Ef einhverjir hér halda að ESB veiti eitthvað skjól hvað varnarmál varðar, þá er það bara rangt.
Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa
https://www.visir.is/g/20262834583d/let ... sig-sjalfa
Evrópusambandið mun ekki verja Ísland
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2026 ... ja_island/
Gott innlegg í þessa umræðu. ESB er ekki land, þjóð, né varnarbandalag. Það er ekki með neina samheldni í varnarmálum né neina varnarstefnu. ESB er lauslegt efnahagsbandalag með pólitískum blæ, en ekki mikið annað.
Trump hefur nokkuð rétt fyrir sér þegar hann segir að þetta ESB apparat myndi ekki koma BNA til aðstoðar, bandalaga afhugaðra og sjálfstæðra katta sem finnst gaman að hittast og þefa af hvor öðrum er ekki áreiðanlegur bandamaður.
Evrópuleiðtogar væru ekki að ræða það í dag að auka útgjöld til varnarmála ef (í öðrum raunveruleika) Biden hefði verið endurkjörinn. Nota bene, BNA eru að niðurgreiða varnir Evrópu stórkostlega. Evrópa þyrfti að eyða $1 trilljón dollurum á ári og þyrfti að viðhalda því í kannski 15-20 ár til að ná sömu vörnum og BNA veita Evrópu í dag, en gæti tekið kannski 30 ár að ná BNA. Það er í ímynduðum heimi þar sem Evrópa er sameinuð í federalískt sambandsríki með einum sameiginlegum her.
Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
appel skrifaði:Trump hefur nokkuð rétt fyrir sér þegar hann segir að þetta ESB apparat myndi ekki koma BNA til aðstoðar, bandalaga afhugaðra og sjálfstæðra katta sem finnst gaman að hittast og þefa af hvor öðrum er ekki áreiðanlegur bandamaður.
Trump talar um að NATO myndi ekki koma til hjálpar bandaríkjanna, en samt eru bandaríkinn eini aðilinn sem hefur virkjað 5. grein NATO og fengið aðstoð frá bandalaginu.
Það er ekkert að marka það sem kemur útúr þessum manni. Það getur ekki verið að þú hlustar á hann tala og hugsar "Vá, þessi aðili er með'etta".
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8762
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1407
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Evrópa er mest öll í NATO og allir mundu virða það nema BNA.
ESB er svo bara vettvangur fyrir stjórnsýsluna að baki.
Þetta er ekki eldflaugavísindi að það sé styrkur í að standa saman og spila sem lið.
ESB er svo bara vettvangur fyrir stjórnsýsluna að baki.
Þetta er ekki eldflaugavísindi að það sé styrkur í að standa saman og spila sem lið.
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Mikið er þetta þreytt að heyra anti-ESB.
Bæði mun ESB taka fullveldið af okkur og við munum missa frelsið okkar því stóra ESB skrímslið étur allt.
En á sama tíma hefur ESB ekkert vald, og þetta er bara samansafn af þjóðum sem gera það sem þeim sýnist.
Þetta minnir man á þegar þið talið um innflytjendurnar, sem bæði taka öll störfin en á sama tíma gera ekkert nema hangsa og hirða atvinnuleysisbætur.
ESB er ekki land, ekki þjóð eða varnabandalag. Það er gott að anti-ESB liðið hafi mest basic staðreyndir á hreinu, það er sjaldan þannig.
ESB er fyrst og fremst efnahagsbandalag og hefur það alltaf verið meining, t.d. með sköpun Evrunar. ESB hefur gert ótrúlega flotta og góða hluti fyrir Evrópu, og er erfitt að hugsa sér hvar Evrópa væri í dag án sambandsins. Tugi mismunandi gjaldmiðla, takmarkað samstarf, ekkert afl á móti stórveldum. Engin leið til að takmarka tæknirisa etc...
En það er góð þróun á ESB, og hefur umræðan um ESB hernað verið í umræðunni undanfarið. En eins og vel er vitað þá eyðir Evrópa um 400 milljörðum evra á ári í hernað, og yrði annar stærsti her í heimi ef þeir myndu sameinast.
