USA Kosningaþráðurinn
-
- Kóngur
- Póstar: 8152
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1305
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
Í samhenginu "að fjármagna NATO" þá er vert að benda á að "bein útgjöld" sjást í bókhaldinu en "óbein útgjöld" ekki.
Að útvega herstöðvum land, viðhalda innviðum og nota aðrar opinberar þjónustur í viðkomandi löndum t.d. bara að sinna innkaupum og aðfangakeðju... er ekki ókeypis þó að það sé ekki sendur reikningur fyrir því.
Ég get t.d. ekki ímyndað mér að NATO sé að greiða mikið fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi þó að hermenn þurfi að sjálfsögðu að fara í tékk, fá meðferð vegna slysa o.s.frv.
Ég held að NATO hafi ekki greitt fyrir lóðir eða taki þátt í kostnaði við öryggisumsjón með flugvallarsvæðinu. Þau borga held ég bara fyrir byggingarefni og vinnu og skilgreina kröfur til öryggisvörslunnar á svæðinu.
Að útvega herstöðvum land, viðhalda innviðum og nota aðrar opinberar þjónustur í viðkomandi löndum t.d. bara að sinna innkaupum og aðfangakeðju... er ekki ókeypis þó að það sé ekki sendur reikningur fyrir því.
Ég get t.d. ekki ímyndað mér að NATO sé að greiða mikið fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi þó að hermenn þurfi að sjálfsögðu að fara í tékk, fá meðferð vegna slysa o.s.frv.
Ég held að NATO hafi ekki greitt fyrir lóðir eða taki þátt í kostnaði við öryggisumsjón með flugvallarsvæðinu. Þau borga held ég bara fyrir byggingarefni og vinnu og skilgreina kröfur til öryggisvörslunnar á svæðinu.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
- Reputation: 83
- Staðsetning: 192.168.1.254
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
Úff haha það er amk ekki ræðandi við ykkur (eða mig
) um þessi mál - mjög greinilegt að hér, er að meirihluta fólk sem í alveg sitthvorum hornum í herberginu.
Mín skoðun enn sem komið er, er að Musk er að gera mest megnis góða hluti, þó það "fari ekki rétta leið", sú leið hefur greinilega ekki verið að virka hingað til
Trump er að mér finnst, búinn að gera frábæra hluti
Annars er mjög skemmtilegt að koma hingað og lesa niðurgangin sem slegin er á lyklaborðið hér af sumum
eflaust hugsa þeir það sama um það sem ég skrifa

Mín skoðun enn sem komið er, er að Musk er að gera mest megnis góða hluti, þó það "fari ekki rétta leið", sú leið hefur greinilega ekki verið að virka hingað til

Trump er að mér finnst, búinn að gera frábæra hluti

Annars er mjög skemmtilegt að koma hingað og lesa niðurgangin sem slegin er á lyklaborðið hér af sumum

eflaust hugsa þeir það sama um það sem ég skrifa
-
- Kóngur
- Póstar: 8152
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1305
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
demaNtur skrifaði:Úff haha það er amk ekki ræðandi við ykkur (eða mig) um þessi mál - mjög greinilegt að hér, er að meirihluta fólk sem í alveg sitthvorum hornum í herberginu.
Mín skoðun enn sem komið er, er að Musk er að gera mest megnis góða hluti, þó það "fari ekki rétta leið", sú leið hefur greinilega ekki verið að virka hingað til![]()
Trump er að mér finnst, búinn að gera frábæra hluti![]()
Annars er mjög skemmtilegt að koma hingað og lesa niðurgangin sem slegin er á lyklaborðið hér af sumum![]()
eflaust hugsa þeir það sama um það sem ég skrifa
Hefur eitthvað gerst sem er frábært fyrir þig sem íbúa á Íslandi og neytanda í alþjóðlegum viðskiptum?
Ert þú öruggari í dag en í október?
Sérðu fram á að vextir og verðbólga fari hækkandi eða lækkandi hér heima?
Munu laun og kaupmáttur aukast á Íslandi með þessum aðgerðum Trumps?
Svarið við þessu öllu er nei.
Og hann er að koma Bandaríkjunum í svakalega kreppu, bæði hvað varðar efnahag og stjórnarfar.
Re: USA Kosningaþráðurinn
Þessi spilling sem hefur viðgengist í BNA er bara rosaleg. Þetta kallar á sérstaka rannsóknarnefnd. Þarna hafa margir framið glæpi, stolið svakalegum upphæðum úr ríkissjóði. Eiga skilið að eyða ævinni í fangelsi fyrir þennan þjófnað. Svo eru sumir hér að verja þetta. Óskiljanlegt algjörlega.
Svo má alveg rannsaka þessa hæstráðendur í demókrataflokknum, hvernig þeir hafa auðgast, Bernie Sanders, Nancy Pelosi og þetta lið, allt forríkt lið þó það hafi verið allt sitt líf á launum hjá hinu opinbera.... og samt á hundruð milljónir dala, einsog Obama, einsog Clinton. Demókratar er spilltasta og ógeðslegasta fólk sögunnar.
Svo má alveg rannsaka þessa hæstráðendur í demókrataflokknum, hvernig þeir hafa auðgast, Bernie Sanders, Nancy Pelosi og þetta lið, allt forríkt lið þó það hafi verið allt sitt líf á launum hjá hinu opinbera.... og samt á hundruð milljónir dala, einsog Obama, einsog Clinton. Demókratar er spilltasta og ógeðslegasta fólk sögunnar.
