Uppblásinn Kayak

Allt utan efnis

Höfundur
Knud
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Sun 28. Mar 2010 23:31
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Uppblásinn Kayak

Pósturaf Knud » Fim 27. Mar 2025 08:46

Langar að forvitnast hvort einhver hafi prófað uppblásinn kayak, þetta finnst mér bara svo sniðugt upp á geymslupláss og flutning. Ég ætlaði mér bara að prófa þetta með börnunum á einhverjum vötnum

GGsport er með til sölu 2manna á 115.000 og 150.000, þeir eru báðir uppseldir.

En amazon er með einn á hálfvirði þess sem GG býður upp, veit svo sem ekkert með samanburð á gæðum en þetta gæti verið fín prufa.
https://www.amazon.co.uk/Intex-Explorer-Two-Person-Kayak-Oars/dp/B00AIQ8LGG/ref=sr_1_5?c=ts&dib=eyJ2IjoiMSJ9.GgyUMQZTTDOe08pXFwKUr7rtzJ3Mu9xXfWsm2Z0XpUzVR7aJyZ7DifIk7Vz2Ehvvhp5OCXN35RChpedwCTIdqEqEu-cTdLtqptLoCAMPwJ_FroeKpPChdJAy_coRagTvmt3LjfLzfuAcFXSe1kQJnaoKpEdDTYKfyk_tI4wbvOO9o2wd8DLudgDO11xPf21wTWhhaSv1riGhRzoIpOuZLs2u_tfkYnuOLrAIBkn5ECY.PrgzrHPRnKIvK2sHS0PH7E3pOsVrF3EgSohDZutHuXY&dib_tag=se&keywords=Kayaks&qid=1743062256&s=sports&sr=1-5&ts_id=454899031&th=1

Einhver prófað svona, eða hefur einhverja punkta varðandi þetta?



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 796
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 54
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Uppblásinn Kayak

Pósturaf Squinchy » Fös 28. Mar 2025 14:45

Hef pælt í þessu sjálfur, svo tók ég eftir því að þetta er sami framleiðandi og vindsængurnar í rúmfó og hætti því snarlega að pæla í þessu. Búinn að sofa næginlega margar nætur á jörðinni í boði intex og langar bara ekkert að fara synda í land :D

Auðvitað ekki sama varan og kannski öflugra gæða eftirlit með svona en ég komst bara ekki fram hjá þessum suprice sund æfingar pælingum


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

HP Z840 | TrueNAS Scale | 2 x Xeon 2650 V3 | 32GB DDR4 ECC | 20TB RaidZ1 | Eaton 5SC 1000i UPS


Höfundur
Knud
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Sun 28. Mar 2010 23:31
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Uppblásinn Kayak

Pósturaf Knud » Fös 28. Mar 2025 19:43

Þarna jarðaðir þú þessa hugmynd haha. Það þarf ekki að bæta við neinu frekar en að þeir framleiði vindsængurnar sem eru seldar í jysk.
Það er nú líka stundum þannig að ef þetta er svo ódýrt að þá er ástæðan sennilega í gæðunum.