Ef ég væri þú, þá myndi ég takmarka hlutstun mína á Trump. Hann er ekki þekktur fyrir að vera gáfaður, hafa góða innsýn, bera góð rök eða vera samkvæmur nokkrum hlut. Ef þú hlustar svona á hann eins og þú gerir, þá er alvarleg heilarotnun líkleg. TACO Trump sem nauðgar börnum.
Bæði mun ESB taka fullveldið af okkur og við munum missa frelsið okkar því stóra ESB skrímslið étur allt.
En á sama tíma hefur ESB ekkert vald, og þetta er bara samansafn af þjóðum sem gera það sem þeim sýnist.
Þetta minnir man á þegar þið talið um innflytjendurnar, sem bæði taka öll störfin en á sama tíma gera ekkert nema hangsa og hirða atvinnuleysisbætur.
ESB er ekki land, ekki þjóð eða varnabandalag. Það er gott að anti-ESB liðið hafi mest basic staðreyndir á hreinu, það er sjaldan þannig.
ESB er fyrst og fremst efnahagsbandalag og hefur það alltaf verið meining, t.d. með sköpun Evrunar. ESB hefur gert ótrúlega flotta og góða hluti fyrir Evrópu, og er erfitt að hugsa sér hvar Evrópa væri í dag án sambandsins. Tugi mismunandi gjaldmiðla, takmarkað samstarf, ekkert afl á móti stórveldum. Engin leið til að takmarka tæknirisa etc...
En það er góð þróun á ESB, og hefur umræðan um ESB hernað verið í umræðunni undanfarið. En eins og vel er vitað þá eyðir Evrópa um 400 milljörðum evra á ári í hernað, og yrði annar stærsti her í heimi ef þeir myndu sameinast.
Ef ég væri þú, þá myndi ég takmarka hlutstun mína á Trump. Hann er ekki þekktur fyrir að vera gáfaður, hafa góða innsýn, bera góð rök eða vera samkvæmur nokkrum hlut. Ef þú hlustar svona á hann eins og þú gerir, þá er alvarleg heilarotnun líkleg. TACO Trump sem nauðgar börnum.
-
Moldvarpan
- Vaktari
- Póstar: 2875
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 554
- Staða: Ótengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Eftir að trump skemmir nato, þá mun Evrópa þurfa að stofna sameiginlegan hér, það er borðleggjandi.
Hvort sem það sé tengt esb eða ekki, útaf bretar og candamenn eru ekki í esb.
Hvort sem það sé tengt esb eða ekki, útaf bretar og candamenn eru ekki í esb.
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8762
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1407
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Moldvarpan skrifaði:Eftir að trump skemmir nato, þá mun Evrópa þurfa að stofna sameiginlegan hér, það er borðleggjandi.
Hvort sem það sé tengt esb eða ekki, útaf bretar og candamenn eru ekki í esb.
Eða bara þétta raðirnar í gegnum NATO og halda þannig í samstarfið við UK og Tyrkland.
Nato yrði 4. öflugasti her í heimi án USA, röðin yrði. skv.AI.
1.USA
2.China
3.Russia (hóst)
4. NATO
Síðast breytt af rapport á Fim 29. Jan 2026 19:06, breytt samtals 1 sinni.
-
Moldvarpan
- Vaktari
- Póstar: 2875
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 554
- Staða: Ótengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Það er ekki lengur hægt að stóla á bandaríkjamenn, það sjá það allir. Það er engann veginn hægt að bíða og vona að næsti forseti verði þar eitthvað betri.
Ai veit ekkert, það reynir bara að búa til svar handa þér úr þeim upplýsingum sem það hefur, áreiðanleiki þess er oft ekki mikill.
“We are in the midst of a rupture, not a transition,” Carney said.
old world order is ‘not coming back’
Það er bara þannig, kanadamenn og frakkar eru búnir að átta sig á þessu. Þýskaland er að hoppa á sama band.
Það er bara tímaspursmál hvenær bandaríkjamenn nota tækni þvinganir á sína "vina" þjóðir, til að kúga sinn vilja yfir á aðra. Það er ekkert nýtt.