*-*
-
- Kóngur
- Póstar: 8152
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1305
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
appel skrifaði:
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
4,8 milljónir í áhrifavalda í Úkraínu
2,1 milljón í að efla landamæraeftirlit hjá Paragvæ
? milljónir til tíksuhönnuða í Úrkaínu til þátttöku í tíksuvíkunni í París
2 milljónr í kynleiðréttingar í Gvatemala
3 milljónir í umhverfisvernd í Brazilíu, fókusað á stelpur (og hann gerir svo grín af þessu án þess að vita nokkuð um verkefnið)
0,025 milljónir fyrir trans- óperu í Kólumbíu
0,032 milljónir fyrir teiknimyndasögu um geðheilbrigði í Perú
0,02 milljónir fyrir drag leikhús í Ekvador
20 milljónir fyrir barnaefni í Írak (Sesame Show)
6 milljónir í sjálfbæra ferðamennsku í Egyptalandi
50 milljónir í ferðamennslu í Túnis
87,9 milljónir til 72 Afganskra bænda (sem sumir framleiddu ópíum valmúa)
0,07 milljónir í söngleik um fjölmenningu
0,33 milljónir strykur til https://www.disinformationindex.org/ (sem merkti íhaldssama miðla í BNA sem ótrúverðuga)
54 milljónir til rannsókna á vírusum í Wuhan sem líklega truggeraði COVID

15 milljónir fyrir smokka og aðrar getnaðarvarnir fyrir Talibana í Afganistan.
= 196,277 milljónir = 29 milljarðar ISK
Þetta er 20% af "billion" og því 0,02% af "trillion" og hann segist hafa fundið "over a trillion dollars of government waste" og hann segir að USA sendi "billions of dollar overseas" árlega.
Setjum þessa 29 milljarða í smá samhengi.
Þetta eru 29.000 milljónir.
Ef ég deili þessu með 12 mánuðum á ári þá fæ ég að þetta eru 2417 milljónir á mánuði.
Skv. https://virtus.is/reiknivel - þá jafngildir það því að greiða 2.417 aðilum 843þ. á mánuði í heilt ár.
Ef það vinna c.a. 30 manns á hverjum leikskóla í Reykjavík (85) og launin þeirra eru eitthvað örlítið lægri, þá dugar þessi upphæð til að borga mánaðarlaun allra starfsmanna í leikskólum borgarinnar.
Fyrir Ísland þá væri sambærilegt mál (af stærð) eins og að halda fund og stofna sérstaka stofnun um utanumhald og eftrilit með notkun og rekstri ráðherrabifreiða.
Persónulega finnst mér þetta video sýna hversu aumkunarverð Bandaríkin eru orðin. Aðal atriðið í þesu myndbandi voru ekki upphæðirnar heldur var verið að hæðast að og níða opinberlega ákveðna hópa fólks og segja að það hefði ekki verið þess virði að fá fé frá Bandaríkjunum.
Af hverju var fólkið sem veitti féinu ekki dregið fram og gagnrýnt eða í það minnsta látið rökstyðja þessar ákvarðanir?
Gaurinn sagði í upphafi US-AID og leiðrétti sig og breytti því í USA-ID... sem sýnir hversu smásmugulegt og cheap reitt er til höggs.
Þetta sýnir fasismann sem er að ryðja sér til valda þarna úti.
Síðast breytt af rapport á Lau 15. Feb 2025 13:49, breytt samtals 1 sinni.
Re: USA Kosningaþráðurinn
Þetta kallar á sérstaka rannsóknarnefnd.
Ekki fyrr en það er búið að reka ríkissaksóknara og ráða inn Trump-loyalista í þeirra stað!
Svo má alveg rannsaka þessa hæstráðendur í demókrataflokknum, hvernig þeir hafa auðgast, Bernie Sanders, Nancy Pelosi og þetta lið, allt forríkt lið þó það hafi verið allt sitt líf á launum hjá hinu opinbera.... og samt á hundruð milljónir dala, einsog Obama, einsog Clinton. Demókratar er spilltasta og ógeðslegasta fólk sögunnar.
Þú lýgur því að demókrataþingmenn hafa auðgast á því að stela frá ríkissjóð. Oft eru þingmenn mjög vel staddir áður en þeir koma á þing og nota síðan valdastöðu sína þar í að mynda góð viðskiptatengsl og hafa eflaust einhverja óskrifaða samninga um greiða fyrir auð sem er spilling. Þar eru repúblikanar og demókratar alveg eins. Bernie Sanders er klárlega undantekning enda með fátækari þingmönnum og væri ekki einu sinni ríkasti þingmaðurinn á Íslandi.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
-
- Kóngur
- Póstar: 8152
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1305
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
appel skrifaði:Þessi spilling sem hefur viðgengist í BNA er bara rosaleg. Þetta kallar á sérstaka rannsóknarnefnd. Þarna hafa margir framið glæpi, stolið svakalegum upphæðum úr ríkissjóði. Eiga skilið að eyða ævinni í fangelsi fyrir þennan þjófnað. Svo eru sumir hér að verja þetta. Óskiljanlegt algjörlega.
Svo má alveg rannsaka þessa hæstráðendur í demókrataflokknum, hvernig þeir hafa auðgast, Bernie Sanders, Nancy Pelosi og þetta lið, allt forríkt lið þó það hafi verið allt sitt líf á launum hjá hinu opinbera.... og samt á hundruð milljónir dala, einsog Obama, einsog Clinton. Demókratar er spilltasta og ógeðslegasta fólk sögunnar.
Og auðvitað Trump og fjölskyldu hans og vini.
Re: USA Kosningaþráðurinn
Hvað finnst mönnum um að Trump og konan hans eru með mismunandi crypto scam í gangi? Trump token og Melania Trump coin? Er það eðlilegt að forseta lands að vera með slíkt bruðl og svindl í gangi?
Hvernig er það líka, er hann ekki með allskonar viðskipti í gangi? með sína golfvelli og annað í gangi meðan hann er forseti? er það alveg eðlilegt? Núna er hans helsti ráðgjafi og aðstoðarmaður Elon Musk, sem án efa hefur stórkostleg áhrif á Trump, á mörg risamikill fyrirtæki. SpaceX, Tesla, Twitter, neurolink og vill núna fara kaupa OpenAi. Finnst ykkur eðlilegt að slíkur einstaklingur, með svo mikla persónulega hagsmuni, sé með svona mikill vald í hvíta húsinu? Þá tala ég ekki um þau völd frá kína og mið austurlöndum sem hafa áhrif á Elon. Tesla verksmiðjur í Kína og eigendur í Twitter í arabíu. Hvernig er það þegar þessir einstaklingar hringja og vilja greiða? Er það þá bara ekkert vesen.
Það er svo merkilegt hvað þið haldið í alvörunni að Trump og Elon séu að upprætar nokkra spillingur. Vá þeir fundu út að það var verið að senda 30þús $ til suður ameríku til að styðja við trans fólk. Hræðilegt, guð minn góður.
