Henjo skrifaði:appel skrifaði:rapport skrifaði:Þetta er náttúrulega rangur mælikvarði fyrir nútímann.
GDP er einstaklega óviðeigandi mælikvarði þegar "globalization" er komið á það stig sem það er komið á.
https://www.masterclass.com/articles/ec ... dp-and-gnpÖll vinna Íslendinga á íslandi fyrir erlend fyrirtæki telst ekki inn í GDP Íslands en telst inn í GNP.
Allar tekjur í gegnum sölu á dóti í gegnum E-bay og Amazon = USA GDP en ekki í því landi sem salan fór fram.
Allar auglýsingatekjur og "áhrifavaldatekjur" eru í BNA þar sem youtube, google, META ofl. eru staðsett.
Held að þessi gaur sé að tala upp loftbóluna sem Bandaríkin eru í von um að seinka hruninu sem er yfirvofandi.
Tekjur bandarískra fyrirtækja. Evrópa á ekki til neitt tæknifyrirtæki, þú gætir ekki píntað mann til þess að nefna evrópskt tæknifyrirtæki sem skiptir máli, þau eru varla til. Evrópa er á fallandi fæti og hrörnar ár frá ári. Til hvers að ganga inn í þetta vonlausa samband, bákn dauðans???
Uhm, ASML? En mig langar samt spyrja þig útí eitt, væri Evrópa í betri stöðu ef ESB væri ekki til? Væri meira samstarf? væri meiri líkur að slík tæknifyrirtæki væru til?
Ef að ESB væri ekki til?
Það sem ESB gefur okkur er jafnræði og að viðskiptakostnaður sé samræmdur (tollum gjöldum og flutningum).
Sum lönd töpuðu einhverju á þessu, þá lönd sem voru með öflugri innviði en aðrir, þau "seldu" samkeppnisforskot sitt fyrir einhvern annað ábata sbr. aðgang að stærri markaði og jafnvel töpuðu sérstöðu sem þau höfðu skapað sér innanlands í samkeppni við erlenda samkeppnisaðila sem komust nú inn á þeirra markað.
Önnur lönd sem voru með litla framleiðslugetu og lélega innviði töpuðu kannski einna helst fólkinu sínu sem flutti annað í hrönnum til að skapa sér tækifæri en um leið þá létti á samfélagslegri byrði landsins gagnvart þegnum sínum og uppbygging gat hafist sbr. Pólland sem er orðið helvíti öflugt land í dag en var það ekki 2000.
ESB er ekki "alríki" eins og í BNA en er samt miklu meira en "húsfélag Evrópu".
EF ESB væri ekki til þá væri Evrópa mun aftar á merinni í öllum viðskiptum. EU er ekki leiðandi í neinu sérstöku en hefur "enablað" evrópulöndum að gera sig breið í samskiptum og samningum.
USA eru svo heppin að vera fremst í þessum "servitization" þankagangi þar sem fólk eignast ekkert, það bara greiðir fyrir notkun.
Þetta lýsir sér í að sala á afnotagjöldum á hugbúnaði skilar tekjum beint til USA, afnot af skýjaþjónustum skila sér beint til USA (óháð því hvar gagnaverið er), rentur af ýmiskonar viðskiptum fara beint til USA óháð því hvar viðskiptin eiga sér stað sbr. AirBnB, E-bay, Amazon, Tesla ofl. ofl.
Um leið og hoggið verður á þessa vitleysu og skattur greiddur í því landi þar sem viðskiptin fara fram, þá er út um USA.
Það var því svakalegur afleikur hjá þeim að byrja með þessa tolla því þá fóru öll lönd að pæla í þessu af alvöru.
EU og aðrir heimshlutar gætu gert þá eðlilegu kröfu að sett yrði þak á hversu mikinn hagnað þessar þjónustur/fyrirtæki mættu flytja úr landi, að allan hagnað verði að nýta til fjárfesinga innan EU.
EU gerir líka þá kröfu að auðlindir fari á markað sbr. kvótinn til að tryggja gegnsæi og koma í veg fyrir spillingu.
En það þýðir auðvitað ekki að EU sé hafið yfir spillingu (eins og ótal dæmi hafa sýnt).
Það er þó eitthvað betra og eðlilegra við það að hver sem er geti haft eftirlit með EU en það sé ekki bara Lögreglan á Reykjanesi sem rannsaki mál sem gerðust í Reykjavík... og þá sé allt bara hlutlaust og flott.