykki BSOD villu við einhverjar sérstakar aðstæður svo það sé auðveldara að finna orsökina :|

Það stórskrýtna við þetta alltsaman er svo það að ég var með báðar tölvurnar einu sinni hjá mér og sú sem dó var alltaf mjög fín hjá mér og sú seinni líka sem systir mín er með núna nema það var bara einn gallaður minniskubbur í henni þegar ég keypti hana og það hefur verið lagað fyrir löngu. Þannig að það virðist vera að um leið og systir mín fær tölvu inn til sín þá fari allt í tóma vitleysu :?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Þri 03. Jan 2006 13:30

DoofuZ skrifaði:Það stórskrýtna við þetta alltsaman er svo það að ég var með báðar tölvurnar einu sinni hjá mér og sú sem dó var alltaf mjög fín hjá mér og sú seinni líka sem systir mín er með núna nema það var bara einn gallaður minniskubbur í henni þegar ég keypti hana og það hefur verið lagað fyrir löngu. Þannig að það virðist vera að um leið og systir mín fær tölvu inn til sín þá fari allt í tóma vitleysu :?


Einmitt! Maður hefur oft áhyggjur af litlu greyunum þarna úti.

Getur verið að þetta tengist netkortinu eða adapter´num. Kannski þarf að finna nýjan driver fyrir þetta frá framleiðandandum. KANNSKI er þetta IRQ conflict.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 04. Jan 2006 06:01

Neibb, pottþétt ekkert IRQ conflict í gangi. En þetta með drivera ætla ég að athuga með, en bara næst þegar það kemur BSOD hjá henni. Verð eiginlega bara að prófa svona eitt og eitt í einu á milli BSOD á meðan þær villur eru ekki að segja mér neitt gagnlegt :? Öðruvísi mun ég líklega ekki finna sökudólgin nema einhver sé með betri hugmynd?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6494
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 313
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 04. Jan 2006 13:02

Koma alltaf mismunandi villuboð í BSOD skilaboðunum?

Ef já, þá er þetta næstum pottþétt vinsluminnið.


"Give what you can, take what you need."