Hvernig er það líka, er hann ekki með allskonar viðskipti í gangi? með sína golfvelli og annað í gangi meðan hann er forseti? er það alveg eðlilegt? Núna er hans helsti ráðgjafi og aðstoðarmaður Elon Musk, sem án efa hefur stórkostleg áhrif á Trump, á mörg risamikill fyrirtæki. SpaceX, Tesla, Twitter, neurolink og vill núna fara kaupa OpenAi. Finnst ykkur eðlilegt að slíkur einstaklingur, með svo mikla persónulega hagsmuni, sé með svona mikill vald í hvíta húsinu? Þá tala ég ekki um þau völd frá kína og mið austurlöndum sem hafa áhrif á Elon. Tesla verksmiðjur í Kína og eigendur í Twitter í arabíu. Hvernig er það þegar þessir einstaklingar hringja og vilja greiða? Er það þá bara ekkert vesen.
Það er svo merkilegt hvað þið haldið í alvörunni að Trump og Elon séu að upprætar nokkra spillingur. Vá þeir fundu út að það var verið að senda 30þús $ til suður ameríku til að styðja við trans fólk. Hræðilegt, guð minn góður.
Re: USA Kosningaþráðurinn
Henjo skrifaði:Hvað finnst mönnum um að Trump og konan hans eru með mismunandi crypto scam í gangi? Trump token og Melania Trump coin? Er það eðlilegt að forseta lands að vera með slíkt bruðl og svindl í gangi?
Hvernig er það líka, er hann ekki með allskonar viðskipti í gangi? með sína golfvelli og annað í gangi meðan hann er forseti? er það alveg eðlilegt? Núna er hans helsti ráðgjafi og aðstoðarmaður Elon Musk, sem án efa hefur stórkostleg áhrif á Trump, á mörg risamikill fyrirtæki. SpaceX, Tesla, Twitter, neurolink og vill núna fara kaupa OpenAi. Finnst ykkur eðlilegt að slíkur einstaklingur, með svo mikla persónulega hagsmuni, sé með svona mikill vald í hvíta húsinu? Þá tala ég ekki um þau völd frá kína og mið austurlöndum sem hafa áhrif á Elon. Tesla verksmiðjur í Kína og eigendur í Twitter í arabíu. Hvernig er það þegar þessir einstaklingar hringja og vilja greiða? Er það þá bara ekkert vesen.
Það er svo merkilegt hvað þið haldið í alvörunni að Trump og Elon séu að upprætar nokkra spillingur. Vá þeir fundu út að það var verið að senda 30þús $ til suður ameríku til að styðja við trans fólk. Hræðilegt, guð minn góður.
Eins og ég sagði. Þessi Elon er mjög furðulegur gaur og ég er að vonast hann drulli sér frá ríkisstarfsemi. Hann má bara fucka sér.
Hann virðist eiga erfitt að vera hamingjusamur. Það sést lika á andlitinu hans, hann virðist vera á einhverju vímuefna neyslu.
hef ekkert að segja LOL!
-
- Kóngur
- Póstar: 8152
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1305
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/ ... d_i_paris/
Trump er svo ógeðslega vitlaus að hann er að spila niðurstöðu þessa stríðs upp í hendurnar á Rússum.
Leikajfræðin er sára einföld, þetta er í grunninn "prisoners dilemma" sem US og Evrópa eru í gagnvart Rússum.
Ef það er fullkomion samstaða þá verður niðurstaðan hagkvæmust fyrir báða aðila.
Ef einn aðili semur/gefst upp en ekki hinn = þá sleppur hugleysinginn ódýrt en sá sem eftir stendur vinnur stríðið dýrum dómi.
Ef báðir semja = verður dýrt en árangurinn minni og kostnaðurinn meiri en ef stríðið hefði verið unnið.
Trump er algjörlega búinn að skíta upp á bak og hreinlega skemmir fyrir öllu sem áunnist hefur.
Það hafa verið skrifaðar óteljandi greinar um að þegar sest verður að samningaborðinu þá þurfi allir aðilar að upplifa að þeir séu sigurvegarar þegar samningur sé gerður.
Til þess að það sé hægt þá þurftu aðstæður að bjóða upp á slíka samninga s.s. að stríðið væri orðið of dýrt fyrir Rússa, að Rússar hefðu tapað of mikið af landsvæði (innrás ÚKR) og að það yrði hreinlega bíttað.
Sá sem á svo frumkvæði að því að fara semja verður svo að fara varlega í það svo að það sé ekki litið á það sem uppgjöf og hann tapi samningsstöðu sinni.
Trump, hreinlega gaf allt frá sér... "Nennum þessu ekki", "þetta er of dýrt", "það hefur of lítið áunnist", "þetta er að kosta mannslíf"... ofl. ofl.
Þrátt fyrir að þetta sé erfiðara fyrir Rússa, dýrara fyrir Rússa, meira mannfall hjá Rússum og árangur Rússa er takmarkaður þrátt fyrir að þetta sé þeirra innrás...
Stríðið hefur svo aukið til muna framleiðslugetu í US og EU og því haft góð áhrif á efnahaginn OG USA hefur notað gríðarlegar lánveitingar til UKR til að halda uppi gengi dollars.
Það meikar því hellings sens að halda þessu stríði áfram svo lengi sem Úkraína vill berjast.
Að svíkja Úkraínu svona og Evrópu er svo mikil lágkúra og aumt að það jaðrar á við að vera siðrof.
Þegar við bætum við öllu öðru sem Trump er að gera, þá er það sem hann er að gera ljótt, ólöglegt, gert í offorsi, frekju og virðingaleysi gagnvart fólki og réttindum þess.
Hann er glæpamaður og hagar sér eins og glæpamaður.
Það mætti halda að hann væri á launum hjá Rússum, það er eins og hagsmunir Rússa ráði því hvernig hann tekur ákvarðanir.
Trump er svo ógeðslega vitlaus að hann er að spila niðurstöðu þessa stríðs upp í hendurnar á Rússum.
Leikajfræðin er sára einföld, þetta er í grunninn "prisoners dilemma" sem US og Evrópa eru í gagnvart Rússum.
