appel skrifaði:Á endanum er það reykjavíkurborg sem samþykkir allt saman, það er ekkert hannað né byggt nema það sé reykjavíkurborg sem fer yfir það og samþykkir. Þetta rugl allt saman þarna er í boði þessarar borgar.
En það er meira en bara þetta sem er svo illa hugsað í tengslum við þessa þéttingastefnu þar sem mannvænum gildum er hent út á hafsauga og byggt ofan í göngustígum og umferðargötum, og svo þétt að ekkert útsýni er né sólarljós.
Fólk segir alveg sína skoðun á þessu með því að velja frekar eldri íbúðir skv. eldra skipulagi, greinilega meiri mannvænni stefna í gamla daga heldur en er núna.
Kaupendur velja síður nýjar íbúðir
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025 ... dir-448904Ég sé bara svo rosalega mörg skipulagsslys í nýbyggingarsvæðum í dag. Fyrir utan allan ljótleikann, þetta eru bara svo ljótar byggingar þessi klæddu marglita kubbahús með flötu þökin, þetta er allt eins orðið alveg sama hvar er byggt. Er þetta keypt allt af sama fyrirtækinu? Engin frumleg hönnun, og ég sakna verulega skáhallandi þakanna, þessi /\ þök.
Skipulagið og hönnunin svo brútalísk orðin, reynt að brjóta það með mismunandi lit á klæðningunni, ekkert meir.
Held að þú sért búinn að snúa því á hvolf hvernig hið opinbera virkar.
Grunnreglan er "allt er leyfilegt nema það sé bannað" og þá er vísað í lög, reglur, skilmála og samninga...
Ef borgin ætlar að banna einhverjum að byggja eitthvað þá verður borgin að vísa í einhverjar málefnalegar ástæður og það er ekki málefnaleg ástæða að segja "okkur finnst hönnunin þín stupid" eða "vitið þið örugglega af gangustígum og öðrum byggingum sem á að byggja?"
Og fyrir vikið þá fer þessi stupid hönnun húss Búseta alla leið og er byggð á þeirra ábyrgð.
Það er engin smá yfirgengileg frekja að ætlast til þess að borgin og nágrannar beri kostnað af þeirra græðgi að auka byggingamagn á lóðinni sinni í botn og færa húsin til á lóðinni svo þau séu alveg á lóðamörkum.
Þeir eru jafnvel svo frekir að vilja færa stíga sem eru ætlaðir og hannaðir til að vera aðkoma slökkviliðs svo hægt sé að bjarga fólki út úr húsinu ef kveiknar í...
Eitthvað sem þeirra brunahönnuður hefði átt að vera full meðvitaður um.
Þetta er í raun týpískt dæmi um af hverju einkamarkaðurinn er óskilvirkur og eykur kostnað hins opinbera...
Réttast væri að setja verðmiða á alla þessa vinnu og vesen og rukka Búseta um skaðabætur, þá bæði þeir sem keyptu þessar íbúðir, nágrannar sem hafa fengið á sig skít í kjölfar umræðunnar og jafnvel Reykjavíkurborg sem hefur þurft að sitja undir svona skítkasti og nánast upplognum sökum vegna fáfræði Búseta.