Síða 1 af 1

Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 10:47
af rapport
Var að koma frá útlöndum með fjölskylduna og fékk daglega póst frá Nova um að eitt af númerunum væri að fá aukareikninga.

Fengum strax reikning fyrir "notkun utan EES"...

Flugum beint til Ítalíu og eina landið á leiðinni sem er ekki í EES er Bretland... en síminn var á "airplane mode" og manneskjan með síman sofandi í vélinni...

Fengum svo reikning fyrir 6mb umfam gagmanagn 24/6 en áskriftin okkar er greidd 23. hvers mánaðr og "Stólinn" sagði okkur að allt gagnamagn hefði resettast þá (eigum skjáksot af því). Ég hringdi í Nova, þau voru móttækileg og sammála og við ákváðum að geyma þetta þar til eftir frí.

En rukkarnir af kortinu héldu áfram... og eftir tvo þrjá daga þegar reikningarnir voru komnir í einhverja þúsundkalla þá hringdi ég aftur og benti þeim á að enn segði "stóllinn" að nægt gagnamagn væri eftir og bað um að þetta yrði skoðað og þau mundu senda mér póst...

Núna er maður kominn heim og þarf að byrja spjallið upp á nýtt við Nova... og þá kemur "EES gagnamagn endurnýjast um mánaðrmót".

Ég benti þeim að sjálfsögðu á að það sé eftiráskýring, að ég hafi verið búinn að tala við þau í tvígang og þau hefðu matað okkur með röngum upplýsingum í appinu sínu + þessi 890 fyrir utan EES væri óútskýrt...

Þetta er heildina rétt innan við 10þ. en það er orðið prinsippmál að þett averði 0 kr.

Ég er búinn að vera með GSM hjá Nova frá upphafi (var líka hjá SKO) því að ég vil bara borga mánaðrgjald og ekki þurfa að pæla í notkun. Var með netið hjá Hringiðunni (ótakmarkað) þar til Nova fór að bjóða "allan pakkann".

Fyrir 300þ. á ári (25þ. á mánuði) fyrir 4xGSM 1x gagnakort og 1000mb ljósleiðara... þá er ég örugglega búinn að vera greiða premium fyrir að fá "frið" fyrir aukagjöldum.

Hvaða option hef ég? Ég missti alveg áhugann á Nova eftir þetta röfl og þref.

p.s. bara smá samantekt.

1) Þeir taka alltaf beint af kortinu mínu.
2) Reikningarnir eru ekki með góðri sundurliðun
3) Þegar ég fer að fá sundurliðun þá stendur "nóg af gagnamagni eftir"
4) Fékk ekki info á reikning um hvaða land utan EES síminn á að hafa tengst.
5) Samskiptin hafa orðið súr og leiðinleg (enda búið að haf samband x3 og engin almennileg svör komið frá þeim)
6) Hvað segja lög um fjarskipti um svona viðskiptahætti og að geta ekki útvegað almenilegar sundurliðanir og skýringar?
7) Hvað segja lög um neytendakaup um að veita rangar upplýsingar um notkum á einum stað og rukka svo eftir öðrum sem eru neytandanum hvergi sýnilegar?

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 11:35
af GuðjónR
Vá hvað er skrítið að lesa þennan póst! Mér finnst eins og ég hafi skrifað hann sjálfur því ég lenti nánast í því sama og þú fyrir sléttum 2 árum!
Og...gerði eins og þú, ákvað að bíða með „tuðið“ þangað til ég kæmi heim.

Ég er með 5x GSM 3x úr og 1 ljósleiðara og er að borga tæp 300k á ári eins og þú.
Þegar ekkert gekk að fá lagfæringu á mistökunum þá fékk ég nóg og fór í stólinn/sófann og byrjaði að eyða út kortinu svo þeir gæti ekki haldið áfram að rukka mig tilhæfulaust og sagði svo upp öllum þjónustunum, mig minnir að ég hafi þurft að gefa skýringu af hverju og það var auðvelt!

Það liðu kannski 2 klukkutímar í það mesta, þá var yfirmaður hjá þeim búinn að hafa samband við mig, endurgreiða allt sem þeir oftóku sem var reyndar minna en þeir tóku af þér (en prinsippmál fyrir mig eins og þig) og gefa mér frímánuð gegn því að ég myndi skrá mig í viðskipti aftur. Sem ég gerði og er þarna enn.

En ég var 100% tilbúinn að fara annað.