Ef það er fullkomion samstaða þá verður niðurstaðan hagkvæmust fyrir báða aðila.
Ef einn aðili semur/gefst upp en ekki hinn = þá sleppur hugleysinginn ódýrt en sá sem eftir stendur vinnur stríðið dýrum dómi.
Ef báðir semja = verður dýrt en árangurinn minni og kostnaðurinn meiri en ef stríðið hefði verið unnið.
Trump er algjörlega búinn að skíta upp á bak og hreinlega skemmir fyrir öllu sem áunnist hefur.
Það hafa verið skrifaðar óteljandi greinar um að þegar sest verður að samningaborðinu þá þurfi allir aðilar að upplifa að þeir séu sigurvegarar þegar samningur sé gerður.
Til þess að það sé hægt þá þurftu aðstæður að bjóða upp á slíka samninga s.s. að stríðið væri orðið of dýrt fyrir Rússa, að Rússar hefðu tapað of mikið af landsvæði (innrás ÚKR) og að það yrði hreinlega bíttað.
Sá sem á svo frumkvæði að því að fara semja verður svo að fara varlega í það svo að það sé ekki litið á það sem uppgjöf og hann tapi samningsstöðu sinni.
Trump, hreinlega gaf allt frá sér... "Nennum þessu ekki", "þetta er of dýrt", "það hefur of lítið áunnist", "þetta er að kosta mannslíf"... ofl. ofl.
Þrátt fyrir að þetta sé erfiðara fyrir Rússa, dýrara fyrir Rússa, meira mannfall hjá Rússum og árangur Rússa er takmarkaður þrátt fyrir að þetta sé þeirra innrás...
Stríðið hefur svo aukið til muna framleiðslugetu í US og EU og því haft góð áhrif á efnahaginn OG USA hefur notað gríðarlegar lánveitingar til UKR til að halda uppi gengi dollars.
Það meikar því hellings sens að halda þessu stríði áfram svo lengi sem Úkraína vill berjast.
Að svíkja Úkraínu svona og Evrópu er svo mikil lágkúra og aumt að það jaðrar á við að vera siðrof.
Þegar við bætum við öllu öðru sem Trump er að gera, þá er það sem hann er að gera ljótt, ólöglegt, gert í offorsi, frekju og virðingaleysi gagnvart fólki og réttindum þess.
Hann er glæpamaður og hagar sér eins og glæpamaður.
Það mætti halda að hann væri á launum hjá Rússum, það er eins og hagsmunir Rússa ráði því hvernig hann tekur ákvarðanir.
Re: USA Kosningaþráðurinn

Ég trúði því í alvörunni ekki að hann póstaði þessu, þurfti að checka á því sjálfur.
Þannig nú hafiði það, Trump er að bjarga landinu sínu og honum því velkomið að brjóta öll þau lög sem honum dettur í hug.
En þetta er alveg þess virði, því fólkið sem hefur mismunandi hugmyndir um hvernig kyn virka munu nú missa öll réttindi sín og þurfa halda kjafti.
Frábært.
Re: USA Kosningaþráðurinn
https://www.youtube.com/shorts/c0sHCy5Hg70
Ímyndiði ykkur hvað þessi gaur er mikill aumingi, hann lætur þriggja ára gamlan krakka segja sér að halda kjafta og síðan að hann sé ekki forseti og eigi að drulla sér í burtu, allt fyrir framan heiminn í the oval office.
Geri ráð fyrir að X hafi upplifað pabba sinn seigja þessi nákvæmlega sömu orð við Trump. Enda endurtaka krakkar oft orð foreldra.
En allt í góðu samt, því það er ekki verið lengur að senda getnaðarvarnir til þriðja heims ríkja. Það sparast nokkrir þúsundkallar þar. Hvað sagði aftur Musk að þeir myndu spara USA marga "trillions" á hverju ári?
Og það er bara einn fokking mánður búin af þessu bíói. Er mest spenntur þegar það brotnar allt á milli Musks og Trumps. Það verður sko eitt stk drullusúpa.
Ímyndiði ykkur hvað þessi gaur er mikill aumingi, hann lætur þriggja ára gamlan krakka segja sér að halda kjafta og síðan að hann sé ekki forseti og eigi að drulla sér í burtu, allt fyrir framan heiminn í the oval office.
Geri ráð fyrir að X hafi upplifað pabba sinn seigja þessi nákvæmlega sömu orð við Trump. Enda endurtaka krakkar oft orð foreldra.
En allt í góðu samt, því það er ekki verið lengur að senda getnaðarvarnir til þriðja heims ríkja. Það sparast nokkrir þúsundkallar þar. Hvað sagði aftur Musk að þeir myndu spara USA marga "trillions" á hverju ári?
Og það er bara einn fokking mánður búin af þessu bíói. Er mest spenntur þegar það brotnar allt á milli Musks og Trumps. Það verður sko eitt stk drullusúpa.
Síðast breytt af Henjo á Sun 16. Feb 2025 19:09, breytt samtals 1 sinni.
Re: USA Kosningaþráðurinn
rapport skrifaði:appel skrifaði:Þessi spilling sem hefur viðgengist í BNA er bara rosaleg. Þetta kallar á sérstaka rannsóknarnefnd. Þarna hafa margir framið glæpi, stolið svakalegum upphæðum úr ríkissjóði. Eiga skilið að eyða ævinni í fangelsi fyrir þennan þjófnað. Svo eru sumir hér að verja þetta. Óskiljanlegt algjörlega.
Svo má alveg rannsaka þessa hæstráðendur í demókrataflokknum, hvernig þeir hafa auðgast, Bernie Sanders, Nancy Pelosi og þetta lið, allt forríkt lið þó það hafi verið allt sitt líf á launum hjá hinu opinbera.... og samt á hundruð milljónir dala, einsog Obama, einsog Clinton. Demókratar er spilltasta og ógeðslegasta fólk sögunnar.
Og auðvitað Trump og fjölskyldu hans og vini.
Trump (og fjölskyldan hans) auðgaðist áður en hann fór í forsetaframboð. Það hefur kostað hann mikið að fara í forsetaframboðið, sérstaklega á undanförnum 4 árum.
