Alþingiskosningar 2024

Hér gilda almennar reglur, og virðing er skilyrði. Þræðir birtast ekki í Virkum umræðum.

Hvað er ætlunin að kjósa í alþingiskosningum 2025 (að öllu óbreyttu) ?

(B) Framsóknarflokkurinn
4
2%
(C) Viðreisn
55
24%
(D) Sjálfstæðisflokkurinn
16
7%
(F) Flokkur fólksins
21
9%
(J) Sósíalistaflokkur Íslands
9
4%
(M) Miðflokkurinn
39
17%
(P) Píratar
17
8%
(S) Samfylkingin
42
19%
(V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð
1
0%
(?) Lýðræðisflokkurinn
7
3%
Skila auðu
6
3%
Ætla ekki að kjósa
9
4%
 
Samtals atkvæði: 226

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8117
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2024

Pósturaf rapport » Lau 15. Feb 2025 14:05

GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvað með að nýta þá 54 milljarða sem fara í greiðslumiðlun á ári og skoða hvernig við gætum nýtt þá betur, í stað þess að eyða þeim í núverandi kerfi?

Ef tekjuskattur yrði lagður af, myndu aðrir skattstofnar líklega bæta upp þá breytingu. Þetta þýðir að þó fólk reyni að forðast skattlagningu með einum hætti, endar það alltaf með því að greiða skatt með öðrum hætti, t.d. í formi virðisaukaskatts,vörugjalda, fjármagnstekjuskatts, eignaskatts o.s.frv.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025 ... kar-433657


Þetta er það sem fákeppni og einokun kosta... þá hætta fyrirtæki að reyna að reka sig ódýrt og fara að hafa það kózý.

Talandi um fákeppni - https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025 ... nka-436295

Skiptir engu máli fyrir okkur. Gæti alveg eins verið einn banki, eitt olíufélag, eitt tryggingafélag, ein byggingavöruverslun, eitt skipafélag, ein steypustöð, einn matvörurisi, ein fiskbúð, eitt bíó, einn gosdrykkjuframleiðandi, og fleiri dæmi.

Það er ekki samkeppni á Íslandi á þessum mörkuðum, heldur fákeppni. Annaðhvort gera menn með sér samkomulag í Öskjuhlíðinni eða þegjandi elta hvor annan í verðlaginu.


Hljómar eins og ástæða til að opna markaðinn og gerast virkir meðlimir í EU, lækka þröskuldinn enn frekar fyrir erlenda aðila til að eiga viðskipti á Íslandi.




netkaffi
1+1=10
Póstar: 1153
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf netkaffi » Fim 27. Feb 2025 21:18

rapport skrifaði:Á tvær dætur og sé þær ekki ná að koma undir sig fótunum nema með því að verða miklu duglegri og heppnari en fyrri kynslóðir.
Er þetta ekki einmitt út frá sama kerfi og segir að við þurfum stöðugan gróða fyrir gott venjulegt líf, sem er í raun boðskapur framleiddur fyrir fjármagnseigendur svo að þeir geti komist upp með að borga lægri laun sem þeir geta undir þessum neoliberalisma?
https://en.wikipedia.org/wiki/Neolibera ... %20economy.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8117
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf rapport » Fim 27. Feb 2025 22:41

netkaffi skrifaði:
rapport skrifaði:Á tvær dætur og sé þær ekki ná að koma undir sig fótunum nema með því að verða miklu duglegri og heppnari en fyrri kynslóðir.
Er þetta ekki einmitt út frá sama kerfi og segir að við þurfum stöðugan gróða fyrir gott venjulegt líf, sem er í raun boðskapur framleiddur fyrir fjármagnseigendur svo að þeir geti komist upp með að borga lægri laun sem þeir geta undir þessum neoliberalisma?
https://en.wikipedia.org/wiki/Neolibera ... %20economy.


Af hverju er þetta ekki bara markmið og kjarni alls kapitalisma?

Frjálshyggjan gengur meira út á að allir geti orðið fjármagnseigendur / kapitalistar... auðveldlega og ódýrt.

En kapitalisminn er líka hætgur að fefa af sér "eign" nú, með servitization þá er allt leigt og allir litlu kapitalistarnir sameinast í "deilihagkerfi" sem er oft bara skraut utaná eitt einkafyrirtæki sbr Uber eða AirBnB.

Nú leigur fólk allt og eignast því ekki neitt.




netkaffi
1+1=10
Póstar: 1153
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2024

Pósturaf netkaffi » Fim 27. Feb 2025 23:00

Mannlegt samfélag er of flókið til að allur kapítalismi sé eins.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8117
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2024

Pósturaf rapport » Fös 28. Feb 2025 12:37

netkaffi skrifaði:Mannlegt samfélag er of flókið til að allur kapítalismi sé eins.


Já, en held að þetta sé almennur eiginleiki kapítalisma, að kaupa eignir og fela öðrum að nota þær til að skapa verðmæti og fá sem hæsta leigu fyrir afnotin?

Það er t.d. svakalega kommúnískt að hafa kvótakerfi en svakalega kapítalískt að hafa uppboð á kvóta hvers árs = hámarka renturnar af eign þjóðarinnar.




netkaffi
1+1=10
Póstar: 1153
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2024

Pósturaf netkaffi » Fös 28. Feb 2025 16:58

Já, en á meðan frjálshyggjan jókst, m.a. frjálshyggja hnattvæðingar þar sem vinnuafl hefur fengið að fljóta frjálst (m.v. áður) á milli landa, þá hefur t.d. möguleiki fólks á Íslandi til að kaupa íbúð ekki aukist. Ekki allavega eftir að hrun varð á tímabili þess kerfis.
Það er sett upp svo sem að þessi frjálshyggja þurfi að vera svo að við getum haft það gott hérna, en ég benti á að við höfðum það gott hérna áður en þetta fór að gerast í massavís, og að flest vinnandi fólk hafi getað eignast heimili.
Ég trúi því heldur ekki að það sé hægt að fá óteljandi magn af hvaða hópum sem er án nýrra vandamála.