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 11:48
af Fennimar002
Ég lenti í svipuðu í byrjun árs, en þá voru foreldrar mínir í Asíu og greiddi ég reikninginn á meðan. Fékk oft greiðslur af kortinu upp á 1090kr þegar einn síminn rétt svo tengi sig við 3g/4g turn. Bað þau hjá nova um að slökkva á gagnamagninu í einum símanum hjá þeim en það hélt samt áfram í smá en hætti loks eftir að ég hringdi aftur.
Svo fannst mér vel böggandi að fá rukkun á nokkra tíkalla fyrir það eina að þau svöðuru einhverjum ekki einusinni 30sek símtölum.

Fór reyndar ekki fram á endurgreiðslu þar sem þetta var rétt um 6þus kr og ég tók þessu sem mistök á hendur foreldra minna þar sem þau eru ekki bestu í tækninni.
Ég er hinsvegar ennþá hjá Nova og er viss um að ég færi mig ekki annað. Prufaði símann einhvern tímann og did not like it.

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 12:13
af TheAdder
Ég var hjá Nova, fór þangað fljótlega eftir að þetta byrjaði, og var alltaf virkilega sáttur við þjónustuna og viðmótið sem ég fékk. Mér fannst ég samt upplifa mun á þjónustunni eftir að þetta var selt.

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 12:26
af RassiPrump
Ég gafst upp á Nova 2019 útaf einhverju svona bulli og færði mig yfir til Hringdu. Er með 4 GSM sem er 1990kr á mánuði fyrir ótakmörkuð GB innanlands, 20GB í EES + Bretlandi, ótakmarkaðar mínútur og sms per GSM númer. Getur verið með allt að 6 númer ef þú ert með heimanet frá þeim. Einu sinni lent í veseni með tenginguna heima hjá mér, og það var lagað með einu 7 mínútna símtalið við þjónustuverið. Er líka hrifinn af því að reikningarnir frá þeim eru mjög sundurliðaðir. Borga 18þ á mánuði fyrir 1gíg net og 4 GSM númer.

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 12:46
af rapport
TheAdder skrifaði:Ég var hjá Nova, fór þangað fljótlega eftir að þetta byrjaði, og var alltaf virkilega sáttur við þjónustuna og viðmótið sem ég fékk. Mér fannst ég samt upplifa mun á þjónustunni eftir að þetta var selt.


Hvert fórstu?

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 14:31
af rostungurinn77
Bara að vara þig við ef þú hættir hjá Nova.

Þjónustuverið mun hringja í þig svona 7x til þess að athuga af hverju þú ert að yfirgefa fyrirtækið. :guy

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 14:34
af Moldvarpan
Það er langt síðan ég fékk nóg af Nova. Eina ástæðan afhverju fólk hrúgaðist þangað var bara útaf verðunum.

En það eru þó nokkur ár síðan hin fyrirtækin réttu af sína verðskrá og bjóða sambærileg verð og Nova. En oft með mikið betri þjónustu.

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 15:17
af worghal
gengið mjög vel hjá mér með nova en ég passa mig á því að slökkva á roaming ef ég er ekki á leið í EES land og fæ mér esim gegnum icelandair í staðinn.
Er með einhvern gamlann pakka hjá nova og fæ 250gb innanlands og 15gb erlendis og finnst bæði nóg en aðal ástæðan að ég er enn hjá þeim er 2f1 sem ég og konan notum nógu mikið til að vera þess virði, annars væri ég með símann hjá Hringdu.
Að auki fæ ég stundum símtal frá nova þar sem þeir reyna að selja mér "betri" pakka og þá er frekar augljóst að þau voru ekki búin að fletta pakkanum mínum upp og geta svo ekkert boðið mér betri pakka :lol:

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Þri 01. Júl 2025 19:01
af TheAdder
rapport skrifaði:
TheAdder skrifaði:Ég var hjá Nova, fór þangað fljótlega eftir að þetta byrjaði, og var alltaf virkilega sáttur við þjónustuna og viðmótið sem ég fékk. Mér fannst ég samt upplifa mun á þjónustunni eftir að þetta var selt.


Hvert fórstu?

Fór yfir í Hringdu, var búinn að vera með netið hjá þeim í dágóðann tíma og búinn að vera mjög ánægður við þjónustuna og viðmótið sem ég hef fengið frá þeim hingað til.

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Mið 02. Júl 2025 16:03
af rapport
Fékk þetta svar..

Dóttirin hefur þá ekki sett airplane mode á áður en hún sofnaði og ekki þorað að segja mér það :?

Eftir situr að ég sem neytandi fæ allan tímann rangar upplýsingar um inneign á vef Nova, stólnum um að eg sé með næga inneign.

Einstaklega léleg þjónusta og í raun falleinkunn í þjónustu óháð því hvaða viðmið eða framework er notað.

Hvað ætti að vera næsta skref?

Fjarskiptastofa? Kærunefn neytendakaupa?