En þessir demókratadjöflar hafa auðgast EFTIR að þeir komust til valda í stjórnmálum. Hvernig auðgast þetta fólk á meðan það er í embætti? SPILLING, þetta lið er að selja sig til peningaaflanna. Trump þiggur ekki einu sinni laun sem forseti. Reynið nú að rannsaka þessa spillingu hjá demókrötum. Algjör hræsni.
*-*
Re: USA Kosningaþráðurinn
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/02/16/macron_heldur_neydarfund_i_paris/
Trump er svo ógeðslega vitlaus að hann er að spila niðurstöðu þessa stríðs upp í hendurnar á Rússum.
Leikajfræðin er sára einföld, þetta er í grunninn "prisoners dilemma" sem US og Evrópa eru í gagnvart Rússum.
Ef það er fullkomion samstaða þá verður niðurstaðan hagkvæmust fyrir báða aðila.
Ef einn aðili semur/gefst upp en ekki hinn = þá sleppur hugleysinginn ódýrt en sá sem eftir stendur vinnur stríðið dýrum dómi.
Ef báðir semja = verður dýrt en árangurinn minni og kostnaðurinn meiri en ef stríðið hefði verið unnið.
Trump er algjörlega búinn að skíta upp á bak og hreinlega skemmir fyrir öllu sem áunnist hefur.
Það hafa verið skrifaðar óteljandi greinar um að þegar sest verður að samningaborðinu þá þurfi allir aðilar að upplifa að þeir séu sigurvegarar þegar samningur sé gerður.
Til þess að það sé hægt þá þurftu aðstæður að bjóða upp á slíka samninga s.s. að stríðið væri orðið of dýrt fyrir Rússa, að Rússar hefðu tapað of mikið af landsvæði (innrás ÚKR) og að það yrði hreinlega bíttað.
Sá sem á svo frumkvæði að því að fara semja verður svo að fara varlega í það svo að það sé ekki litið á það sem uppgjöf og hann tapi samningsstöðu sinni.
Trump, hreinlega gaf allt frá sér... "Nennum þessu ekki", "þetta er of dýrt", "það hefur of lítið áunnist", "þetta er að kosta mannslíf"... ofl. ofl.
Þrátt fyrir að þetta sé erfiðara fyrir Rússa, dýrara fyrir Rússa, meira mannfall hjá Rússum og árangur Rússa er takmarkaður þrátt fyrir að þetta sé þeirra innrás...
Stríðið hefur svo aukið til muna framleiðslugetu í US og EU og því haft góð áhrif á efnahaginn OG USA hefur notað gríðarlegar lánveitingar til UKR til að halda uppi gengi dollars.
Það meikar því hellings sens að halda þessu stríði áfram svo lengi sem Úkraína vill berjast.
Að svíkja Úkraínu svona og Evrópu er svo mikil lágkúra og aumt að það jaðrar á við að vera siðrof.
Þegar við bætum við öllu öðru sem Trump er að gera, þá er það sem hann er að gera ljótt, ólöglegt, gert í offorsi, frekju og virðingaleysi gagnvart fólki og réttindum þess.
Hann er glæpamaður og hagar sér eins og glæpamaður.
Það mætti halda að hann væri á launum hjá Rússum, það er eins og hagsmunir Rússa ráði því hvernig hann tekur ákvarðanir.
Trump er algjör helvítis viðbjóður fyrir að vilja enda stríð. SKÖMM!! SKÖMM!! HÖLDUM STRÍÐINU ÁFRAM... ÁFRAMM GAKK KRISTNIR KROSSMENN!!!
Neyðarfundur svo hjá ESB, allra leiða leitað til að halda stríðinu áfram.
Ef menn vilja sigra, þá þarf að senda evrópska og ameríska hermenn inn í Úkraínu, svo einfalt er það. Vilja menn það? Nei. Vilja menn fara sjálfir? Nei? Senda börnin sín? Nei.
Ef það er enginn raunverulegur vilji til að sigra stríðið, þá er óþarfi að reyna sigra það.
Er þetta ekki bara hálfgerður Salomon dómur? (læt fylgja með link því ég veit að fáfræðið er mikið hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Judgement_of_Solomon)
Er þetta ekki doldið þannig, hví á að berjast fyrir Úkraínu? Rússland virðist einbeitt í að taka þetta pláss yfir, hvað sem við hugsum og viljum. Ef enginn vilji er að verja þetta pláss, þá sigrar þá sem hefur meiri vilja. Öskrar meira.
Frakkland getur alltaf sent hermenn þangað, en kýs að gera það ekki. Reyndar hefur Frakkland sent eiginlega ekkert af hergögnum til Úkraínu. Svo boða þeir til neyðarfundar þegar BNA nenna þessu ekki lengur. Algjör hræsni.
Evrópa hefur svikið sjálfa sig. BNA hafa viljað að Evrópuríki auki fjármagn í varnarmál í langan tíma, en ekkert hefur bólað á aukningu. Trump á fyrra kjörtímabili heimtaði aukningu, en ekkert gerðist. Svo gerist það að Rússland ræðst inn í úkraínu, og evrópulönd vilja að BNA reddi málunum. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Sjáiði ekki helvítis hræsnina í evrópulöndunum? Engin furða að Trump vilji bara ljúka þessu rugli.
Evrópa hefur klúðrað sínum eigin öryggismálum, 100% á ábyrgð evrópu. Ef þau hefðu hlýtt Trump á fyrra kjörtímabili þá hefði Pútín ekki þorað inn í Úkraínu því það hefði verið MIKLU meira svigrúm fyrir evrópu að senda stuðning til úkraínu þá.
*-*
Re: USA Kosningaþráðurinn
Þetta er þekkt spilling í BNA, bæði hjá demókrötum og repúplikonum að þeir eru að græða fáránlega peninga meðan þeir eru í embætti. Þetta er ekkert bara vinstra meginn.
Ef allt er svona frábært hjá trump, afhverju er hann svona ótrúlega tregur að gefa út skattskýrsluna sína?
