appel skrifaði:rapport skrifaði:appel skrifaði:
Ísland gerir nákvæmlega sama, sendir fólk úr landi, handtekur það, setur um borð í flugvél, etc.
Nei, ekki það sama. Fólk hefur ekki fengið að vera hér áratugum saman, greiða skatta og taka virkan þátt í samfélaginu, eiga eignir fasteignir og bíla .. og svo sópað fyrirvaralaust upp í rútu eða flugvél og því komið til annars lands sem það hefur jafnvel ekki komið til í marga áratugi.
Þú getur ekki búið á Íslandi í "áratugi" nema vera með kennitölu, og ef þú ert hér ólöglega þá færðu ekki íslenska kennitölu, og þar með borgað skatta og hvaðeina.
Já, vissulega er fólki vísað úr landi, handtekið á heimili sínu, flutt í járnum í flugvél og flogið í burtu. Ótal margar fréttir á síðustu árum um slíkt. Ef þú ætlar að gagnrýna BNA hvernig væri að byrja á eigin heimalandi? Grjót úr glerhúsi eiginlega. Fjölmörg lönd í heiminum viðurkenna ekki einu sinni "hælisleitendur", kannski byrja á þeim í gagnrýni.
Trump virðist vera vísa fólki úr landi sem hefur framið afbrot og hefur fengið höfnun á hælisumsókninni. Biden framfylgti ekki lögunum um að vísa þessum einstaklingum úr landi, en Trump gerir það nú. Hef ekki heyrt um að hann sé að vísa fólki úr landi sem hefur búið þarna í áratugi.
Einhver orð hef ég nú haft um framgöngu Íslands í þessum málum og það getur þú auðveldlega rakið hér á spjallinu.
https://abcnews.go.com/US/migrant-farm- ... =118434172Það eina rétta að fera væri að opna á leiðir fyrir heiðarlegt fólk að verða ríkisborgari í USA og svo ráðast í að finna þá sem eftir eru og veita þeim réttláta málsmeðferð.
USA er búið að hafa fullar tekjur af þessu fólki en ekki veitt þeim réttindi á móti. Hversu klikkað er að skrá einhvern sem skattgreiðanda um árabil en segja á sama tíma að viðkomandi sé ekki skráður í landinu.
En þetta eina mál er bara lítið dæmi um ljótleikann sem er farinn af stað vestanhafs.
Inngilding, jafnrétti, fjölmenning eru hugtök sem eru hreinlega bönnuð hjá ríkinu úti...
Líklega af því að þetta storkaði valdi miðaldra hvítra karla sem réðu ekki við þessi flóknu hugtök, að allt fólk hafi sama rétt og frelsi.
Þeir skylja ekki að það geti verið frelsandi að vera hán en ekki hún eða hann... en fyrst þeir skilja það ekki, þá er það bannað.
Að það sé búið að banna þungunarrof og hvernig kerfið er að koma í veg fyrir að konur leiti sér hjálpar og að barnungum stúlkum sé nú gert að eignast börn með nauðgurum sínum, sem geta verið feður þeirra eða bræður er hræðilegt, það er hræðilegt fyrir þær og enn hræðilegra fyrir börnin sem munu allt sitt líf vera stimpluð sem incest krógar af samfélaginu og munu líklega aldrei finna hamingjuna sem lífið hefur að bjóða.
Handmaids tale virðist ekki hafa hrætt þessa pólitíkusa neitt.