Alheimurinn þarf að hætta að stóla svona mikið á usa.
Það er erfitt að átta sig á því hvort ástralir og indland, sjá einhvern hag sinn í þessum bandalögum út frá staðsetningu sinni.
Bandaríkjamenn geta hótað öllum, öllu illu, en málið er samt að þeir geta ekki verið allsstaðar. Þeir færðu skip frá mið-austurlöndum til suður-ameríku, venesúela, og það kom fljótt í bakið á þeim.
Sama með grænland, ísland, evrópu, taivan, kína... þeir geta ekki stjórnað öllum þessum svæðum þótt þeim langar það.
En skilningur þessa ríkisstjórnar ameríku virðist vera grunnur, og eingöngu verið að hugsa um skammtíma auðganir, á kostnað komandi kynslóðar, eftir að heimsveldið USA fellur.
Ég sjálfur ætla aldrei aftur til bandaríkjanna. Og ætla reyna versla sem minnst af þeim. æjjj smá rant fyrir þig herra hss. veit þú hefur gaman af þessu.
Ai veit ekkert, það reynir bara að búa til svar handa þér úr þeim upplýsingum sem það hefur, áreiðanleiki þess er oft ekki mikill.
“We are in the midst of a rupture, not a transition,” Carney said.
old world order is ‘not coming back’
Það er bara þannig, kanadamenn og frakkar eru búnir að átta sig á þessu. Þýskaland er að hoppa á sama band.
Það er bara tímaspursmál hvenær bandaríkjamenn nota tækni þvinganir á sína "vina" þjóðir, til að kúga sinn vilja yfir á aðra. Það er ekkert nýtt.
Alheimurinn þarf að hætta að stóla svona mikið á usa.
Það er erfitt að átta sig á því hvort ástralir og indland, sjá einhvern hag sinn í þessum bandalögum út frá staðsetningu sinni.
Bandaríkjamenn geta hótað öllum, öllu illu, en málið er samt að þeir geta ekki verið allsstaðar. Þeir færðu skip frá mið-austurlöndum til suður-ameríku, venesúela, og það kom fljótt í bakið á þeim.
Sama með grænland, ísland, evrópu, taivan, kína... þeir geta ekki stjórnað öllum þessum svæðum þótt þeim langar það.
En skilningur þessa ríkisstjórnar ameríku virðist vera grunnur, og eingöngu verið að hugsa um skammtíma auðganir, á kostnað komandi kynslóðar, eftir að heimsveldið USA fellur.
Ég sjálfur ætla aldrei aftur til bandaríkjanna. Og ætla reyna versla sem minnst af þeim. æjjj smá rant fyrir þig herra hss. veit þú hefur gaman af þessu.
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8762
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1407
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Moldvarpan skrifaði:Ég sjálfur ætla aldrei aftur til bandaríkjanna. Og ætla reyna versla sem minnst af þeim. æjjj smá rant fyrir þig herra hss. veit þú hefur gaman af þessu.
I approve of this message

-
appel
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5989
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1094
- Staða: Ótengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Bandaríkin eru síðasta haldreipi og von frjálsrar vestrænnar siðmenningar. Falli þau, þá er vestrænni siðmenningu lokið og tilraun frelsis lokið, við taka nýjar miðaldir (dark ages) hafta, banna, kúgunar, o.s.frv.
Við sjáum nú þegar að Bretland er búið að vera, Starmer fer í heimsókn til Kína sem betlari. Þetta minnir mig á þegar Jeltsín fyrsti forseti Rússlands fór í ferð til Bandaríkjanna sem betlari, einsog það var orðað "með hattinn í hendi", Rússland alveg gjaldþrota og báðu um efnahagsaðstoð frá BNA.
Haldiði að málfrelsi sé vel liðið í dag í Bretlandi, þessu landi sem er að hrynja? Sama mun gerast í öllum þessum evrópulöndum, öll hnignandi, og munu þurfa fá aðstoð fá löndum sem voru flokkuð sem þriðji heimurinn og fátæk volæðislönd.