Kannski ekki hræsni fyrir evrópulönd að vilja aðstoð BNA, enda hversu mörg stríð hafa evrópuríki aðstoðað BNA í? Besta var samt þegar trump hótaði að hætta hernaðarstuðning við kanada ef kanada myndi ekki gera allt sem hann vildi. En kanada hefur auðvitað aldrei þurft hernaðarstuðning þeirra að halda, BNA hefur hinsvegar margoft þegið þeirra hernaðarstuðning.
Ef evrópulönd myndu byrja senda hermenn yfir til úkraníu, værirðu þá ekki brjálaður að þeir væru bara gera verra og ýta undir ww3 og kjarnorkustríð?
Ef allt er svona frábært hjá trump, afhverju er hann svona ótrúlega tregur að gefa út skattskýrsluna sína?
Kannski ekki hræsni fyrir evrópulönd að vilja aðstoð BNA, enda hversu mörg stríð hafa evrópuríki aðstoðað BNA í? Besta var samt þegar trump hótaði að hætta hernaðarstuðning við kanada ef kanada myndi ekki gera allt sem hann vildi. En kanada hefur auðvitað aldrei þurft hernaðarstuðning þeirra að halda, BNA hefur hinsvegar margoft þegið þeirra hernaðarstuðning.
Ef evrópulönd myndu byrja senda hermenn yfir til úkraníu, værirðu þá ekki brjálaður að þeir væru bara gera verra og ýta undir ww3 og kjarnorkustríð?
Re: USA Kosningaþráðurinn
Ef það verða haldnar alvöru kosningar eftir 4 ár, þá er möguleiki á að fá demókrata í forsetaembætti sem er nú mun valdameira og óhemlað eins og MAGA vill hafa það. Hvað þá ef Kanadabúar fái kosningarétt með innlimingunni, þeir eru nú töluvert meiri demókratar á bandarískum mælikvarða.
Á hvaða tímapunkti mun Trump og Musk ákveða að það verður ekki aftur snúið, það stafi og mikil ógn af lýðræðislegum kosningum? Næsti forseti gæti jafnvel verið búinn að senda Musk til pyntingar á Guantanamo strönd og RFK júníor í einhvern rafmagnstól í Texas áður en Ölundungardeildin verði búið að finna hvernig á að opna Outlookið í Windows 12.
Ég sé bara ekki fyrir mér hvernig þessi forseti er að fara friðsamlega afhenda forsetaembættið neinum sem er ekki með honum í liði.
Á hvaða tímapunkti mun Trump og Musk ákveða að það verður ekki aftur snúið, það stafi og mikil ógn af lýðræðislegum kosningum? Næsti forseti gæti jafnvel verið búinn að senda Musk til pyntingar á Guantanamo strönd og RFK júníor í einhvern rafmagnstól í Texas áður en Ölundungardeildin verði búið að finna hvernig á að opna Outlookið í Windows 12.
Ég sé bara ekki fyrir mér hvernig þessi forseti er að fara friðsamlega afhenda forsetaembættið neinum sem er ekki með honum í liði.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Re: USA Kosningaþráðurinn
Henjo skrifaði:Þetta er þekkt spilling í BNA, bæði hjá demókrötum og repúplikonum að þeir eru að græða fáránlega peninga meðan þeir eru í embætti. Þetta er ekkert bara vinstra meginn.
Ef allt er svona frábært hjá trump, afhverju er hann svona ótrúlega tregur að gefa út skattskýrsluna sína?
Kannski ekki hræsni fyrir evrópulönd að vilja aðstoð BNA, enda hversu mörg stríð hafa evrópuríki aðstoðað BNA í? Besta var samt þegar trump hótaði að hætta hernaðarstuðning við kanada ef kanada myndi ekki gera allt sem hann vildi. En kanada hefur auðvitað aldrei þurft hernaðarstuðning þeirra að halda, BNA hefur hinsvegar margoft þegið þeirra hernaðarstuðning.
Ef evrópulönd myndu byrja senda hermenn yfir til úkraníu, værirðu þá ekki brjálaður að þeir væru bara gera verra og ýta undir ww3 og kjarnorkustríð?
Þú ert að tala um skattaskýrslur áður en hann varð forseti, áður en hann bauð sig fram. Þannig að þú telur að einhver hafi þá mútað honum áður en einhverjum datt í hug að hann gæti orðið forseti. Telur þú það líklega skýringu?
Eða er ekki lang líklegast að sitjandi embættismenn, sem auðgast á meðan þeir gegni embætti, hafi þá auðgast í gegnum spillingu og mútur. Er það ekki líklegra?
Evrópulönd eru stútföll af hræsni. Frakkar eru svona 100% hræsni. Bretar eru bara orðnir að aumingjum. Ítölum er skítsama í raun. Spánverjar pæla ekkert í þessu. Þjóðverjar eru bara enn með hausverk eftir 20. öldina.
Afhverju í fjandanum ætti BNA í raun að vera að aðstoða Úkraínu? Þetta er evrópulönd, hví er evrópa ekki að aðstoða Úkraínu? Ertu að segja mér að 600 milljón manna svæði með þúsundfalt stærra hagkerfi en Rússland með sína 145 milljónir íbúa hafi ekki burði til að sigra þetta land í hernaði? Hvað þá með hergagnastuðningi til Úkraínu? Hverskyns aumingjavæðing hefur átt sér stað hjá þessari Evrópu?
Það er ekki þannig að ég vilji ekki að Úkraína sigri, en þá er bara ótrúlegt að sjá að land einsog Danmörk hefur stutt Úkraínu meira heldur en Frakkland. HRÆSNI. Svo boðar þessi Macron til neyðarfundar þegar BNA vilja ekki eyða meira í þetta rugl.
Ég sé bara svo mikla hræsni í þessu öllu saman, bara útaf því að Trump er forseti.
*-*
Re: USA Kosningaþráðurinn
appel skrifaði:Henjo skrifaði:Þetta er þekkt spilling í BNA, bæði hjá demókrötum og repúplikonum að þeir eru að græða fáránlega peninga meðan þeir eru í embætti. Þetta er ekkert bara vinstra meginn.
Ef allt er svona frábært hjá trump, afhverju er hann svona ótrúlega tregur að gefa út skattskýrsluna sína?