Hvaða fleiri vinklar eru á svona máli?

Þetta geta leikandi orðið tugir milljóna hjá Nova ef þeir eru að taka 10þ. pr. fjölskyldu á fetðalagi.

Screenshot_20250702_154458_Outlook.jpg
Screenshot_20250702_154458_Outlook.jpg (314.39 KiB) Skoðað 501 sinnum


p.s. skv. stólnum þá núllstilltist gagnanagnið 23. þegar ég greiði mánaðaráskriftina, en ekki um mánaðarmót.

Og þjónustuveroð þeirra sá það og var sammála mér um þann skilning þegar ég hafði fyrst samband.

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Mið 02. Júl 2025 16:46
af rostungurinn77
Neytendastofa eða kærunefnd neytendakaupa er væntanlega næsta skref.

Er þetta notkun á einum síma af 4-5 eða öll notkunin?

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Mið 02. Júl 2025 20:08
af rapport
rostungurinn77 skrifaði:Neytendastofa eða kærunefnd neytendakaupa er væntanlega næsta skref.

Er þetta notkun á einum síma af 4-5 eða öll notkunin?


Bara einn sími/dóttir sem var til vandræða

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Mið 02. Júl 2025 21:01
af rostungurinn77
"Kannski sá sími læri mest af því að borga reikninginn sjálfur :-" "

Myndu kannski einhverjir segja sem eru ekki ég. Því mér kemur það ekkert við.

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Mið 02. Júl 2025 23:16
af rapport
rostungurinn77 skrifaði:"Kannski sá sími læri mest af því að borga reikninginn sjálfur :-" "

Myndu kannski einhverjir segja sem eru ekki ég. Því mér kemur það ekkert við.


Fyrst ég er að fara breyta þessum áskriftum þá mun ég líklega taka hana 23 og litlu systur 18 úr fjölskyldupakkanum, fara í 1gbs hjá Hringiðunni og skoða að láta vinnuna greiða gemsann ( hef held ég aldrei látið vinnuna greiða fyrir prívat númerið mitt)

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Fim 10. Júl 2025 11:37
af rapport
Þurfti að svara þeim og fékk loksins ásættanlegt svar...

Ömurlegt að þurfa að standa í þessu.

Skjámynd 2025-07-10 113018.png
Skjámynd 2025-07-10 113018.png (19.74 KiB) Skoðað 205 sinnum
Skjámynd 2025-07-10 112924.png
Skjámynd 2025-07-10 112924.png (18.7 KiB) Skoðað 205 sinnum


En ég vil fá afrit af öllum CRM samskiptunum en fæ ekki einusinni svar um að erindið sé móttekið.

Get svo hvergi fundið á vef Nova persónuverndarstefnu eða hvernig skuli ná í persónuverndarfulltrúa...

Sendi þeim erindi um það + varð forvitinn og bað um útlistun á GDPR vinnslum þar sem unnið væri með mínar persónuupplýsingar.


Þau komu mér í svo vont skap og fannst sjálfsagt að eyða mínum tíma í vitleysu = þau munu þurfa að eyða sínum tíma í vitleysu...

bkv.
fúllámóti

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Fim 10. Júl 2025 11:55
af rostungurinn77
rapport skrifaði:Þurfti að svara þeim og fékk loksins ásættanlegt svar...

Ömurlegt að þurfa að standa í þessu.

Skjámynd 2025-07-10 113018.pngSkjámynd 2025-07-10 112924.png

En ég vil fá afrit af öllum CRM samskiptunum en fæ ekki einusinni svar um að erindið sé móttekið.

Get svo hvergi fundið á vef Nova persónuverndarstefnu eða hvernig skuli ná í persónuverndarfulltrúa...

Sendi þeim erindi um það + varð forvitinn og bað um útlistun á GDPR vinnslum þar sem unnið væri með mínar persónuupplýsingar.


Þau komu mér í svo vont skap og fannst sjálfsagt að eyða mínum tíma í vitleysu = þau munu þurfa að eyða sínum tíma í vitleysu...

bkv.
fúllámóti


Jesús skrifaði:Hvers virði er það að maðurinn græði allan heiminn en tapi sálu sinni?


:hugenose

Re: Ferðalög erlendis og símafyrirtækin

Sent: Fim 10. Júl 2025 12:10
af rapport
rostungurinn77 skrifaði:
Jesús skrifaði:Hvers virði er það að maðurinn græði allan heiminn en tapi sálu sinni?


:hugenose


Sá sem sparar vöndinn hatar son sinn
en sá sem elskar hann agar hann snemma.


Whoever spares the rod hates his son,
but he who loves him is diligent to discipline him.