Öll þessi evrópulönd hætt að gagnrýna mannréttindamál í þessum löndum. Ekki afþví að staðan þar hefur batnað, heldur því að staðan í þeirra eigin löndum hefur versnað svo mikið að þau hafa ekki efni á að móðga þessi lönd lengur.
Trump ofbýður þetta, einsog öllum með eðlilega hugsun ætti að gera.
Við sjáum nú þegar að Bretland er búið að vera, Starmer fer í heimsókn til Kína sem betlari. Þetta minnir mig á þegar Jeltsín fyrsti forseti Rússlands fór í ferð til Bandaríkjanna sem betlari, einsog það var orðað "með hattinn í hendi", Rússland alveg gjaldþrota og báðu um efnahagsaðstoð frá BNA.
Haldiði að málfrelsi sé vel liðið í dag í Bretlandi, þessu landi sem er að hrynja? Sama mun gerast í öllum þessum evrópulöndum, öll hnignandi, og munu þurfa fá aðstoð fá löndum sem voru flokkuð sem þriðji heimurinn og fátæk volæðislönd.
Öll þessi evrópulönd hætt að gagnrýna mannréttindamál í þessum löndum. Ekki afþví að staðan þar hefur batnað, heldur því að staðan í þeirra eigin löndum hefur versnað svo mikið að þau hafa ekki efni á að móðga þessi lönd lengur.
Trump ofbýður þetta, einsog öllum með eðlilega hugsun ætti að gera.
Síðast breytt af appel á Fös 30. Jan 2026 22:19, breytt samtals 1 sinni.
*-*
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
BNA/Trump á góðri leið að skemma allt með sinni heimsku. Ælað endalaust um hvernig Kína er vondi karlinn, og hvernig helst hættan okkar er af Kína. En síðan hvað? síðan ætlar BNA bara gera innrás og byrja taka yfir part af Evrópu með hervaldi. Hver er þá vondi karlin? hver er þá óvinurinn? Er það ekki BNA? Kína hefur aldrei hótað slíku.


Síðast breytt af Henjo á Fös 30. Jan 2026 23:09, breytt samtals 1 sinni.
-
appel
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5989
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1094
- Staða: Ótengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Henjo skrifaði:BNA/Trump á góðri leið að skemma allt með sinni heimsku. Ælað endalaust um hvernig Kína er vondi karlinn, og hvernig helst hættan okkar er af Kína. En síðan hvað? síðan ætlar BNA bara gera innrás og byrja taka yfir part af Evrópu með hervaldi. Hver er þá vondi karlin? hver er þá óvinurinn? Er það ekki BNA? Kína hefur aldrei hótað slíku.
Reyndu að þekkja hver er vinur þinn og ekki vinur þinn.
Exclusive: China operating over 100 police stations across the world with the help of some host nations, report claims
https://edition.cnn.com/2022/12/04/worl ... s-intl-cmd
Trump er líðandi stund, Kína er viðvarandi ógn.
Bretland leyfir kínverjum að byggja í raun einskonar landstjórnunar-sendiráð í London
https://www.bbc.com/news/articles/cm2xwp37dmgo
Kínverjar reyndu að komast inn í Grænland. Trump stöðvaði það á fyrra kjörtímabili. Núna vill hann bara taka yfir Grænland. Skil það vel. Evrópubúar eru alltof værukærir. Trúðu ekki að Pútín myndi ráðast inn í Úkraínu.
Síðast breytt af appel á Fös 30. Jan 2026 23:21, breytt samtals 2 sinnum.
*-*
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8762
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1407
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
appel skrifaði:Henjo skrifaði:BNA/Trump á góðri leið að skemma allt með sinni heimsku. Ælað endalaust um hvernig Kína er vondi karlinn, og hvernig helst hættan okkar er af Kína. En síðan hvað? síðan ætlar BNA bara gera innrás og byrja taka yfir part af Evrópu með hervaldi. Hver er þá vondi karlin? hver er þá óvinurinn? Er það ekki BNA? Kína hefur aldrei hótað slíku.
Reyndu að þekkja hver er vinur þinn og ekki vinur þinn.