Kannski ekki hræsni fyrir evrópulönd að vilja aðstoð BNA, enda hversu mörg stríð hafa evrópuríki aðstoðað BNA í? Besta var samt þegar trump hótaði að hætta hernaðarstuðning við kanada ef kanada myndi ekki gera allt sem hann vildi. En kanada hefur auðvitað aldrei þurft hernaðarstuðning þeirra að halda, BNA hefur hinsvegar margoft þegið þeirra hernaðarstuðning.
Ef evrópulönd myndu byrja senda hermenn yfir til úkraníu, værirðu þá ekki brjálaður að þeir væru bara gera verra og ýta undir ww3 og kjarnorkustríð?
Þú ert að tala um skattaskýrslur áður en hann varð forseti, áður en hann bauð sig fram. Þannig að þú telur að einhver hafi þá mútað honum áður en einhverjum datt í hug að hann gæti orðið forseti. Telur þú það líklega skýringu?
Eða er ekki lang líklegast að sitjandi embættismenn, sem auðgast á meðan þeir gegni embætti, hafi þá auðgast í gegnum spillingu og mútur. Er það ekki líklegra?
Evrópulönd eru stútföll af hræsni. Frakkar eru svona 100% hræsni. Bretar eru bara orðnir að aumingjum. Ítölum er skítsama í raun. Spánverjar pæla ekkert í þessu. Þjóðverjar eru bara enn með hausverk eftir 20. öldina.
Afhverju í fjandanum ætti BNA í raun að vera að aðstoða Úkraínu? Þetta er evrópulönd, hví er evrópa ekki að aðstoða Úkraínu? Ertu að segja mér að 600 milljón manna svæði með þúsundfalt stærra hagkerfi en Rússland með sína 145 milljónir íbúa hafi ekki burði til að sigra þetta land í hernaði? Hvað þá með hergagnastuðningi til Úkraínu? Hverskyns aumingjavæðing hefur átt sér stað hjá þessari Evrópu?
Það er ekki þannig að ég vilji ekki að Úkraína sigri, en þá er bara ótrúlegt að sjá að land einsog Danmörk hefur stutt Úkraínu meira heldur en Frakkland. HRÆSNI. Svo boðar þessi Macron til neyðarfundar þegar BNA vilja ekki eyða meira í þetta rugl.
Ég sé bara svo mikla hræsni í þessu öllu saman, bara útaf því að Trump er forseti.
Skattskýrslur yfirhöfuð, mér finnst merkilegt að þú stimplar alla embætismenn (sem þeir eru flestir) í BNA spillta, en Doni Trump er bara engladrengur.
Þú spyrð afhverju BNA á að aðstoða Ukraníu, því það er í þeirra hag? Er ekki rússland stærsti óvinur BNA? afhverju eyddi BNA svona miklum peningum í evrópu eftir WW2? Þessi rök þín meika kannski sense hjá manneskju sem er með fantasíu fyrir einangrunarstefnu.
Síðast breytt af Henjo á Mán 17. Feb 2025 00:51, breytt samtals 1 sinni.
-
- Kóngur
- Póstar: 8152
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1305
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
ekkert skrifaði:Ef það verða haldnar alvöru kosningar eftir 4 ár, þá er möguleiki á að fá demókrata í forsetaembætti sem er nú mun valdameira og óhemlað eins og MAGA vill hafa það. Hvað þá ef Kanadabúar fái kosningarétt með innlimingunni, þeir eru nú töluvert meiri demókratar á bandarískum mælikvarða.
Á hvaða tímapunkti mun Trump og Musk ákveða að það verður ekki aftur snúið, það stafi og mikil ógn af lýðræðislegum kosningum? Næsti forseti gæti jafnvel verið búinn að senda Musk til pyntingar á Guantanamo strönd og RFK júníor í einhvern rafmagnstól í Texas áður en Ölundungardeildin verði búið að finna hvernig á að opna Outlookið í Windows 12.
Ég sé bara ekki fyrir mér hvernig þessi forseti er að fara friðsamlega afhenda forsetaembættið neinum sem er ekki með honum í liði.
Með því að moka burt óskráðum innflytendum þá flytja oft börnin þeirra með þó að þau séu kosningabærir amerískir ríkisborgarar.
-
- Kóngur
- Póstar: 8152
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1305
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
appel skrifaði:Trump er algjör helvítis viðbjóður fyrir að vilja enda stríð. SKÖMM!! SKÖMM!! HÖLDUM STRÍÐINU ÁFRAM... ÁFRAMM GAKK KRISTNIR KROSSMENN!!!
Neyðarfundur svo hjá ESB, allra leiða leitað til að halda stríðinu áfram.
Ef menn vilja sigra, þá þarf að senda evrópska og ameríska hermenn inn í Úkraínu, svo einfalt er það. Vilja menn það? Nei. Vilja menn fara sjálfir? Nei? Senda börnin sín? Nei.
Ef það er enginn raunverulegur vilji til að sigra stríðið, þá er óþarfi að reyna sigra það.
Er þetta ekki bara hálfgerður Salomon dómur? (læt fylgja með link því ég veit að fáfræðið er mikið hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Judgement_of_Solomon)
Er þetta ekki doldið þannig, hví á að berjast fyrir Úkraínu? Rússland virðist einbeitt í að taka þetta pláss yfir, hvað sem við hugsum og viljum. Ef enginn vilji er að verja þetta pláss, þá sigrar þá sem hefur meiri vilja. Öskrar meira.
Frakkland getur alltaf sent hermenn þangað, en kýs að gera það ekki. Reyndar hefur Frakkland sent eiginlega ekkert af hergögnum til Úkraínu. Svo boða þeir til neyðarfundar þegar BNA nenna þessu ekki lengur. Algjör hræsni.
Evrópa hefur svikið sjálfa sig. BNA hafa viljað að Evrópuríki auki fjármagn í varnarmál í langan tíma, en ekkert hefur bólað á aukningu. Trump á fyrra kjörtímabili heimtaði aukningu, en ekkert gerðist. Svo gerist það að Rússland ræðst inn í úkraínu, og evrópulönd vilja að BNA reddi málunum. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Sjáiði ekki helvítis hræsnina í evrópulöndunum? Engin furða að Trump vilji bara ljúka þessu rugli.
