Síða 1 af 1

móðurborð með 2x pcie 5 m.2

Sent: Sun 06. Júl 2025 09:19
af emil40
hæ hæ félagar

ég er að leita mér að móðurborði sem er með amk 2x m.2. raufar sem geta keyrt á pcie 5 er eitthvað sem að þið mælið með ?

Re: móðurborð með 2x pcie 5 m.2

Sent: Sun 06. Júl 2025 10:29
af Gemini
Örgjörvarnir eru oftast bara með 24 gen5 lanes. Skjákortaraufin fær oftast 16 af þeim. Eitt M.2 fær 4 lane og svo eru seinustu 4 notuð í usb eða samskipti við chip á móðurborði sem gefur auka gen3 eða gen4 lanes.

Það eru alveg til einhver með fleiri gen5 en þetta eða t.d. nota bara 8 lanes á pci-express til að stela í annað. En væntanlega þarftu að borga vel og líklega sérpanta slíkt. Þetta þarf alltaf á endanum að geta talað við lanein á örgjörvanum og hvert m.2 þarf 4 fyrir fullspeed. Svo nema þú kaupir örgjörva með fleiri en 24 lanes þarftu alltaf að fá einhverja mínusa á móti ef þú vilt fleiri gen5 drif.

Auðvitað ef þú ert ekki að nota skjákort í tölvunni og bara að hugsa um data storage þá geturðu sett sérstakt kort þar í sem splitta 16 lanes í 4x4 lanes fyrir 4 m.2 drif á fullspeed. Sá seinast þannig fyrir gen4 samt en líklega eru til svona fyrir gen5 líka.

Re: móðurborð með 2x pcie 5 m.2

Sent: Sun 06. Júl 2025 12:36
af GuðjónR
@Gemini er nokkurn veginn með þetta.

Ég er búinn að spá mikið í þetta sjálfur og ef þú vilt vera öruggur með að keyra tvö M.2 drif á fullri PCIe 5.0 bandvídd, þá þarftu E = Extreme móðurborð, eins og X670E eða X870E.

Þessi móðurborð tryggja að bæði skjákort og að minnsta kosti ein M.2 rauf séu tengd beint við örgjörvann á PCIe 5.0 x4, án þess að fara í gegnum chipset.

Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að örgjörvar AMD AM5 hafa aðeins 24 PCIe 5.0 lanes.
Þar af fara 16 lanes til skjákortsins, 4 lanes í eina M.2 rauf beint á örgjörva og 4 lanes í chipset.

Ef þú vilt nota tvær PCIe 5.0 M.2 raufar samtímis þá þarf að skipta 16 lanes skjákortsins í 8 lanes, sem þýðir að skjákortið fer úr x16 í x8, og það veldur um 3–5 prósent falli í afköstum skjákortsins í sumum leikjum og forritum.

Það eru til borð eins og ASUS ROG Crosshair X670E Extreme og Gigabyte X670E AORUS Xtreme sem styðja tvær PCIe 5.0 M.2 raufar með þessari lane-skiptingu.

Ég myndi setja Samsung 9100 PCIe 5.0 M.2 drif (að minnsta kosti 4TB) í CPU-tengda slottið til að keyra alla leiki og þung forrit.

Síðan myndi ég setja Samsung 990 PCIe 4.0 M.2 drif (ca 2TB) í chipset-slottið, nota hann fyrir stýrikerfið og léttan búnað.

Þannig færðu hámarks hraða á NVMe án þess að fórna afli frá skjákortinu þínu.

Re: móðurborð með 2x pcie 5 m.2

Sent: Sun 06. Júl 2025 12:39
af emil40
hvað með ASUS ROG X870E Hero ?

Re: móðurborð með 2x pcie 5 m.2

Sent: Sun 06. Júl 2025 13:30
af GuðjónR
emil40 skrifaði:hvað með ASUS ROG X870E Hero ?

Þetta á við um ÖLL, AMD AM5 móðurborð.
Þú hefur bara 24 brautir. 16 fara á skjákort 4 fara á PCIe5 M2 beint á CPU án skerðingar á GPU og 4 fara á chipsett (þar getur þú hrúað pcie4 M2 diskum).

Þannig að, þú getur aldrei verið með 2 eða fleiri GEN5 M2 í einu öðruvísi en skerða skjákortið, jafvel þó móðurborðið sé með 2 eða fleiri M2 PCIe5 slots. Það er bara ekki hægt í dag.

Ef þú ert til í að fórna skjákortinu úr 16 brautum í 8 brautir þá getur þú fengið móðurborð með 2 M2 PCIe gen5 á fullum hraða, en viltu það?

Re: móðurborð með 2x pcie 5 m.2

Sent: Sun 06. Júl 2025 15:27
af olihar
Hver er ástæðan fyrir því að þú vilt fara í 2X PCI 5

Þú þarft að fara í Workstation borð til þess að fá þetta til að virka almennilega.

Og það verður alltaf erfitt að ráða við hitan frá þessum drifum, þar sem kælingar eru yfirleitt undir skjákortunum og litlar.

Re: móðurborð með 2x pcie 5 m.2

Sent: Sun 06. Júl 2025 17:23
af emil40
meiiiirrrriiiii hraða