Það gæti þótt áhugavert að heyra Gary, með nám úr London School of Economics, og fyrrverandi fjármálakerfisstarfsmann lýsa hvernig (samkvæmt honum) ríkir nota stórinnflutning vinnuafls til að bæða halda launum niðri og kenna þeim (,,innflytjendum'') um ýmislegt slæmt í samfélaginu:

Síðast breytt af netkaffi á Fös 28. Feb 2025 17:03, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8117
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2024

Pósturaf rapport » Sun 02. Mar 2025 11:55

netkaffi skrifaði:Já, en á meðan frjálshyggjan jókst, m.a. frjálshyggja hnattvæðingar þar sem vinnuafl hefur fengið að fljóta frjálst (m.v. áður) á milli landa, þá hefur t.d. möguleiki fólks á Íslandi til að kaupa íbúð ekki aukist. Ekki allavega eftir að hrun varð á tímabili þess kerfis.
Það er sett upp svo sem að þessi frjálshyggja þurfi að vera svo að við getum haft það gott hérna, en ég benti á að við höfðum það gott hérna áður en þetta fór að gerast í massavís, og að flest vinnandi fólk hafi getað eignast heimili.
Ég trúi því heldur ekki að það sé hægt að fá óteljandi magn af hvaða hópum sem er án nýrra vandamála.

Það gæti þótt áhugavert að heyra Gary, með nám úr London School of Economics, og fyrrverandi fjármálakerfisstarfsmann lýsa hvernig (samkvæmt honum) ríkir nota stórinnflutning vinnuafls til að bæða halda launum niðri og kenna þeim (,,innflytjendum'') um ýmislegt slæmt í samfélaginu:



Margt til í þessu og í raun útskýrir þetta að einhverju leiti það ástand sem hefur skapast.

Það er alið á sundrung en ekki að sameina.

Það er annar þráður hérna til höfuðs Sólveigar Önnu hjá Eflingu fyrir að hafa sagt upp samningum á hjúkrunarheimilum.

Þar fannst mér hjólað í hana sem manneskju en ekkert rýnt í málefnin eða aðstæðurnar að baki og það má kalla það fordóma, að einhverju leiti.


En hvað varðar þessa svakalegu og sívaxandi auðsöfnun þá hef ég sagt það hér á vaktinni áður að ríkið útvegar gjaldmiðilinn rétt eins og það útvegar vegakerfið.

Ríkið hefur alltaf rukkað fyrir notkun á vegakerfinu til að hægt sé að viðhalda því o.s.frv. og nú mun fara koma kílómetragjald.

Af hverju er ekki rukkað "gjaldmiðilsgjald" s.s. gjald fyrir notkun á gjaldmiðlinum + gjald fyrir að hamstra peninga inn á bók.

Og í raun þá mætti gera þetta eins og með kílómetragjaldið, að þar er rukkað eftir þyngd, þeir sem eiga/nota peninga mest borguðu hærra gjald.

Það verður að fara setja á hátekjuskatt og setja meiri pressu á að hagnaður fyrirtækja sé ekki leystur út sem arður heldur sé notaður tilað fjárfesta í fyrirtækjunum sjálfum, því það er eina leiðin til að koma á virkari samkeppni á Íslandi.

Það er ekkert sanngjarnara og eðlilegra en að setja pressu á fyrirtæki og stofnanir í landinu um að skila samfélaginu meira virði fyrir minni pening.

Það er almenningur sem borgar fyrir bæði...

Allt fjármagn byrjar sem vinnuframlag einstaklinga sem skapar fyrirtækjum tekjur sem greiða svo einstaklingnum laun.

Af tekjum fyrirtækja og einstaklinga eru svo greiddir skattar sem notaðir eru til að greiða opinberum starfsmönnum laun.




falcon1
Geek
Póstar: 852
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 108
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2024

Pósturaf falcon1 » Sun 02. Mar 2025 12:02

"Af hverju er ekki rukkað "gjaldmiðilsgjald" s.s. gjald fyrir notkun á gjaldmiðlinum + gjald fyrir að hamstra peninga inn á bók."

Þú hlýtur að vera að djóka?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8117
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2024

Pósturaf rapport » Sun 02. Mar 2025 15:38

falcon1 skrifaði:"Af hverju er ekki rukkað "gjaldmiðilsgjald" s.s. gjald fyrir notkun á gjaldmiðlinum + gjald fyrir að hamstra peninga inn á bók."

Þú hlýtur að vera að djóka?


Já/nei - Mér finnst galið að VSK kerfið feli í sér að því sé í raun haldið uppi af neytendum.

Ég mundi vilja hafa kerfi þar sem færslur undir einhverju viðmiði mundu ekki kosta neitt en stærri færslur mundu þurfa að bera eitthvað gjald sem færi hækkandi.

1-5 milljónir = 500 kr.
5-25 milljónir = 5.000 kr.
25 - 100 milljónir = 40.000 kr.
oh koll af kolli

Undanþegið væri greiðslur til ríkisins.

En hugmyndin er bara að greitt sé fyrir afnot af þeim auðlindum og innviðum sem tilheyra samfélaginu...