Evrópa hefur klúðrað sínum eigin öryggismálum, 100% á ábyrgð evrópu. Ef þau hefðu hlýtt Trump á fyrra kjörtímabili þá hefði Pútín ekki þorað inn í Úkraínu því það hefði verið MIKLU meira svigrúm fyrir evrópu að senda stuðning til úkraínu þá.
Það er eitt að enda stríð og annað að skapa frið.
Er það þín skoðun að með því að gúddera innrásir Rússa og áhrif þeirra yfir nágrannaþjóðum sínum, þá skapist friður?
Er ekki verið að há þetta stríð til að sýna Rússum (og öðrum þjóðum sem eru álíka þenkjandi) að innrásir séu ekki gúdderaðar, að þau muni ekki fá að græða landsvæði, auðlindir o.þ.h. + að það sé ekki Rússa að stjórna því í hvaða alþjóðlega samstarf eða öryggisbandalög nágrannaþjóðir þeirra taka þátt í.
Trump er ekki að skapa frið og hnýta lausa enda... hann er að skapa grundvöll fyrir frekara stríð með því að skapa fordæmi fyrir því að árásaraðilar "stóru sterku" geti bara gert það sem þeir vilja og fengið að drepa og drepa og græða og græða... og aðrir verði bara að sætta sig við það.
Hann er faktískt sé að innleiða imperialisma í heimspólitíkina þar sem það er OK að beita hervaldi til að stækka sín landamæri.
Ertu það grunnhygginn að halda að "ef við slúttum þessu stríði í Úkraínu þá er það mál bara búið og hefur engin áhrif á framtíðina"... ?
Trump er EKKI AÐ SKAPA FRIÐ.
Evrópa hefur ekki klúðrað sínum eigin öryggismálum, Evrópa treysti á USA og hefur um áratuga skeið leyft USA að græða á sér til að borga fyrir öryggið, t.d. með ævarandi viðskiptahalla og engar smá upphæðir.
https://www.europarl.europa.eu/topics/e ... act-europe
Eðlilega gerist það þegar Evrópa þarf að fara eyða peningum í eigið öryggi (í staðinn fyrir að USA skaffi öryggið) að þá verslar Evrópa það sem þarf innan Evrópu = verslar minna við USA og það er akkúrat það sem gerðist eftir að Trump fór að pönkast í EU.
Núna er hann í fýlu því að viðskiptahallinn er að snúast við og USA er ekki að græða nóg á EU.
Með því að enda þetta stríð þá er hann að reka seinsta naglann í kistu USA því að þá mun Evrópa ekki hika við að versla frekar við Rússa en USA ýmsar hrávörur.
Rússar réðust á Úrkaínu og eru glæpamenn en USA sveik Evrópu.
Ef ég þyrfti að velja á milli þess að versla við Rússa eða USA... og hefði engann annan möguleika, þá mundi ég láta verð og gæði vörunnar ráða 100% , ég sé engan mun á siðferði þeirra sem svíkja Evrópu með því að ráðast á hana og svo þeirra sem æsa upp stríðið, gefa Evrópu von um að geta staðið í hárinu á Rússum, koma Úkraínu og Evrópu í skuldir.... og svíkja svo öll gefin loforð og bakka svo út úr samstarfinu.
Og ekki bara þessu samstarfi, heldur nánast öllu alþjóðlegu samstarfi... og þeir eru að gera það af einhverksonar trúarlegum ástæðum.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 950
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 183
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
Það er alveg spurning hvort sumir hérna inni vilji ekki bara flytja til miðríkja/rauðu ríkja Bandaríkjanna, fyrst þar er allt að verða svo frábært?
Þar geta þeir fengið echo chamberinn sinn beint í æð í raunheimum, fylgst með Trump fjarlægja allar "ólöglegu geimverururnar" sem þeir eru svo hræddir við (eins og þessar í Smáralindinni.. iykyk), hefja tollastríð við umheimin og reyna eigna sér önnur lönd (og einhvernveginn komið á heimsfrið á sama tíma?), afsalað öllum sínum fjármála- og persónugögnum í hendur Elon Musk (en fokk rafbíla samt, er það ekki?), og eflaust eitthvað annað gegnsýrt sem Trump, Musk, eða algórithminn þeirra hefur sannfært þá um að sé jákvætt.
Þá gætu þeir loksins hætt að kvarta yfir Íslandi, Evrópu, Reykjavík, innflytjendum, vinstra "woke" liðinu, og öllu hinu sem eru augljóslega að gera þeim lífið leitt hérna, er það ekki?
Þar geta þeir fengið echo chamberinn sinn beint í æð í raunheimum, fylgst með Trump fjarlægja allar "ólöglegu geimverururnar" sem þeir eru svo hræddir við (eins og þessar í Smáralindinni.. iykyk), hefja tollastríð við umheimin og reyna eigna sér önnur lönd (og einhvernveginn komið á heimsfrið á sama tíma?), afsalað öllum sínum fjármála- og persónugögnum í hendur Elon Musk (en fokk rafbíla samt, er það ekki?), og eflaust eitthvað annað gegnsýrt sem Trump, Musk, eða algórithminn þeirra hefur sannfært þá um að sé jákvætt.
Þá gætu þeir loksins hætt að kvarta yfir Íslandi, Evrópu, Reykjavík, innflytjendum, vinstra "woke" liðinu, og öllu hinu sem eru augljóslega að gera þeim lífið leitt hérna, er það ekki?
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1069
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 220
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
Orri skrifaði:Það er alveg spurning hvort sumir hérna inni vilji ekki bara flytja til miðríkja/rauðu ríkja Bandaríkjanna, fyrst þar er allt að verða svo frábært?
Nei þeir geta það ekki, útaf nákvæmlega appelsínunni í Hvíta húsinu
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16892
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2233
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: USA Kosningaþráðurinn
Jón Ragnar skrifaði:Orri skrifaði:Það er alveg spurning hvort sumir hérna inni vilji ekki bara flytja til miðríkja/rauðu ríkja Bandaríkjanna, fyrst þar er allt að verða svo frábært?
Nei þeir geta það ekki, útaf nákvæmlega appelsínunni í Hvíta húsinu
Appelsínunni í Hvíta húsinu...