Exclusive: China operating over 100 police stations across the world with the help of some host nations, report claims
https://edition.cnn.com/2022/12/04/worl ... s-intl-cmd
Trump er líðandi stund, Kína er viðvarandi ógn.
Bretland leyfir kínverjum að byggja í raun einskonar landstjórnunar-sendiráð í London
https://www.bbc.com/news/articles/cm2xwp37dmgo
Kínverjar reyndu að komast inn í Grænland. Trump stöðvaði það á fyrra kjörtímabili. Núna vill hann bara taka yfir Grænland. Skil það vel. Evrópubúar eru alltof værukærir. Trúðu ekki að Pútín myndi ráðast inn í Úkraínu.
Hverjir hafa skaðað EU meira seinustu ár, USA eða Kína, Indland Rússar?
Ekki vanmeta skaðann sem USA hefur valdið.
Ef fólk heldur að þjóðremba Miðflokksins geti bjargað Íslandi en að EU geti ekki bjargað Evrópu... þá er það fólk eitthvað illa skrúfað saman.
Ísland hefur í gegnum tíðina verið lítið fyrir að þyggja $$ frá USA sbr. hringveginn okkar.
Næst er líklega vara að þyggja pening frá Kína og byggja upp innviði með þeim.
Njósnastöð USA kom okkur ekki í koll, við munum lifa það af ef aðrir hlera okkur...
Í stríði mun fólk flýja til Íslands og það verður enn meiri húsnæðisskortur...
Við verðum að fara veðja á eitthvað annað en USA.
-
appel
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5989
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1094
- Staða: Ótengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
EU hefur verið sjálfu sér verst. Byrjaði eiginlega með þessum eilífðar cookies pop-up gluggum á internetinu. Síðan hefur ritskoðunin og kúgun á málfrelsi hrokkið í 5. gír.
Trump er bara New Yorker með kjaft, hluti af menningunni að segja sannleikann mjög hrátt og óritskoðað.
Treysti honum miklu frekar en random EU bjúrókrata sem er þjálfaður í lygum.
Trump er bara New Yorker með kjaft, hluti af menningunni að segja sannleikann mjög hrátt og óritskoðað.
Treysti honum miklu frekar en random EU bjúrókrata sem er þjálfaður í lygum.
*-*
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
appel skrifaði:EU hefur verið sjálfu sér verst. Byrjaði eiginlega með þessum eilífðar cookies pop-up gluggum á internetinu. Síðan hefur ritskoðunin og kúgun á málfrelsi hrokkið í 5. gír.
Trump er bara New Yorker með kjaft, hluti af menningunni að segja sannleikann mjög hrátt og óritskoðað.
Treysti honum miklu frekar en random EU bjúrókrata sem er þjálfaður í lygum.
Þetta er svakalegt.
Cookies pop-ups til að reyna verja þínar upplýsingar á veraldarvefnum og þú ferð full force í stuðning á alræmdum svikahrapp, nauðgara og barnaníðing.
Síðast breytt af Cepheuz á Lau 31. Jan 2026 08:37, breytt samtals 1 sinni.
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8762
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1407
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Raunveruleikinn í varnarmálum - íslands og Evrópu
Cepheuz skrifaði:appel skrifaði:EU hefur verið sjálfu sér verst. Byrjaði eiginlega með þessum eilífðar cookies pop-up gluggum á internetinu. Síðan hefur ritskoðunin og kúgun á málfrelsi hrokkið í 5. gír.
Trump er bara New Yorker með kjaft, hluti af menningunni að segja sannleikann mjög hrátt og óritskoðað.
Treysti honum miklu frekar en random EU bjúrókrata sem er þjálfaður í lygum.
Þetta er svakalegt.
Cookies pop-ups til að reyna verja þínar upplýsingar á veraldarvefnum og þú ferð full force í stuðning á alræmdum svikahrapp, nauðgara og barnaníðing.
Og fasista sem notar ICE sem öryggislögreglu gegn eigin borgurum...
Spilling grasserandi og bara opinber án þess að þingið þori að stoppa appelsínugula einræðisherrann.